Íslendingar elska H&M og Apple - 22 prósent fatainnkaupa í H&M

HM.jpg
Auglýsing

Alls versl­uðu rúm­lega 57% not­enda Meniga í Frí­höfn­inni á síð­asta ári. Að með­al­tali vörðu þeir tæpum 40.000 krónum í Frí­höfn­inni á árinu 2013. Það kemur ekki á óvart að hæsti tekju­hóp­ur­inn versl­aði bæði oftar og fyrir hærri upp­hæðir en sá tekju­lægsti, en tekju­hæsti hóp­ur­inn versl­aði að með­al­tali 4,8 sinnum í Frí­höfn­inni en sá tekju­lægsti 1,4 sinnum að með­al­tali. Árið 2013 varði tekju­hæsti hóp­ur­inn að með­al­tali rúm­lega 57.000 krónur í Frí­höfn­inni í sam­an­burði við tæpar 25.000 krónur hjá þeim tekju­lægsta.Mikil fata­kaup erlendisÞá er einnig áhuga­vert að skoða hrifn­ingu land­ans á verslun í H&M. Tæp 37% not­enda Meniga versl­aði í H&M. Þó versla tekju­hærri hópar mun oftar en þeir tekju­lægri. Þannig versl­uðu 26% tekju­lægsta hóps­ins í H&M í sam­an­burði við 47% þeirra tekju­hæstu. Lít­ill sem eng­inn munur var á með­al­upp­hæð sem keypt var fyrir í hvert sinn eftir tekju­hóp­um, en hún var rúmar 15.000 krón­ur. Sama má segja um heild­ar­upp­hæð sem þeir vörðu í H&M á árinu 2013, en hún nam að með­al­tali 32.000 krón­um.

H&M er langstærsta fata­versl­unin á íslandiSé hlut­deild í fata­verslun Men­inga not­enda skoðuð sést þeir verja 22% fata­versl­unar sinnar í versl­unum H&M, en sú inn­lend verslun sem kemur næst er með 9% hlut­deild. Aðrar versl­anir eru með 5% hlut­deild eða minna.  H&M er því langstærsta fata­verslun á Íslandi sem er einkar áhuga­verð stað­reynd þar sem H&M starf­rækir enga verslun á Íslandi.

Eplin í inn­kaupa­körfu land­ansÁrið 2013 versl­uðu 3,7% Meniga­not­enda í versl­unum Apple erlend­is. Ein­ungis tæp­lega 2% tekju­lægsta hóps­ins versl­aði við Apple í útlöndum í sam­an­burði við rúm­lega 7% þess tekju­hæsta.

Að með­al­tali keyptu þeir vörur þar fyrir rúmar 77.000 krón­um; tekju­lægsti hóp­ur­inn varði rúmum 58.000 en sá tekju­hæsti tæpum 90.000. Þess utan vörðu 16% Meniga­not­enda að með­al­tali tæpum 9.000 krónum í iTu­nes.

Það er ljóst að stór hluti Meniga­not­enda verslar í H&M en ver hæstu upp­hæð­unum í versl­unum Apple. Þá er áhuga­vert að velta fyrir sér ástæðum þess að fólk kýs að versla föt og raf­tæki erlend­is. Nær­tæk­ast er að ætla að Meniga­not­endur beini verslun sinni þangað sem hún er hag­stæð­ust. Sé það rétt, er áhuga­vert að draga fram hvernig tekju­hóp­arnir hafa ólík tæki­færi að nýta sér þau lægri verð sem bjóð­ast í versl­unum erlend­is. Þá er einnig ljóst að íslenska ríkið verður af tekjum vegna versl­unar Meniga­not­enda erlend­is.

Auglýsing

 

 

Ofan­greindar upp­lýs­ingar eru fengnar úr Meniga­hag­kerf­inu og unnar í sam­starfi Stofn­unar um fjár­mála­læsi og Meniga. Meniga hjálpar fólki að halda utan um fjár­mál heim­il­is­ins og er heild­ar­fjöldi not­enda um 40.000. Aldrei er unnið með per­sónu­grein­an­leg gögn í Meniga hag­kerf­inu. Nán­ari upp­lýs­ingar má finna á www.­meniga.is og www.­fe.is. Höf­undur grein­ar­innar er for­stöðu­maður Stofn­unar um fjár­mála­læsi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttir
None