Reykjavíkurmaraþonið fór fram í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Maraþonið var stofnað árið 1984, en frá árinu 2003 hefur það verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík.
Fyrstur Íslendinga yfir endalínuna í karlaflokki þetta árið var Arnar Pétursson, og var hann krýndur Íslandsmeistari í maraþoni við komuna í endamarkið. Hlauparinn Pétur Sturla Bjarnason, sem sigraði maraþonið í fyrra, kom í mark á eftir sigurvegaranum, en hann sakar Arnar um að hafa brotið skráðar reglur hlaupsins og kærði því úrslit þess í karlaflokki til yfirdómnefndar Reykjavíkurmaraþonsins. Kærunni fylgdu ljósmyndir og myndband af meintum brotum sigurvegarans, sem Kjarninn hefur undir höndum.
Lestu allt um málið og niðurstöðu yfirdómnefndar Reykjavíkurmaraþonsins í nýjustu útgáfu Kjarnans.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_09_11/9[/embed]