Íslendingar elska H&M og Apple - 22 prósent fatainnkaupa í H&M

HM.jpg
Auglýsing

Alls versl­uðu rúm­lega 57% not­enda Meniga í Frí­höfn­inni á síð­asta ári. Að með­al­tali vörðu þeir tæpum 40.000 krónum í Frí­höfn­inni á árinu 2013. Það kemur ekki á óvart að hæsti tekju­hóp­ur­inn versl­aði bæði oftar og fyrir hærri upp­hæðir en sá tekju­lægsti, en tekju­hæsti hóp­ur­inn versl­aði að með­al­tali 4,8 sinnum í Frí­höfn­inni en sá tekju­lægsti 1,4 sinnum að með­al­tali. Árið 2013 varði tekju­hæsti hóp­ur­inn að með­al­tali rúm­lega 57.000 krónur í Frí­höfn­inni í sam­an­burði við tæpar 25.000 krónur hjá þeim tekju­lægsta.Mikil fata­kaup erlendisÞá er einnig áhuga­vert að skoða hrifn­ingu land­ans á verslun í H&M. Tæp 37% not­enda Meniga versl­aði í H&M. Þó versla tekju­hærri hópar mun oftar en þeir tekju­lægri. Þannig versl­uðu 26% tekju­lægsta hóps­ins í H&M í sam­an­burði við 47% þeirra tekju­hæstu. Lít­ill sem eng­inn munur var á með­al­upp­hæð sem keypt var fyrir í hvert sinn eftir tekju­hóp­um, en hún var rúmar 15.000 krón­ur. Sama má segja um heild­ar­upp­hæð sem þeir vörðu í H&M á árinu 2013, en hún nam að með­al­tali 32.000 krón­um.

H&M er langstærsta fata­versl­unin á íslandiSé hlut­deild í fata­verslun Men­inga not­enda skoðuð sést þeir verja 22% fata­versl­unar sinnar í versl­unum H&M, en sú inn­lend verslun sem kemur næst er með 9% hlut­deild. Aðrar versl­anir eru með 5% hlut­deild eða minna.  H&M er því langstærsta fata­verslun á Íslandi sem er einkar áhuga­verð stað­reynd þar sem H&M starf­rækir enga verslun á Íslandi.

Eplin í inn­kaupa­körfu land­ansÁrið 2013 versl­uðu 3,7% Meniga­not­enda í versl­unum Apple erlend­is. Ein­ungis tæp­lega 2% tekju­lægsta hóps­ins versl­aði við Apple í útlöndum í sam­an­burði við rúm­lega 7% þess tekju­hæsta.

Að með­al­tali keyptu þeir vörur þar fyrir rúmar 77.000 krón­um; tekju­lægsti hóp­ur­inn varði rúmum 58.000 en sá tekju­hæsti tæpum 90.000. Þess utan vörðu 16% Meniga­not­enda að með­al­tali tæpum 9.000 krónum í iTu­nes.

Það er ljóst að stór hluti Meniga­not­enda verslar í H&M en ver hæstu upp­hæð­unum í versl­unum Apple. Þá er áhuga­vert að velta fyrir sér ástæðum þess að fólk kýs að versla föt og raf­tæki erlend­is. Nær­tæk­ast er að ætla að Meniga­not­endur beini verslun sinni þangað sem hún er hag­stæð­ust. Sé það rétt, er áhuga­vert að draga fram hvernig tekju­hóp­arnir hafa ólík tæki­færi að nýta sér þau lægri verð sem bjóð­ast í versl­unum erlend­is. Þá er einnig ljóst að íslenska ríkið verður af tekjum vegna versl­unar Meniga­not­enda erlend­is.

Auglýsing

 

 

Ofan­greindar upp­lýs­ingar eru fengnar úr Meniga­hag­kerf­inu og unnar í sam­starfi Stofn­unar um fjár­mála­læsi og Meniga. Meniga hjálpar fólki að halda utan um fjár­mál heim­il­is­ins og er heild­ar­fjöldi not­enda um 40.000. Aldrei er unnið með per­sónu­grein­an­leg gögn í Meniga hag­kerf­inu. Nán­ari upp­lýs­ingar má finna á www.­meniga.is og www.­fe.is. Höf­undur grein­ar­innar er for­stöðu­maður Stofn­unar um fjár­mála­læsi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None