Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní

Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Í heilbrigðisráðuneytinu eru tilbúin drög að athugasemdum við viljayfirlýsingu um að Ísland kaupi rússneska bóluefnið Spútnik V sem dugi fyrir meðferð á 100 þúsund einstaklingum. 

Samkvæmt drögunum yrðu kaupin háð því að seljandi bóluefnisins geti afhent að minnsta kosti 75 þúsund skammta í síðasta lagi 2. júní 2021. Þá yrði kaupin háð því að gefið hafið verið út markaðsleyfi fyrir Spútnik V í Evrópu í síðasta lagi þann 2. júní. 

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans um málið, en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Í svarinu er vakin athygli á því að undirritun viljayfirlýsingu feli ekki í sér að Ísland skuldbindi sig til að ganga til samninga um kaup á Spútnik V.

Ráðuneytið segir að það hafi, ásamt fulltrúa utanríkisráðuneytisins, fundað með fulltrúum Gamaleya National Research Center for Epidemiology and Microbiology í Rússlandi, upphaflegum framleiðanda og þróunaraðila Spútnik V bóluefnisins þar sem rædd voru kaup á bóluefninu. „Í framhaldi sendi Russian Direct Investment Fund (RDIF) sem fjármagnar stærri framleiðslu bóluefnisins ásamt því að sjá um skráningu, lyfjagát og markaðssetningu lyfsins, ráðuneytinu viljayfirlýsingu um að hefja samningaviðræður um kaup á bóluefninu. Þar kemur fram að Íslandi standi til boða að kaupa skammta fyrir 200 þúsund einstaklinga.“

Auglýsing
Í kjölfarið hafi verið unnin drög að athugasemdum við viljayfirlýsinguna, sem greint er frá hér að ofan og fela meðal annars í sér að magnið sem Ísland myndi kaupa myndi helmingast.

Ef að minnsta kosti 75.000 skammtar af bóluefni Spútnik kæmu til landsins í seinasta lagi 2. júní væri það líklegt til þess að hafa töluverð áhrif á framgang bólusetninga hér á landi, enda er það nægilegt magn bóluefnis til þess að fullbólusetja 37.500 manns.

Samkvæmt staðfestum áætlunum um afhendingu bóluefna út júnímánuð er í dag búist við um og yfir 20 þúsund skömmtum af bóluefnum í hverri viku til landsins út júnímánuð. Langflestir þessara skammta koma frá Pfizer, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent