Aðildarríki Evrópusambandsins eru sammála um að deila alls 160 þúsund flóttamönnum á milli sín en útfærsla um hvernig best sé að standa að þessu liggur ekki fyrir. Eitt blasir við að mati Tomas de Maziere, innanríkisráðherra Þýskalands; þetta er alls ekki nóg.
Ólög Nordal, innanríkisráðherra, er á fundinum sem fulltrúi íslenskra stjórnvalda, að sögn DR, danska ríkisútvarpsins, þá sagði Tomas á blaðamannafundi, að miklu meiria þyrfti að gera en nú væri búið að ná samkomulagi um. „Þetta er alls ekki nóg,“ sagði hann, samkvæmt umfjöllun DR, en Tomas hafi lýst yfir vonbrigðum sínum með fundinn þar sem ESB löndin vilja ekki styðja tillögu um að skipta flóttafólkinu á milli sín með kvótum, líkt og framkvæmdastjórn ESB hefur gert tillögu um.
Næsti fundur ráðherra Evrópulanda, þar sem málefni flóttamanna verður til umræðu, verður 8. október og eru vonir bundar við að þá náist víðtækt samkomulag um hvernig lönd álfunnar skuli ná saman um flóttamannakvóta og neyðaraðstoð við þann gríðarlega fjölda fólk sem leitar til Evrópu, einkum frá stríðshrjáðum svæðum Sýrlands, Íraks og Afganistan.