Hvetja Bandaríkjastjórn til að fella niður ákæru á hendur Assange

Hópur íslenskra þingmanna úr fimm flokkum hefur tekið sig saman og afhent bandaríska sendiráðinu á Íslandi yfirlýsingu þar sem þingmennirnir hvetja stjórnvöld þar í landi til að fella niður ákæru á hendur stofnanda Wikileaks Julian Assange.

Tíu íslenskri þingmenn hafa sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi  yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur Julian Assange.
Tíu íslenskri þingmenn hafa sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur Julian Assange.
Auglýsing

Þverpólitískur hópur tíu íslenskra þingmanna hefur sent sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Samkvæmt þingmannahópnum gæti hann, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir störf sín en honum hefur nú verið haldið í öryggisfangelsi í Bretlandi í yfir tvö ár.

Að hópnum standa Helga Vala Helgadóttir og Guðmundur Andri Thorsson, þingmenn Samfylkingarinnar, Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Pírata, Hanna Katrín Friðriksson og Jón Steindór Valdimarsson, þingmenn Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.

Auglýsing

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks skoraði á íslenska þingmenn fyrir viku síðan að láta í sér heyra varðandi mál Assange en þingmenn víðsvegar að úr heiminum hafa látið sig málið varða og mótmælt fangelsun hans. Síðan þá hefur hæstiréttur í London veitt Bandaríkjastjórn leyfi til að áfrýja að hluta til þeim dómi sem féll þann 4. janúar síðastliðinn að Assange skuli ekki framseldur til Bandaríkjanna vegna heilsufarsástæðna.

Julian Assange hefur dúsaði í öryggisfangelsi í Bretlandi í yfir tvö ár.

Yfirlýsing íslensku þingmannanna:

Við, undirritaðir, þingmenn á Íslandi af öllu pólitíska litrófinu, hvetjum Bandaríkjastjórn til að falla frá ákæru á hendur Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og draga til baka framsalsbeiðni gegn honum í Bretlandi.

Ákærurnar um „njósnir“ á hendur Assange eru tilraun til að glæpavæða rannsóknarblaðamennsku og skapar það hættulegt fordæmi gegn fjölmiðlafrelsi um heim allan.

Sérstakur framsögumaður Sameinuðu þjóðanna um pyntingar, Nils Melzer, hefur sagt að Assange hafi verið „afmennskaður með einangrun, háði og skömm“ og sviptur grundvallarmannréttindum sínum. Það sé refsingin fyrir að afhjúpa stríðsglæpi og pyntingar sem framdar voru af bandarísku herliði í Írakstríðinu.

Nýlegar uppljóstranir, þar sem lykilvitni í málinu viðurkennir að hafa skáldað ásakanir á hendur Assange, ættu að marka endalok árása á margverðlaunaðan blaðamann. Við hvetjum leiðtoga, ríkisstjórnir og þingmenn um heim allan til að hefja upp raust sína og styðja við fjölmiðlafrelsi, réttarríkið og rétt almennings til þekkingar.

Helga Vala Helgadóttir, Samfylkingin

Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingin

Ari Trausti Guðmundsson, Vinstri græn

Halldóra Mogensen, Píratar

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar

Björn Leví Gunnarsson, Píratar

Andrés Ingi Jónsson, Píratar

Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn

Jón Steindór Valdimarsson, Viðreisn

Inga Sæland, Flokkur fólksins

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent