Karolina Fund: Ellismellir skella í sumarsmelli

8ed6ce71dcae08cb5ee75859b4c15bd5-1.jpg
Auglýsing

Tónar og Trix er hópur eldri borgara í Þorlákshöfn sem hittist vikulega yfir vetrartímann til þess að syngja saman og stundum spila á hljóðfæri, semja eða vinna með tónlist á annan skapandi hátt. Þátttakendur í þessum hóp eru 20 og hafa mjög misjafnan bakgrunn í tónlist, sumir hafa sungið eða spilað á hljóðfæri áður á meðan aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í tónlist. Við settumst niður með Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur og spurðum hana út í starfið.

d2d3542d93683c642423d0bed5fb71ea

Eldri borgarar í Ölfusi


Hvað eru þið búin að vinna lengi saman í tónlist sem hópur og hvaðan kom hugmyndin að þessu verkefni?

"Tónar og Trix hófu göngu sína vorið 2007 á námskeiði sem bar yfirskriftina: „Skapandi tónlistarnámskeið fyrir eldri borgara í Ölfusi“, en það var hluti af lokaverkefni mínu frá Listaháskóla Íslands og átti að standa yfir í tvær vikur. Þessar tvær vikur voru alveg stórskemmtilegar og gefandi bæði fyrir mig og þau svo ákveðið var að halda þessu starfi áfram. Ástæðan fyrir því að ég valdi Þorlákshöfn var af því að ég er uppalin þar og það er svo gott að geta gefið til baka í samfélag sem gaf manni svo mikið á uppvaxtarárunum.

Auglýsing

Á þessum átta árum sem nú eru liðin hafa Tónar og Trix gert ótrúlega hluti saman og verið í mússíkalskri ævintýraför þar sem þau hafa fengist við ýmislegt sem þau töldu sig ef til vill fæst eiga eftir að gera nú á sínum efri árum."

e792350608a86946b3075b81ba5de91e (1)

Syngja lög úr öllum áttum


Hvernig tónlist eru þið að einbeita ykkur mest að?

"Það skemmtilega er að við erum ekki að einbeita okkur að neinni sérstakri tegund af tónlist, heldur höfum við sungið lög úr öllum áttum. Bæði þessi gömlu góðu sem allir þekkja og svo líka ný lög sem hafa verið að koma út með hinum ýmsu listamönnum síðustu árin. Vorið 2014 héldu Tónar og Trix til dæmis samstöðu- og baráttutónleika til þess að vekja athugli á skorti á hjúkrunarrýmum í Þorlákshöfn. Þar var þemað ný íslensk dægurlög og höfðum við popphljómsveit með okkur. Þá fluttum við meðal annars lög eftir hljómsveitina Valdimar, Of Monsters and Men og Ásgeir Trausta. Þeim finnst flestum alveg jafn skemmtilegt að syngja þau lög eins og þessi gömlu þrátt fyrir að þau séu mögulega erfiðari til að byrja með, en þá er svo gaman að takast á við þau og læra eitthvað nýtt."

Þið eruð búin að vinna með tónlistarmönnum úr ýmsum áttum, segðu mér aðeins frá því?

"Núna síðustu mánuði höfum við aldeilis staðið í stórræðum því Tónar og Trix eru búin að taka upp plötu sem fyrirhugað er að komi út nú í lok maí. Í þessu verkefni eru Tónar og Trix umvafin ótrúlega flottu og hæfileikaríku tónlistarfólki en þau eru með frábæra hljómsveit sem spilar með og einnig gestasöngvara og hljóðfæraleikara sem öll eru landsmönnum kunn. Þar má nefna Kristjönu Stefánsdóttur, Sölku Sól, Unnstein Manúel, Sigtrygg Baldursson og Jónas Sig. Til gamans má geta að móðir Jónasar er í Tónum og Trix og þau eiga lag saman mæðginin sem hópurinn söng inn á síðustu plötu hans og kemur nú út í nýrri útsetningu á þessari plötu. Flest lög á plötunni eru þekkt dægurlög á íslensku frá mismunandi tímum og í latin stíl en þar er líka að finna lag og texta sem Tónar og Trix bjuggu til í sameiningu og lag eftir Erlu Markúsdóttur sem er „Trixari“, en þetta er í fyrsta sinn sem hún sýnir þessa hæfileika sína opinberlega."

Á meðal þeirra sem hópurinn hefur unnið með eru Salka Sól og Unnstein Manúel. Á meðal þeirra sem hópurinn hefur unnið með eru Salka Sól og Unnstein Manúel.

Tónar og Trix eru með síðu á karolinafund.com  þar sem hægt er að hálpa þeim að gefa út plötuna og fá í staðin til dæmis eintak af plötunni eða miða á útgáfutónleikana þeirra. En þau munu, ásamt öllum þeim sem koma að plötunni, halda tvenna útgáfutónleika, í Þorlákskirkju 31. maí og í Gamla bíó 2. júní. Við hvetjum fólk á öllum aldri til þess að koma og eiga með okkur þessa stóru stund þegar við fögnum fyrstu plötunni okkar á þessum tónleikum.

Facebook síða þeirra er hér.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None