Innviðaráðuneyti ósammála Persónuvernd um nauðsyn uppflettinga í málaskrá

Allir sem vinna á flugverndarsvæði, til að mynda inni á Keflavíkurflugvelli, þurfa sérstaka aðgangsheimild að svæðinu og til að sækja um slíka heimild þarf lögregla að framkvæma bakgrunnsskoðun. Sú bakgrunnsskoðun er full ítarleg að mati Persónuverndar.

Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson í þingsal.
Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson í þingsal.
Auglýsing

Inn­við­a­ráðu­neytið telur ekki þörf á að gera breyt­ingar á ákvæði í lögum um loft­ferðir í sam­ræmi við óskir Per­sónu­vernd­ar. Ákvæðið snýr að heim­ild lög­reglu til þess að fletta upp í mála­skrá ein­stak­linga sem þurfa að sæta bak­grunns­at­hugun áður en þeir geta talist hæfir til að fá heim­ild að hafta­svæði flug­vernd­ar. Í umsögn Per­sónu­verndar við nýttlaga­frum­varp um loft­ferðir segir að vinnsla per­sónu­upp­lýs­inga eigi ekki að vera meiri en nauð­syn­legt þyki og að í mála­skrám lög­reglu séu oft nær­göngular upp­lýs­ingar sem fela oft í sér óstað­festar grun­semd­ir.

Allir þeir sem sækja um aðgangs­heim­ild að hafta­svæði flug­valla þurfa að und­ir­gang­ast bak­grunns­skoð­un. Hafta­svæði flug­verndar nær meðal ann­ars yfir öll brott­far­ar­svæði far­þega á milli vopna­leitar og flug­vél­ar, flug­hlað og flokk­un­ar­svæði. Því þurfa allir sem til dæmis starfa á þessum svæðum á Kefla­vík­ur­flug­velli að sækja um aðgangs­heim­ild og und­ir­gang­ast bak­grunns­skoð­un. Í kjöl­farið þarf umsækj­andi svo að ljúka nám­skeiði um flug­vernd­ar­vit­und.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef ISA­VIA er bak­grunns­skoðun skil­greind sem: „At­hugun á því hver ein­stak­lingur er og upp­lýs­ingum lög­reglu um saka­feril hans, þ.m.t. hvort hann eigi afbrota­feril að baki, sem lið í mati á því hvort óhætt er að heim­ila honum aðgang að hafta­svæði flug­verndar án fylgdar og við­kvæmum trún­að­ar­upp­lýs­ingum um flug­vernd.“

Auglýsing

Í áður­nefndu frum­varpi um loft­ferðir er fjallað um fram­kvæmd athug­unar á bak­grunni í 159. grein. Þar segir að í athugun á bak­grunni felst skoðun lög­reglu á upp­lýs­ingum um ein­stak­ling sem veitt hefur heim­ild til fram­kvæmd­ar­inn­ar. Upp­lýs­inga­öfl­unin feli meðal ann­ars í sér skoðun á skrám lög­reglu, þar með talið mála­skrá, saka­skrá og skrám dóm­stóla, upp­lýs­inga­kerfi Alþjóða­lög­regl­unnar og ann­arra erlendra yfir­valda og stofn­anna, upp­lýs­inga­kerfum toll­yf­ir­valda og loks upp­lýs­inga­kerfi Þjóð­skrár.

Ósönnuð mál megi finna í mála­skrá

Líkt og áður segir gerir Per­sónu­vernd athuga­semd við það að lög­reglu sé heim­ilt að fletta upp í mála­skrá við fram­kvæmd bak­grunns­skoð­un­ar. „Hvað varðar hina almennu bak­grunns­at­hugun í þágu flug­verndar er til þess að líta að í reglu­gerð (ESB) 2015/1998, með síð­ari breyt­ing­um, er ein­ungis vísað til saka­skrár­upp­lýs­inga (e. Crim­inal recor­d), sbr. b-lið greinar 11.1.3 og b-lið greinar 11.1.4 í við­auka við reglu­gerð­ina,“ segir í umsögn Per­sónu­vernd­ar.

