Íslendingar elska H&M og Apple - 22 prósent fatainnkaupa í H&M

HM.jpg
Auglýsing

Alls versl­uðu rúm­lega 57% not­enda Meniga í Frí­höfn­inni á síð­asta ári. Að með­al­tali vörðu þeir tæpum 40.000 krónum í Frí­höfn­inni á árinu 2013. Það kemur ekki á óvart að hæsti tekju­hóp­ur­inn versl­aði bæði oftar og fyrir hærri upp­hæðir en sá tekju­lægsti, en tekju­hæsti hóp­ur­inn versl­aði að með­al­tali 4,8 sinnum í Frí­höfn­inni en sá tekju­lægsti 1,4 sinnum að með­al­tali. Árið 2013 varði tekju­hæsti hóp­ur­inn að með­al­tali rúm­lega 57.000 krónur í Frí­höfn­inni í sam­an­burði við tæpar 25.000 krónur hjá þeim tekju­lægsta.Mikil fata­kaup erlendisÞá er einnig áhuga­vert að skoða hrifn­ingu land­ans á verslun í H&M. Tæp 37% not­enda Meniga versl­aði í H&M. Þó versla tekju­hærri hópar mun oftar en þeir tekju­lægri. Þannig versl­uðu 26% tekju­lægsta hóps­ins í H&M í sam­an­burði við 47% þeirra tekju­hæstu. Lít­ill sem eng­inn munur var á með­al­upp­hæð sem keypt var fyrir í hvert sinn eftir tekju­hóp­um, en hún var rúmar 15.000 krón­ur. Sama má segja um heild­ar­upp­hæð sem þeir vörðu í H&M á árinu 2013, en hún nam að með­al­tali 32.000 krón­um.

H&M er langstærsta fata­versl­unin á íslandiSé hlut­deild í fata­verslun Men­inga not­enda skoðuð sést þeir verja 22% fata­versl­unar sinnar í versl­unum H&M, en sú inn­lend verslun sem kemur næst er með 9% hlut­deild. Aðrar versl­anir eru með 5% hlut­deild eða minna.  H&M er því langstærsta fata­verslun á Íslandi sem er einkar áhuga­verð stað­reynd þar sem H&M starf­rækir enga verslun á Íslandi.

Eplin í inn­kaupa­körfu land­ansÁrið 2013 versl­uðu 3,7% Meniga­not­enda í versl­unum Apple erlend­is. Ein­ungis tæp­lega 2% tekju­lægsta hóps­ins versl­aði við Apple í útlöndum í sam­an­burði við rúm­lega 7% þess tekju­hæsta.

Að með­al­tali keyptu þeir vörur þar fyrir rúmar 77.000 krón­um; tekju­lægsti hóp­ur­inn varði rúmum 58.000 en sá tekju­hæsti tæpum 90.000. Þess utan vörðu 16% Meniga­not­enda að með­al­tali tæpum 9.000 krónum í iTu­nes.

Það er ljóst að stór hluti Meniga­not­enda verslar í H&M en ver hæstu upp­hæð­unum í versl­unum Apple. Þá er áhuga­vert að velta fyrir sér ástæðum þess að fólk kýs að versla föt og raf­tæki erlend­is. Nær­tæk­ast er að ætla að Meniga­not­endur beini verslun sinni þangað sem hún er hag­stæð­ust. Sé það rétt, er áhuga­vert að draga fram hvernig tekju­hóp­arnir hafa ólík tæki­færi að nýta sér þau lægri verð sem bjóð­ast í versl­unum erlend­is. Þá er einnig ljóst að íslenska ríkið verður af tekjum vegna versl­unar Meniga­not­enda erlend­is.

Auglýsing

 

 

Ofan­greindar upp­lýs­ingar eru fengnar úr Meniga­hag­kerf­inu og unnar í sam­starfi Stofn­unar um fjár­mála­læsi og Meniga. Meniga hjálpar fólki að halda utan um fjár­mál heim­il­is­ins og er heild­ar­fjöldi not­enda um 40.000. Aldrei er unnið með per­sónu­grein­an­leg gögn í Meniga hag­kerf­inu. Nán­ari upp­lýs­ingar má finna á www.­meniga.is og www.­fe.is. Höf­undur grein­ar­innar er for­stöðu­maður Stofn­unar um fjár­mála­læsi.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None