Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ætlar að hefja lögmannsstörf á ný þann 1. mars næstkomandi. Hann staðfesti þetta í samtali við Kjarnann.
Jón Steinar og sonur hans, Konráð Jónsson, ætla þá að hefja störf hjá Veritas lögmönnum í Borgartúni. Jón Steinar segir þeir muni starfa sjálfstætt undir merkjum Veritas og svo komi í ljós hvort einhver vilji ráða þá í vinnu. Hann hafi lengst af á sínum starfsferli starfað við lögmennsku. „Ég á líka tvö yngri börn en Konráð sem eru lögfræðingar og það er aldrei að vita nema þau, annað hvort eða bæði, komi að þessu síðar meir. En við erum tveir til að byrja með.“
Þá segir Jón Steinar að tíminn muni leiða í ljós hvort hann muni koma til með að flytja mörg mál fyrir fyrrverandi samstarfsfélögum sínum í Hæstarétti.