Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða upp á sérstakt aukalán fyrir þá sem eru að kaupa fasteign í fyrsta skipti. Hámarksfjárhæð lánsins er 1,5 milljón króna en þó er hámarksveðhlutfallið 90 prósent af kaupverði. Er þetta gert til þess að mæta mikilli eftirspurn frá fólki sem hefur greiðslugetu til þess að greiða af láni, en á ekki fyrir útborgun miðað við hefðbundið 80 prósent hámarks bankans. Hámarkslánstími á þessu láni er 10 ár. Skilyrði að fólk sem með séreignalífeyrissparnað og lántökugjöld verða lækkuð um helming fram að áramótum.
Stór hópur fólks sem er að reyna að koma þaki yfir höfuðið er í þessari stöðu og er markmið Íslandsbanka að ná til þessa fólks, að skilyrðum uppfylltum. Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, segir að með þessum nýju lánamöguleikum sé verið koma til móts við stjórnvöld þegar kemur að því að styðja við ungt fólk sem vill kaupa sína fyrstu íbúð.
„Með því að bjóða upp á þennan kost erum við að koma til móts við stóran hóp ungs fólks sem hefur hingað til ekki getað keypt sér íbúð. Í mörgum tilvikum er greiðslugetan góð en vantað getur upp á útborgunina. Með aðgerðum ríkisins sem að bjóða fólki að nýta séreignasparnað til útborgunar í íbúðarkaupum og þessu láni hafa verið tekin skref í þá átt að auðvelda ungu fólki að eignast sína fyrstu íbúð,“ sagði Una.
Þetta er stutt umfjöllun um þetta efni. Heildarumfjöllunina má lesa í Kjarnanum.