Karolina Fund: Ellismellir skella í sumarsmelli

8ed6ce71dcae08cb5ee75859b4c15bd5-1.jpg
Auglýsing

Tónar og Trix er hópur eldri borg­ara í Þor­láks­höfn sem hitt­ist viku­lega yfir vetr­ar­tím­ann til þess að syngja saman og stundum spila á hljóð­færi, semja eða vinna með tón­list á annan skap­andi hátt. Þátt­tak­endur í þessum hóp eru 20 og hafa mjög mis­jafnan bak­grunn í tón­list, sumir hafa sungið eða spilað á hljóð­færi áður á meðan aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í tón­list. Við sett­umst niður með Ásu Berg­lindi Hjálm­ars­dóttur og spurðum hana út í starf­ið.

d2d3542d93683c642423d0bed5fb71ea

Eldri borg­arar í Ölf­usi



Hvað eru þið búin að vinna lengi saman í tón­list sem hópur og hvaðan kom hug­myndin að þessu verk­efni?

"Tónar og Trix hófu göngu sína vorið 2007 á nám­skeiði sem bar yfir­skrift­ina: „Skap­andi tón­list­ar­nám­skeið fyrir eldri borg­ara í Ölf­usi“, en það var hluti af loka­verk­efni mínu frá Lista­há­skóla Íslands og átti að standa yfir í tvær vik­ur. Þessar tvær vikur voru alveg stór­skemmti­legar og gef­andi bæði fyrir mig og þau svo ákveðið var að halda þessu starfi áfram. Ástæðan fyrir því að ég valdi Þor­láks­höfn var af því að ég er upp­alin þar og það er svo gott að geta gefið til baka í sam­fé­lag sem gaf manni svo mikið á upp­vaxt­ar­ár­un­um.

Auglýsing

Á þessum átta árum sem nú eru liðin hafa Tónar og Trix gert ótrú­lega hluti saman og verið í mús­síkal­skri ævin­týra­för þar sem þau hafa feng­ist við ýmis­legt sem þau töldu sig ef til vill fæst eiga eftir að gera nú á sínum efri árum."

e792350608a86946b3075b81ba5de91e (1)

Syngja lög úr öllum áttum



Hvernig tón­list eru þið að ein­beita ykkur mest að?

"Það skemmti­lega er að við erum ekki að ein­beita okkur að neinni sér­stakri teg­und af tón­list, heldur höfum við sungið lög úr öllum átt­um. Bæði þessi gömlu góðu sem allir þekkja og svo líka ný lög sem hafa verið að koma út með hinum ýmsu lista­mönnum síð­ustu árin. Vorið 2014 héldu Tónar og Trix til dæmis sam­stöðu- og bar­áttu­tón­leika til þess að vekja athugli á skorti á hjúkr­un­ar­rýmum í Þor­láks­höfn. Þar var þemað ný íslensk dæg­ur­lög og höfðum við popp­hljóm­sveit með okk­ur. Þá fluttum við meðal ann­ars lög eftir hljóm­sveit­ina Valdi­mar, Of Mon­sters and Men og Ásgeir Trausta. Þeim finnst flestum alveg jafn skemmti­legt að syngja þau lög eins og þessi gömlu þrátt fyrir að þau séu mögu­lega erf­ið­ari til að byrja með, en þá er svo gaman að takast á við þau og læra eitt­hvað nýtt."

Þið eruð búin að vinna með tón­list­ar­mönnum úr ýmsum átt­um, segðu mér aðeins frá því?

"Núna síð­ustu mán­uði höfum við aldeilis staðið í stór­ræðum því Tónar og Trix eru búin að taka upp plötu sem fyr­ir­hugað er að komi út nú í lok maí. Í þessu verk­efni eru Tónar og Trix umvafin ótrú­lega flottu og hæfi­leik­a­ríku tón­list­ar­fólki en þau eru með frá­bæra hljóm­sveit sem spilar með og einnig gesta­söngv­ara og hljóð­færa­leik­ara sem öll eru lands­mönnum kunn. Þar má nefna Krist­jönu Stef­áns­dótt­ur, Sölku Sól, Unn­stein Man­ú­el, Sig­trygg Bald­urs­son og Jónas Sig. Til gam­ans má geta að móðir Jónasar er í Tónum og Trix og þau eiga lag saman mæðginin sem hóp­ur­inn söng inn á síð­ustu plötu hans og kemur nú út í nýrri útsetn­ingu á þess­ari plötu. Flest lög á plöt­unni eru þekkt dæg­ur­lög á íslensku frá mis­mun­andi tímum og í latin stíl en þar er líka að finna lag og texta sem Tónar og Trix bjuggu til í sam­ein­ingu og lag eftir Erlu Mark­ús­dóttur sem er „Trix­ari“, en þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir þessa hæfi­leika sína opin­ber­lega."

Á meðal þeirra sem hópurinn hefur unnið með eru Salka Sól og Unnstein Manúel. Á meðal þeirra sem hóp­ur­inn hefur unnið með eru Salka Sól og Unn­stein Man­ú­el.

Tónar og Trix eru með síðu á karolina­fund.com  þar sem hægt er að hálpa þeim að gefa út plöt­una og fá í staðin til dæmis ein­tak af plöt­unni eða miða á útgáfu­tón­leik­ana þeirra. En þau munu, ásamt öllum þeim sem koma að plöt­unni, halda tvenna útgáfu­tón­leika, í Þor­láks­kirkju 31. maí og í Gamla bíó 2. júní. Við hvetjum fólk á öllum aldri til þess að koma og eiga með okkur þessa stóru stund þegar við fögnum fyrstu plöt­unni okkar á þessum tón­leik­um.

Face­book síða þeirra er hér.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None