Hver er þessi hlæjandi Spánverji eiginlega?

sp--nverj1.jpg
Auglýsing

Hann er hálf tann­laus, talar spænsku og skelli­hlær í sjón­varps­sal í óskil­greindum sjón­varps­þætti fyr­ir, að því er virð­ist, fáeinum árum. Við höfum öll hlegið með hon­um, hvort sem honum hafi verið brugðið í líki hönn­uðar hjá App­le, stuðn­ings­manns rík­is­stjórn­ar­innar eða and­stæð­ings henn­ar.

En hver er þessi maður í raun og veru? Breska rík­is­sjón­varpið BBC hefur gefið vís­bend­ingu og Kjarn­inn hefur fylgt henni og kom­ist að raun um að hér er spænski grínist­inn Juan Joya ­Borja á ferð­inni og hann er alls ekki að tala um stjórn­mál. Hann er þekktur á Spáni fyrir hlátur sinn og er kall­aður „El Risita­s“, sem kannski útleggst á íslensku sem „Fjör­kálf­ur­inn“.

Borja hefur síðan árið 2000 leikið í sjón­varps­þáttum og bíó­myndum á spænsku. Um svipað leiti kom hann fyrst fram í spjall­þætt­inum Rato­nes Colora­os, í umsjá spænska fjöl­miðla­manns­ins Jesús Quintero, og hefur síðan verið fasta­gest­ur. Í umræddum þætti fær hann einmitt hlát­ur­skastið fræga. Hér að neðan má sjá Fjör­kálfinn í öðru við­tali við Quintero og þar virð­ist ein­fald­lega allt mis­takast hjá okkar manni. Það mynd­band er hins vegar ekki textað, en lát­bragðið og óhljóðin í Fjör­kálf­inum er engu að síður skemmti­leg.

AuglýsingMynd­band­inu af honum í hlát­ur­skast­inu í spænsku sjón­varpi árið 2007, að segja sögu af mat ­sem hann setti í sjó­inn, hefur farið eins og eldur í sinu und­an­farna daga. Net­verjar hafa keppst við að texta fram­sögu Fjör­kálfs­ins og setja hlátur hans í sam­hengi við mál­efni líð­andi stund­ar.

Hann hefur til dæmis gagn­rýnt Vla­dimír Pútín fyrir fram­göngu sína í Úkra­ínu, gert grín að upp­þoti stjórn­ar­and­stöð­unnar við bréfi Gunn­ars Braga Sveins­sonar til Evr­ópu­sam­bands­ins og sem starfs­maður Apple kemur hann fólki í skiln­ing um hversu fárán­legt eina tengið á nýju Mac­Book-­tölv­unni sé. Síð­ast­nefnda mynd­bandið hefur þegar fengið 4,5 milljón áhorf, aðeins viku eftir að því var hlaðið á YouTu­be.

En þó Fjör­kálf­ur­inn hafi fengið byr undir báða vængi síð­ustu daga þá var mynd­bandið fyrst notað af Bræðra­lagi múslima í Egypta­landi í fyrra til að hæð­ast að for­seta lands­ins, Abdel Fattah el-S­isi, í kosn­ing­um. Og nú er hlátur Spán­verj­ans orðið nærri jafn vin­sælt „meme“ og mynd­brotið úr Der Unter­gang þar sem Hitler áttar sig á því að stríð­inu sé tap­að. Síð­ast sást Hitler til dæmis bölva veðr­inu í vetur en áður hefur Hitler verið æfa­r­eiður Rebeccu Black og svo reif han Ices­ave í sig á eft­ir­minni­legan hátt í hrun­inu.

Hér að neðan má sjá upp­runa­lega mynd­bandið og við­talið við Fjör­kálfinn, textað á ensku, og svo nokkrar afbak­anir sem eru spreng­hlægi­leg­ar.

Upp­runa­lega mynd­bandið (með enskum texta)Nýja tölvan frá AppleESB-um­sóknin og upp­þot stjórn­ar­and­stöð­unnarHlegið að ensku félög­unum í Evr­ópu­keppn­unum

Bréf Gunn­ars Braga til Evr­ópu­sam­bands­ins

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None