Karolina Fund: Ellismellir skella í sumarsmelli

8ed6ce71dcae08cb5ee75859b4c15bd5-1.jpg
Auglýsing

Tónar og Trix er hópur eldri borg­ara í Þor­láks­höfn sem hitt­ist viku­lega yfir vetr­ar­tím­ann til þess að syngja saman og stundum spila á hljóð­færi, semja eða vinna með tón­list á annan skap­andi hátt. Þátt­tak­endur í þessum hóp eru 20 og hafa mjög mis­jafnan bak­grunn í tón­list, sumir hafa sungið eða spilað á hljóð­færi áður á meðan aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í tón­list. Við sett­umst niður með Ásu Berg­lindi Hjálm­ars­dóttur og spurðum hana út í starf­ið.

d2d3542d93683c642423d0bed5fb71ea

Eldri borg­arar í Ölf­usiHvað eru þið búin að vinna lengi saman í tón­list sem hópur og hvaðan kom hug­myndin að þessu verk­efni?

"Tónar og Trix hófu göngu sína vorið 2007 á nám­skeiði sem bar yfir­skrift­ina: „Skap­andi tón­list­ar­nám­skeið fyrir eldri borg­ara í Ölf­usi“, en það var hluti af loka­verk­efni mínu frá Lista­há­skóla Íslands og átti að standa yfir í tvær vik­ur. Þessar tvær vikur voru alveg stór­skemmti­legar og gef­andi bæði fyrir mig og þau svo ákveðið var að halda þessu starfi áfram. Ástæðan fyrir því að ég valdi Þor­láks­höfn var af því að ég er upp­alin þar og það er svo gott að geta gefið til baka í sam­fé­lag sem gaf manni svo mikið á upp­vaxt­ar­ár­un­um.

Auglýsing

Á þessum átta árum sem nú eru liðin hafa Tónar og Trix gert ótrú­lega hluti saman og verið í mús­síkal­skri ævin­týra­för þar sem þau hafa feng­ist við ýmis­legt sem þau töldu sig ef til vill fæst eiga eftir að gera nú á sínum efri árum."

e792350608a86946b3075b81ba5de91e (1)

Syngja lög úr öllum áttumHvernig tón­list eru þið að ein­beita ykkur mest að?

"Það skemmti­lega er að við erum ekki að ein­beita okkur að neinni sér­stakri teg­und af tón­list, heldur höfum við sungið lög úr öllum átt­um. Bæði þessi gömlu góðu sem allir þekkja og svo líka ný lög sem hafa verið að koma út með hinum ýmsu lista­mönnum síð­ustu árin. Vorið 2014 héldu Tónar og Trix til dæmis sam­stöðu- og bar­áttu­tón­leika til þess að vekja athugli á skorti á hjúkr­un­ar­rýmum í Þor­láks­höfn. Þar var þemað ný íslensk dæg­ur­lög og höfðum við popp­hljóm­sveit með okk­ur. Þá fluttum við meðal ann­ars lög eftir hljóm­sveit­ina Valdi­mar, Of Mon­sters and Men og Ásgeir Trausta. Þeim finnst flestum alveg jafn skemmti­legt að syngja þau lög eins og þessi gömlu þrátt fyrir að þau séu mögu­lega erf­ið­ari til að byrja með, en þá er svo gaman að takast á við þau og læra eitt­hvað nýtt."

Þið eruð búin að vinna með tón­list­ar­mönnum úr ýmsum átt­um, segðu mér aðeins frá því?

"Núna síð­ustu mán­uði höfum við aldeilis staðið í stór­ræðum því Tónar og Trix eru búin að taka upp plötu sem fyr­ir­hugað er að komi út nú í lok maí. Í þessu verk­efni eru Tónar og Trix umvafin ótrú­lega flottu og hæfi­leik­a­ríku tón­list­ar­fólki en þau eru með frá­bæra hljóm­sveit sem spilar með og einnig gesta­söngv­ara og hljóð­færa­leik­ara sem öll eru lands­mönnum kunn. Þar má nefna Krist­jönu Stef­áns­dótt­ur, Sölku Sól, Unn­stein Man­ú­el, Sig­trygg Bald­urs­son og Jónas Sig. Til gam­ans má geta að móðir Jónasar er í Tónum og Trix og þau eiga lag saman mæðginin sem hóp­ur­inn söng inn á síð­ustu plötu hans og kemur nú út í nýrri útsetn­ingu á þess­ari plötu. Flest lög á plöt­unni eru þekkt dæg­ur­lög á íslensku frá mis­mun­andi tímum og í latin stíl en þar er líka að finna lag og texta sem Tónar og Trix bjuggu til í sam­ein­ingu og lag eftir Erlu Mark­ús­dóttur sem er „Trix­ari“, en þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir þessa hæfi­leika sína opin­ber­lega."

Á meðal þeirra sem hópurinn hefur unnið með eru Salka Sól og Unnstein Manúel. Á meðal þeirra sem hóp­ur­inn hefur unnið með eru Salka Sól og Unn­stein Man­ú­el.

Tónar og Trix eru með síðu á karolina­fund.com  þar sem hægt er að hálpa þeim að gefa út plöt­una og fá í staðin til dæmis ein­tak af plöt­unni eða miða á útgáfu­tón­leik­ana þeirra. En þau munu, ásamt öllum þeim sem koma að plöt­unni, halda tvenna útgáfu­tón­leika, í Þor­láks­kirkju 31. maí og í Gamla bíó 2. júní. Við hvetjum fólk á öllum aldri til þess að koma og eiga með okkur þessa stóru stund þegar við fögnum fyrstu plöt­unni okkar á þessum tón­leik­um.

Face­book síða þeirra er hér.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None