Því sé gengið lengra í frum­varp­inu en efni reglu­gerð­ar­innar gefur til­efni til hvað varðar skoðun í mála­skrá lög­reglu. „Þá er til þess að líta að sumt af því sem skráð er í mála­skrá, þ.e. í málum sem ekki hefur lokið með sekt­ar­gerð eða dómi, verður að telj­ast ósann­að,“ segir enn fremur í umsögn­inni.

Per­sónu­vernd telur að á því þurfi að vera mjög rík þörf ef nýta á upp­lýs­ingar úr mála­skrá lög­reglu í þágu ann­ars en lög­gæslu og rann­sóknar saka­mála, „en ljóst er að slíkar upp­lýs­ingar geta verið mjög nær­göngular og fela oft í sér óstað­festar grun­semd­ir. Verði á annað borð litið svo á að hér sé slík þörf fyrir hendi telur Per­sónu­vernd þörf á að afmarkað verði með skýrum hætti í laga­texta hvers konar upp­lýs­inga afla megi úr mála­skrá lög­reglu.“ Að öðrum kosti telji Per­sónu­vernd að fella ætti til­vísun til mála­skrár lög­reglu brott úr frum­varp­inu.

Í nið­ur­lagi umsagn­ar­innar ítrekar stofn­unin að við alla vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga þurfi að hafa hlið­sjón af meg­in­reglum laga sem lúta að því að þær per­sónu­upp­lýs­ingar sem unnið er með hverju sinni séu nægi­leg­ar, við­eig­andi og ekki umfram það sem nauð­syn­legt er miðað við til­gang vinnsl­unn­ar.

Ákvæðið óbreytt frá núgild­andi lögum

Í minn­is­blaði inn­við­a­ráðu­neyt­is­ins segir að það telji ekki þörf á að gera breyt­ingar á ákvæð­inu. Fyrir því séu nokkrar skýr­ing­ar. Í fyrsta lagi bendir ráðu­neytið á að ákvæðið sem um ræðir sé nú þegar í núgild­andi lögum um loft­ferð­ir. Þegar núgild­andi frum­varp var afgreitt bár­ust sam­bæri­legar athuga­semdir frá Per­sónu­vernd.

„Í umsögn Per­sónu­verndar þá, líkt og nú, sagði að „heim­ild til nýt­ingar upp­lýs­inga ætti að fara eftir því hvort hún sé í raun nauð­syn­leg í þágu lög­mæts og mál­efna­legs til­gangs“ og bent á að „mat lög­reglu eitt og sér ætti því ekki að geta rennt stoðum undir lög­mæti nýt­ing­ar­inn­ar“,“ segir í minn­is­blaði inn­við­a­ráðu­neyt­is­ins.

Færð eru frek­ari rök fyrir því hvers vegna þessi heim­ild ætti að vera í lögum um loft­ferðir í minn­is­blað­inu. Þar segir að reglur um bak­grunns­at­hug­anir séu settar í því skyni að koma í veg fyrir að ein­stak­lingar með vafa­saman bak­grunn kom­ist inn á svæði sem eru háð aðgangs­tak­mörk­unum af örygg­is­á­stæð­um. Enn fremur til að tak­marka ógn af hryðju­verkum og öðrum ólög­mætum aðgerðum á borð við smygl á vopn­um, fíkni­efnum og sprengi­efnum milli landa. „Sjón­ar­mið um öryggi, líf og heilsu lands­manna vega þungt og má telja í því ljósi að almanna­hags­munir krefj­ist þess að þeir ein­stak­lingar sem fái aðgang að hafta­svæðum gang­ist undir ítar­lega bak­grunns­at­hug­un.“

„Rétt er að benda á að saka­vott­orð eru alltaf skoðuð áður en mála­skráin er skoð­uð,“ segir í minn­is­blað­inu en það er nokkuð óljóst hvaða þýð­ingu það hef­ur, enda segir strax í kjöl­far­ið: „Reynslan hefur því miður sýnt að saka­vott­orð, þó þau nái tíu ár aftur í tím­ann, gefa oft ekki rétta mynd af við­kom­andi og duga skammt til að meta hvort ein­stak­lingur er hæfur til að fá jákvæða umsögn. Til­gangur ákvæð­is­ins er fyrst og fremst að bak­grunns­at­hugun sé full­nægj­andi og trú­verð­ug.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent