Icelandair í hlutafjáraukningu í annað sinn á innan við ári

Icelandair Group ætlar að sækja sér átta milljarða króna í viðbót með því að selja nýtt hlutafé til bandarísks fjárfestingasjóðs. Félagið sótti sér síðast nýtt hlutafé í september í fyrra. Tap Icelandair á árinu 2020 var 51 milljarður króna.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Auglýsing

Icelandair Group hefur gert bind­andi sam­komu­lag við banda­ríska fjár­fest­ing­ar­sjóð­inn Bain Capi­tal um að hann kaupi nýtt hlutafé í flug­fé­lag­inu. Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu, sem enn á eftir að sam­þykkja á hlut­hafa­fundi áður en það verður að veru­leika, mun Bain Capi­tal greiða 8,1 millj­arð króna og eign­ast fyrir vikið 16,6 pró­sent hlut í Icelandair Group. Það þýðir að Bain Capi­tal er að greiða aðeins lægra verð á hlut, 1,43 krón­ur, en virði bréfa í Icelandair Group var í lok dags í gær, þegar greiða þurfti 1,46 krónur á hlut fyrir bréf í félag­inu. Núver­andi hlut­hafar þurfa að falla frá for­gangs­kaup­rétti á nýju hlutafé eigi sam­komu­lagið að verða að veru­leika. 

Verði þetta sam­komu­lag sam­þykkt á hlut­hafa­fundi mun Bain Capi­tal verða stærsti ein­staki eig­andi Icelandair Group og fá full­trúa í stjórn Icelanda­ir. Úlfar Stein­dórs­son, sem verið hefur stjórn­ar­for­maður Icelandair Group und­an­farin ár, mun stíga til hliðar sem slíkur ef hluta­fjár­aukn­ingin verður sam­þykkt af öðrum hlut­höf­um. 

Til við­bótar gerir sam­komu­lagið ráð fyrir því að Bain Capital, sem var meðal ann­ars stofnað af fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­and­anum og núver­andi öldund­ar­deild­ar­þing­mann­inum Mitt Rom­ney, fá áskrift­ar­rétt­indi fyrir hlutum sem sam­svara 25 pró­sent af heild­ar­fjölda þeirra nýju hluta sem gefnir verða út. Bain Capi­tal á eign­ar­safn sem er metið á 130 millj­arða Banda­ríkja­dala.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna þessa segir að heim­ildin gildi í tíu daga frá og með birt­ingu upp­gjörs Icelandair Group fyrir annan árs­fjórð­ung, en honum lýkur í enda yfir­stand­andi mán­að­ar. „Áskrift­ar­rétt­indin veita Bain heim­ild, en ekki skyldu, til kaupa á nýjum almennum hlutum í félag­inu á sama gengi á hvern hlut að við­bættum 15 pró­sent árs­vöxt­u­m.“

Sóttu síð­ast nýtt hlutafé í sept­em­ber í fyrra

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Icelandair Group fer í hluta­fjár­aukn­ingu. Félagið safn­aði alls 23 millj­örðum króna í útboði sem fór fram í sept­em­ber í fyrra, en það hefur átt í miklum rekstr­ar­vanda um ára­bil sem jókst veru­lega þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á í fyrra­vor. Fjöldi hlut­hafa fór yfir ell­efu þús­und eftir útboðið og því ljóst að fjöl­margir ein­stak­lingar keyptu fyrir litlar fjár­hæðir í því. 

Alls nam tap sam­­stæð­unnar um 45 millj­­örðum króna á fyrri hluta árs­ins 2020. Stærstan hluta þess taps, sem nemur 245 millj­­ónum króna á dag, má rekja beint til kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins. Fyrir lá að félagið átti ekki nægt laust fé til að lifa mikið lengur við óbreyttar aðstæð­ur. Tap Icelandair á árinu 2020 í heild var 51 millj­arður króna og á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2021 tap­aði félagið 3,9 millj­örðum króna. 

Eigið fé Icelandair Group nam 29,7 millj­örðum króna í lok síð­asta árs árs og eig­in­fjár­hlut­fall lækk­aði úr 29 pró­sent í 25 pró­sent frá fyrra ári. Lausa­fjár­staða félags­ins nam 42,3 millj­örðum króna. Hún lækk­aði um 6,5 millj­arða króna á fyrsta árs­fjórð­ungi 2021 og eig­in­fjár­hlut­fallið var komið niður í 23 pró­sent í lok mars.

Hlut­hafar þynntir nið­ur­...aftur

Í aðdrag­anda hluta­fjár­út­boðs­ins sam­þykkti íslenska ríkið að gang­ast í ábyrgð fyrir 90 pró­sent af 16,5 millj­arða króna lána­línu til Icelandair Group. Sú rík­is­á­byrgð var sam­þykkt á Alþingi í ágúst. 

Í útboð­inu í fyrra, þar sem hlutir voru seldir á eina krónu, var hlutafé aukið það mikið að þeir sem áttu hlutafé í Icelandair Group áður þynnt­ust niður í 15,3 pró­sent. Hluti þeirra tók aftur þátt í útboð­inu og varði eign sína að hluta eða öllu leyt­i. 

Verði sam­komu­lagið við Bain Capi­tal sam­þykkt munu núver­andi hlut­hafar þynn­ast niður í 83,4 pró­sent hlut, níu mán­uðum eftir að þeir keyptu nýtt hlutafé í félag­inu.

Til­kynnt ofan í útboð Play

Til­kynn­ing Icelandair Group um hluta­fjár­aukn­ing­una var send út kvöldið áður en að hluta­fjár­út­boð flug­fé­lags­ins Play hófst. Stefnt er að því að safna 4-4,4 millj­örðum króna og skrá félag­ið, sem verður helsti sam­keppn­is­að­ili Icelandair Group hér­lend­is, í kjöl­farið á First North mark­að­inn. 

Þess utan fer fyrsta flug­vél Play í loftið í dag og flýgur með far­þegar til London.

Í útboðs­lýs­ingu félags­ins kemur fram að þessi fjár­mögnun muni hjálpa lausa­fjár­stöðu þess enn frekar, en Play seg­ist nú þegar hafa náð að safna tæpum sjö millj­örðum króna í fjár­mögn­un.

Búist er við að almenn við­skipti með hluti í Play hefj­ist föstu­dag­inn 9. júlí.

Í útboðs­lýs­ingu segir að Play búist við því að selja selja jafn­mörg sæti og WOW air gerði árið 2017 innan fjög­urra ára. Það stefnir á að hefja flug til Banda­ríkj­anna næsta vor, en mun halda starfs­manna­kostn­aði í lág­marki með því að láta starfs­menn sína vinna lengur en starfs­menn ann­arra flug­fé­laga og taka færri frí­daga en starfs­menn WOW air tóku.

Hægt er að lesa frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um útboðið hér. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent