Hver er þessi hlæjandi Spánverji eiginlega?

sp--nverj1.jpg
Auglýsing

Hann er hálf tann­laus, talar spænsku og skelli­hlær í sjón­varps­sal í óskil­greindum sjón­varps­þætti fyr­ir, að því er virð­ist, fáeinum árum. Við höfum öll hlegið með hon­um, hvort sem honum hafi verið brugðið í líki hönn­uðar hjá App­le, stuðn­ings­manns rík­is­stjórn­ar­innar eða and­stæð­ings henn­ar.

En hver er þessi maður í raun og veru? Breska rík­is­sjón­varpið BBC hefur gefið vís­bend­ingu og Kjarn­inn hefur fylgt henni og kom­ist að raun um að hér er spænski grínist­inn Juan Joya ­Borja á ferð­inni og hann er alls ekki að tala um stjórn­mál. Hann er þekktur á Spáni fyrir hlátur sinn og er kall­aður „El Risita­s“, sem kannski útleggst á íslensku sem „Fjör­kálf­ur­inn“.

Borja hefur síðan árið 2000 leikið í sjón­varps­þáttum og bíó­myndum á spænsku. Um svipað leiti kom hann fyrst fram í spjall­þætt­inum Rato­nes Colora­os, í umsjá spænska fjöl­miðla­manns­ins Jesús Quintero, og hefur síðan verið fasta­gest­ur. Í umræddum þætti fær hann einmitt hlát­ur­skastið fræga. Hér að neðan má sjá Fjör­kálfinn í öðru við­tali við Quintero og þar virð­ist ein­fald­lega allt mis­takast hjá okkar manni. Það mynd­band er hins vegar ekki textað, en lát­bragðið og óhljóðin í Fjör­kálf­inum er engu að síður skemmti­leg.

AuglýsingMynd­band­inu af honum í hlát­ur­skast­inu í spænsku sjón­varpi árið 2007, að segja sögu af mat ­sem hann setti í sjó­inn, hefur farið eins og eldur í sinu und­an­farna daga. Net­verjar hafa keppst við að texta fram­sögu Fjör­kálfs­ins og setja hlátur hans í sam­hengi við mál­efni líð­andi stund­ar.

Hann hefur til dæmis gagn­rýnt Vla­dimír Pútín fyrir fram­göngu sína í Úkra­ínu, gert grín að upp­þoti stjórn­ar­and­stöð­unnar við bréfi Gunn­ars Braga Sveins­sonar til Evr­ópu­sam­bands­ins og sem starfs­maður Apple kemur hann fólki í skiln­ing um hversu fárán­legt eina tengið á nýju Mac­Book-­tölv­unni sé. Síð­ast­nefnda mynd­bandið hefur þegar fengið 4,5 milljón áhorf, aðeins viku eftir að því var hlaðið á YouTu­be.

En þó Fjör­kálf­ur­inn hafi fengið byr undir báða vængi síð­ustu daga þá var mynd­bandið fyrst notað af Bræðra­lagi múslima í Egypta­landi í fyrra til að hæð­ast að for­seta lands­ins, Abdel Fattah el-S­isi, í kosn­ing­um. Og nú er hlátur Spán­verj­ans orðið nærri jafn vin­sælt „meme“ og mynd­brotið úr Der Unter­gang þar sem Hitler áttar sig á því að stríð­inu sé tap­að. Síð­ast sást Hitler til dæmis bölva veðr­inu í vetur en áður hefur Hitler verið æfa­r­eiður Rebeccu Black og svo reif han Ices­ave í sig á eft­ir­minni­legan hátt í hrun­inu.

Hér að neðan má sjá upp­runa­lega mynd­bandið og við­talið við Fjör­kálfinn, textað á ensku, og svo nokkrar afbak­anir sem eru spreng­hlægi­leg­ar.

Upp­runa­lega mynd­bandið (með enskum texta)Nýja tölvan frá AppleESB-um­sóknin og upp­þot stjórn­ar­and­stöð­unnarHlegið að ensku félög­unum í Evr­ópu­keppn­unum

Bréf Gunn­ars Braga til Evr­ópu­sam­bands­ins

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None