Hver er þessi hlæjandi Spánverji eiginlega?

sp--nverj1.jpg
Auglýsing

Hann er hálf tann­laus, talar spænsku og skelli­hlær í sjón­varps­sal í óskil­greindum sjón­varps­þætti fyr­ir, að því er virð­ist, fáeinum árum. Við höfum öll hlegið með hon­um, hvort sem honum hafi verið brugðið í líki hönn­uðar hjá App­le, stuðn­ings­manns rík­is­stjórn­ar­innar eða and­stæð­ings henn­ar.

En hver er þessi maður í raun og veru? Breska rík­is­sjón­varpið BBC hefur gefið vís­bend­ingu og Kjarn­inn hefur fylgt henni og kom­ist að raun um að hér er spænski grínist­inn Juan Joya ­Borja á ferð­inni og hann er alls ekki að tala um stjórn­mál. Hann er þekktur á Spáni fyrir hlátur sinn og er kall­aður „El Risita­s“, sem kannski útleggst á íslensku sem „Fjör­kálf­ur­inn“.

Borja hefur síðan árið 2000 leikið í sjón­varps­þáttum og bíó­myndum á spænsku. Um svipað leiti kom hann fyrst fram í spjall­þætt­inum Rato­nes Colora­os, í umsjá spænska fjöl­miðla­manns­ins Jesús Quintero, og hefur síðan verið fasta­gest­ur. Í umræddum þætti fær hann einmitt hlát­ur­skastið fræga. Hér að neðan má sjá Fjör­kálfinn í öðru við­tali við Quintero og þar virð­ist ein­fald­lega allt mis­takast hjá okkar manni. Það mynd­band er hins vegar ekki textað, en lát­bragðið og óhljóðin í Fjör­kálf­inum er engu að síður skemmti­leg.

AuglýsingMynd­band­inu af honum í hlát­ur­skast­inu í spænsku sjón­varpi árið 2007, að segja sögu af mat ­sem hann setti í sjó­inn, hefur farið eins og eldur í sinu und­an­farna daga. Net­verjar hafa keppst við að texta fram­sögu Fjör­kálfs­ins og setja hlátur hans í sam­hengi við mál­efni líð­andi stund­ar.

Hann hefur til dæmis gagn­rýnt Vla­dimír Pútín fyrir fram­göngu sína í Úkra­ínu, gert grín að upp­þoti stjórn­ar­and­stöð­unnar við bréfi Gunn­ars Braga Sveins­sonar til Evr­ópu­sam­bands­ins og sem starfs­maður Apple kemur hann fólki í skiln­ing um hversu fárán­legt eina tengið á nýju Mac­Book-­tölv­unni sé. Síð­ast­nefnda mynd­bandið hefur þegar fengið 4,5 milljón áhorf, aðeins viku eftir að því var hlaðið á YouTu­be.

En þó Fjör­kálf­ur­inn hafi fengið byr undir báða vængi síð­ustu daga þá var mynd­bandið fyrst notað af Bræðra­lagi múslima í Egypta­landi í fyrra til að hæð­ast að for­seta lands­ins, Abdel Fattah el-S­isi, í kosn­ing­um. Og nú er hlátur Spán­verj­ans orðið nærri jafn vin­sælt „meme“ og mynd­brotið úr Der Unter­gang þar sem Hitler áttar sig á því að stríð­inu sé tap­að. Síð­ast sást Hitler til dæmis bölva veðr­inu í vetur en áður hefur Hitler verið æfa­r­eiður Rebeccu Black og svo reif han Ices­ave í sig á eft­ir­minni­legan hátt í hrun­inu.

Hér að neðan má sjá upp­runa­lega mynd­bandið og við­talið við Fjör­kálfinn, textað á ensku, og svo nokkrar afbak­anir sem eru spreng­hlægi­leg­ar.

Upp­runa­lega mynd­bandið (með enskum texta)Nýja tölvan frá AppleESB-um­sóknin og upp­þot stjórn­ar­and­stöð­unnarHlegið að ensku félög­unum í Evr­ópu­keppn­unum

Bréf Gunn­ars Braga til Evr­ópu­sam­bands­ins

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None