Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní

Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Í heilbrigðisráðuneytinu eru tilbúin drög að athugasemdum við viljayfirlýsingu um að Ísland kaupi rússneska bóluefnið Spútnik V sem dugi fyrir meðferð á 100 þúsund einstaklingum. 

Samkvæmt drögunum yrðu kaupin háð því að seljandi bóluefnisins geti afhent að minnsta kosti 75 þúsund skammta í síðasta lagi 2. júní 2021. Þá yrði kaupin háð því að gefið hafið verið út markaðsleyfi fyrir Spútnik V í Evrópu í síðasta lagi þann 2. júní. 

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans um málið, en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Í svarinu er vakin athygli á því að undirritun viljayfirlýsingu feli ekki í sér að Ísland skuldbindi sig til að ganga til samninga um kaup á Spútnik V.

Ráðuneytið segir að það hafi, ásamt fulltrúa utanríkisráðuneytisins, fundað með fulltrúum Gamaleya National Research Center for Epidemiology and Microbiology í Rússlandi, upphaflegum framleiðanda og þróunaraðila Spútnik V bóluefnisins þar sem rædd voru kaup á bóluefninu. „Í framhaldi sendi Russian Direct Investment Fund (RDIF) sem fjármagnar stærri framleiðslu bóluefnisins ásamt því að sjá um skráningu, lyfjagát og markaðssetningu lyfsins, ráðuneytinu viljayfirlýsingu um að hefja samningaviðræður um kaup á bóluefninu. Þar kemur fram að Íslandi standi til boða að kaupa skammta fyrir 200 þúsund einstaklinga.“

Auglýsing
Í kjölfarið hafi verið unnin drög að athugasemdum við viljayfirlýsinguna, sem greint er frá hér að ofan og fela meðal annars í sér að magnið sem Ísland myndi kaupa myndi helmingast.

Ef að minnsta kosti 75.000 skammtar af bóluefni Spútnik kæmu til landsins í seinasta lagi 2. júní væri það líklegt til þess að hafa töluverð áhrif á framgang bólusetninga hér á landi, enda er það nægilegt magn bóluefnis til þess að fullbólusetja 37.500 manns.

Samkvæmt staðfestum áætlunum um afhendingu bóluefna út júnímánuð er í dag búist við um og yfir 20 þúsund skömmtum af bóluefnum í hverri viku til landsins út júnímánuð. Langflestir þessara skammta koma frá Pfizer, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent