Tveir fyrrum starfsmenn DV ráðnir til 365 miðla

15186862771-67fc1a54d7-z.jpg
Auglýsing

Tveir starfs­menn DV, sem sögðu upp störfum hjá miðl­inum fyrir helgi, hafa ráðið sig til 365 miðla, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Um er að ræða Vikt­oríu Her­manns­dótt­ur, sem mun starfa á inn­blaði Frétta­blaðs­ins, og Aðal­stein Kjart­ans­son, sem mun starfa á vefnum Vísi.­is. Heim­ildir Kjarn­ans herma að mögu­lega séu fleiri starfs­menn DV á leið­inni yfir til 365 miðla.

Miklar hrær­ingar hafa verið innan DV und­an­farnar vikur vegna átaka í eig­enda­hópi útgáfu­fé­lags DV. Síð­ast­lið­inn föstu­dag náði hópur undir for­ystu Þor­steins Guðna­sonar meiri­hluta í félag­inu og ný stjórn skipuð í kjöl­far­ið. Þau Vikt­oría og Aðal­steinn sögðu í kjöl­farið upp störfum sínum á DV. Upp­sagn­ar­bréfið skrif­uðu þau á serví­ettur og afhentu Jóni Trausta Reyn­is­syni, fram­kvæmda­stjóra DV.

Sú stjórn fund­aði um helg­ina og ákvað að setja Reyni Trausta­son, rit­stjóra og einn aðal­eig­anda DV, í tíma­bundið leyfi. Hann má ekki hafa afskipti af fréttum né mæta á starfs­stöð á meðan að leyfið stendur yfir. Fast­lega er búist við því að Reynir verði rek­inn á næst­unni. Hall­grímur Thor­steins­son var ráð­inn rit­stjóri DV í stað Reyn­is.

Auglýsing

Hall­grímur og Þor­steinn fund­uðu með starfs­fólki DV í morg­un. Mik­ill hiti var í starfs­mönnum DV á fund­inum og þeir ósáttir með brott­rekstur Reyn­is. Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, aðstoð­ar­rit­stjóri DV, sagði í sam­tali við RÚV að DV myndi að öllum lík­indum ekki koma út á morg­un. Eng­inn blaða­maður myndi hefja störf fyrr en hann hefði fengið svör við ýmsum ósvöruðum spurn­ingum rit­stjórn­ar­inn­ar. 

Mikil upp­stokkun hefur átt sér stað innan 365 miðla að und­an­förnu. Mik­ael Torfa­son aðal­rit­stjóri hefur verið rek­inn og Ólafur Steph­en­sen rit­stjóri ­sagt upp störf­um. Kristín Þor­steins­dótt­ir, útgef­andi 365 miðla, tók í kjöl­farið að sér­ ­starf aðal­rit­stjóra og Sig­ur­jón M. Egils­son, útvarps­maður og rit­stjóri www.midjan.is, var ráð­inn sem frétta­rit­stjóri. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None