Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní

Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Í heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu eru til­búin drög að athuga­semdum við vilja­yf­ir­lýs­ingu um að Ísland kaupi rúss­neska bólu­efnið Spútnik V sem dugi fyrir með­ferð á 100 þús­und ein­stak­ling­um. 

Sam­kvæmt drög­unum yrðu kaupin háð því að selj­andi bólu­efn­is­ins geti afhent að minnsta kosti 75 þús­und skammta í síð­asta lagi 2. júní 2021. Þá yrði kaupin háð því að gefið hafið verið út mark­aðs­leyfi fyrir Spútnik V í Evr­ópu í síð­asta lagi þann 2. jún­í. 

Þetta kemur fram í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið, en Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra kynnti málið á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un. Í svar­inu er vakin athygli á því að und­ir­ritun vilja­yf­ir­lýs­ingu feli ekki í sér að Ísland skuld­bindi sig til að ganga til samn­inga um kaup á Spútnik V.

Ráðu­neytið segir að það hafi, ásamt full­trúa utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, fundað með full­trúum Gam­aleya National Res­e­arch Center for Epidem­i­ology and Microbiology í Rúss­landi, upp­haf­legum fram­leið­anda og þró­un­ar­að­ila Spútnik V bólu­efn­is­ins þar sem rædd voru kaup á bólu­efn­inu. „Í fram­haldi sendi Russian Direct Invest­ment Fund (RDIF) sem fjár­magnar stærri fram­leiðslu bólu­efn­is­ins ásamt því að sjá um skrán­ingu, lyfja­gát og mark­aðs­setn­ingu lyfs­ins, ráðu­neyt­inu vilja­yf­ir­lýs­ingu um að hefja samn­inga­við­ræður um kaup á bólu­efn­inu. Þar kemur fram að Íslandi standi til boða að kaupa skammta fyrir 200 þús­und ein­stak­linga.“

Auglýsing
Í kjöl­farið hafi verið unnin drög að athuga­semdum við vilja­yf­ir­lýs­ing­una, sem greint er frá hér að ofan og fela meðal ann­ars í sér að magnið sem Ísland myndi kaupa myndi helm­ing­ast.

Ef að minnsta kosti 75.000 skammtar af bólu­efni Spútnik kæmu til lands­ins í sein­asta lagi 2. júní væri það lík­legt til þess að hafa tölu­verð áhrif á fram­gang bólu­setn­inga hér á landi, enda er það nægi­legt magn bólu­efnis til þess að full­bólu­setja 37.500 manns.

Sam­kvæmt stað­festum áætl­unum um afhend­ingu bólu­efna út júní­mánuð er í dag búist við um og yfir 20 þús­und skömmtum af bólu­efnum í hverri viku til lands­ins út júní­mán­uð. Lang­flestir þess­ara skammta koma frá Pfiz­er, eins og sjá má á mynd­inni hér að neð­an.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent