Illugi hefur ekki íhugað afsögn og segir ekki sýnt fram á fyrirgreiðslu til Orku Energy

10054123454-c2aeab2ed4-o-1.jpg
Auglýsing

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta- og mennta­mála­ráð­herra seg­ist ekki hafa íhugað stöðu sína vegna Orku Energy-­máls­ins. „Það ­þyrfti þá að vera hægt að segja að ég hefði með ein­hverjum hætti veitt þessu fyr­ir­tæki óeðli­lega fyr­ir­greiðslu, það hefur ekki verið með nokkum hætti sýnt fram á eða bent á.“ Þetta segir hann í við­tali við RÚV.

Ill­ugi vildi fyrst ekki ræða málið við frétta­stofu RÚV, vegna þess að hann hefur þegar farið í við­tal í Frétta­blað­inu sem verður birt á morg­un. Hann sagði við RÚV að þar ræddi hann ítar­lega um málið og gæti rætt við aðra fjöl­miðla í kjöl­far­ið. Svo mán­uðum skiptir hefur Ill­ugi ekki viljað tala við fjöl­miðla um málið þrátt fyrir ítrek­aðar fyr­ir­spurn­ir.

Ill­ugi hefur verið gagn­rýndur víða fyrir tengsl sín við Orku Energy, ekki síst vegna heim­sóknar til Kína í vor þar sem full­trúar frá Orku Energy voru líka, en Ill­ugi starf­aði fyrir fyr­ir­tækið árið 2011 auk þess sem hann hefur greint frá því að stjórn­ar­for­maður þess Haukur Harð­ar­son hafi keypt íbúð hans vegna fjár­hags­vand­ræða. Ill­ugi og fjöl­skylda leigja nú íbúð­ina aftur af Hauki.

Auglýsing

Ill­ug­i ­segir að hann hafi ekki íhugað stöðu sína vegna máls­ins. Hann seg­ist þó skilja umræð­una en jafn­framt að það væri mjög und­ar­legt ef hann væri að íhuga stöðu sína, því þá hefðu aðrir ráð­herrar sem hefðu átt sams­konar sam­vinnu við fyr­ir­tækið átt að gera slíkt hið sama. Frétta­maður RÚV bendir þá á að hann sé fjár­hags­lega háður stjórn­ar­for­manni fyr­ir­tæks­ins, og í því liggi mun­ur­inn. Ill­ug­i ­neit­aði því að vera fjár­hags­lega háður þrátt fyrir að stjórn­ar­for­maður fyr­ir­tæk­is­ins hafi keypt af honum íbúð og leigi Ill­uga hana til baka.

 

Páll Magn­ús­son, fyrrum útvarps­stjóri, gagn­rýndi Ill­uga ­síð­ast í gær í blaða­grein. Þar sagði hann m.a.:„Nú er liðið eitt sumar síðan upp­lýst var að mennta­mála­ráð­herra bað um og fékk per­sónu­legan fjár­stuðn­ing frá aðila sem hann síðan veitti póli­tíska fyr­ir­greiðslu vegna við­skipta­hags­muna í Kína. Póli­tísk spill­ing verður ekki aug­ljós­ari en þetta.“

 

Starf­aði sem ráð­gjafi hjá Orku EnergyIllugi starf­aði sem ráð­gjafi hjá Orku Energy á árinu 2011 á meðan að hann var í leyfi frá þing­störfum vegna rann­sóknar á starf­semi pen­inga­mark­aðs­sjóðs­ins Sjóðs 9 hjá Glitni, en Ill­ugi sat í stjórn sjóðs­ins fyrir hrun.

Eftir að Ill­ugi varð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra eftir kosn­ing­arnar vorið 2013 hefur hann verið við­staddur við­burði þar sem Orka Energy á við­skipta­lega hags­muni und­ir.  Í des­em­ber 2013 var hann við­staddur þegar Orka Energy skrif­aði undir sam­starfs­samn­ing við kín­verska hér­aðið Xianyang og Sin­opec Star Petr­o­leum um þróun á jarð­varma­nýt­ingu og frek­ari útþennslu á hit­un­ar­kerfum í Xianyang. Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy und­ir­rit­aði Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður félags­ins, sam­komu­lag­ið.

Ill­ugi heim­sótti svo Kína í lok mars síð­ast­lið­ins. Á meðal þeirra sem voru með í för í þess­ari ferð ráð­herr­ans til Kína voru fimm full­trúar Orka Energy. Einn þeirra var Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður Orku Energy. Á öðrum degi heim­sóknar sinn­ar, þann 22. mars, kynnti hann sér jarð­varma­verk­efni í Xionx­ian hér­að­i, sem unnin eru af SGEG, sem Orka Energy China á 49 pró­sent hlut í.

Þann 25. mars hitti Ill­ugi Fu Chengyu, stjórn­ar­for­mann Sin­opec. Sam­kvæmt dag­skrá ferðar ráð­herr­ans, sem Hring­braut hefur birt opin­ber­lega, tóku fimm aðilar utan Ill­uga þátt í fund­inum með Fu Chengyu. Þrír þeirra voru íslenskir emb­ætt­is­menn. Hinir tveir voru frá Orku Energy. Annar þeirra var Haukur Harð­ar­son.

. Í desember 2013 var Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, viðstaddur þegar Orka Energy skrifaði undir samstarfssamning við kínverska héraðið Xianyang og Sinopec Star Petroleum um þróun á jarðvarmanýtingu og frekari útþennslu á hitunarkerfum í Xianyang. Undirritun samningsins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy undirritaði Haukur Harðarson, stjórnarformaður félagsins, samkomulagið. Mynd: Orkaenergy.com
Í des­em­ber 2013 var Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra, við­staddur þegar Orka Energy skrif­aði undir sam­starfs­samn­ing við kín­verska hér­aðið Xianyang og Sin­opec Star Petr­o­leum um þróun á jarð­varma­nýt­ingu og frek­ari útþennslu á hit­un­ar­kerfum í Xianyang. Und­ir­ritun samn­ings­ins fór fram á Íslandi. Fyrir hönd Orku Energy und­ir­rit­aði Haukur Harð­ar­son, stjórn­ar­for­maður félags­ins, sam­komu­lag­ið. Mynd: Orka­energy.com

„Nokkur fjár­hags­leg áföll“Eftir Kína­ferð­ina hófu fjöl­miðlar að spyrj­ast fyrir um tengsl Ill­uga við Orku Energy. Hann skýrði loks frá því í hádeg­is­fréttum RÚV 26. apríl síð­ast­lið­inn að hann hefði selt íbúð sína í Vest­urbæ Reykja­víkur til Hauks Harð­ar­son­ar.  Þá voru liðnir 20 dagar frá því að hann var fyrst spurður um tengsl sín við félagið af fjöl­miðl­u­m. Hann setti síðan stöðu­upp­færslu inn á Face­book dag­inn eft­ir þar sem kom fram að hann hefði selt íbúð­ina fyrir 53,5 millj­ónir króna árið 2013 og að hann leigi hana nú til baka af Hauki á 230 þús­und krónur á mán­uði. Ill­ugi var því orð­inn ráð­herra þegar hann seldi íbúð­ina. Ástæðan hafi verið „nokkur fjár­hags­leg áföll“ sem á hann og eig­in­konu hans dundu fyrir nokkrum árum.

Kjarn­inn greindi frá því sama dag að eitt þess­arra áfalla hafi verið gjald­þrot Sero ehf., félags sem Ill­ugi hafi átt hlut í og varð gjald­þrota í nóv­em­ber 2012. Ekk­ert fékkst upp í 65 milljón króna kröfur í bú félags­ins.

Ill­ugi hefur sagt að hann hafi sýnt frum­kvæði af því að upp­lýsa um þessi tengsl sín við Hauk. Stundin hefur hins vegar sagt frá því að fjöl­mið­ill­inn hefði árang­urs­laust reynt að fá svör frá Ill­uga um tengsl hans og Orku Energy, meðal ann­ars vegna þess að Haukur Harð­ar­son hefði keypt íbúð Ill­uga sam­kvæmt afsali frá 23. júní 2014, áður en hann skýrði frá kaup­unum í há­deg­is­fréttum RÚV.

Vildi ekki upp­lýsa um upp­hæðKjarn­inn greindi frá því í maí  að þau verk­efni sem Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, vann fyrir Orku Energy, voru öll erlend­is. Hann kom ekki að kaupum félags­ins á Enex-Kína af Orku­veitu Reykja­víkur og Geysi Green Energy né að kaupum þess á Iceland Amer­ica Energy og fjórð­ungs­hlut Orku­veitu Reykja­víkur í Envent Hold­ing af Orku­veitu Reykja­víkur á árinu 2011. Þetta kom fram í svari aðstoð­ar­manns Ill­uga við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um vinnu ráð­herr­ans fyrir Orku Energy.

Á meðal þess sem spurt var um í fyr­ir­spurn­inni var hvað Ill­ugi fékk greitt fyrir störf sín fyrir félag­ið. Í svari Sig­ríður Hall­gríms­dótt­ur, aðstoð­ar­manns Ill­uga, er þeirri spurn­ingu ekki svarað en sagt að hægt sé að skoða „tekjur þing­manna og margra ann­arra í opin­berum gögn­um“.

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans var send 29. apríl síð­ast­lið­inn og svar barst 12. maí, eftir ítrek­anir eftir svör­um. Fyr­ir­spurnin var í formi fimm spurn­inga um aðkomu Ill­uga að við­skiptum Orku Energy og fjár­hags­lega hags­muni hans af störfum fyrir félag­ið. Þeim var ekki öllum svar­að. Til að mynda fékkst ekki svar við því hvað Ill­ugi hefði fengið greitt fyrir ráð­gjafa­störf fyrir Orku Energy.

Meira úr sama flokkiInnlent
None