Karolina Fund: Geimfari sem týnist í fallegri náttúru á hálendi Íslands

005-MG-9852.jpg
Auglýsing

Þeir Gísli Dúa Hjörleifsson og Mikkel R. Vossen Rasmussen eru að safna á Karolina Fund fyrir útgáfu bókar um týndan geimfara á hálendi Íslands. Þetta er ljósmyndabók með gríðarlega fallegum ljósmyndum eftir Gísla þar sem sjá má geimfara í náttúru Íslands.

016__MG_5403-2

Hugmyndin kviknaði þegar Mikkel fór í geimævintýri upp að mörkum geimsins og kom til baka sem geimfari. Nokkrum árum síðar fóru þeir Gísli og Mikkel til Íslands til að mynda súrrealískar myndir í náttúru Íslands. Í þessum ferðum kynntist Mikkel, sem kemur frá Danmörku, íslensku fólki, menningu, þjóðtrú og hjátrú. Hann byrjaði á að skrifa dagbók um allt það sem hann upplifði og hugleiðingar sínar um landið, um náttúruna, um hjátrúna og fólkið sem bjó á þessari eyju. Eftir að hafa ferðast um Ísland í nokkur ár þá þróaðist hugmyndin smátt og smátt yfir í stærra verkefni.

Byrjaði að mynda vin sinn sem hálfnaktan engil


Getur þú sagt okkur frá týnda geimfaranum á hálendi Íslands. Hvaðan kom þessi hugmynd og hvernig þróaðist hún?

Auglýsing

„Í raun byrjaði ég að mynda vin minn Mikkel sem hálfnaktan engil, ég á stundum mínar stundir þar sem ég þarf að koma út mínu hugmyndaafli og geri það myndrænt á milli þess að vinna sem ljósmyndari í auglýsinga og heimildagerð.

Hugmyndin byrjaði þegar Mikkel fór í ferðalag upp að mörkum geimsins. Hann var búinn að safna fyrir þessari ferð frá því að hann var smástrákur. Og tók þetta ferðalag um þrjá mánuði með þjálfun og öllu tilheyrandi.

004__MG_5203 (1)

Í þessari ferð þá verslaði hann undirföt rússnenskra geimfara og kom með heim til Danmerkur. Óvart þá sýndi hann mér þennan búning og hugurinn fór að snúast um að gera eitthvað meira með hann. Ég fór í hjálmaleit á netinu og fann einstakan hjálm sem einungis 1000 stykki voru til af á þeim tíma. Og við byrjuðum að prufumynda geimfarann hér í Danmörk."

Það verður að segjast að þessar myndir eru einstaklega góðar og skemmtilegar. Spilar náttúra landsins inn í hugmyndina eða vill bara svo til að geimfarinn lenti hér?

„Takk fyrir það! Jú ég er með smá hobby starf á haustin fyrir austan og hef stundum verið þar síðasliðin ár. Mikkel fékk að fljóta með mér frá 2010 þar sem við tókum búninginn með en grunnhugmyndin var að mynda týndan Geimfara á hálendi Íslands á milli þess er ég vann. Oft á milli stunda þá fór hugurinn að spinnast og Mikkel byrjaði að skrifa dagbók í þessum ferðum. Eðlilega fyrir honum voru þessar ferðir stórmerkilegar enda sváfum við bara úti og hann upplifði ýmislegt furðulegt og heyrði okkar dramatísku þjóðsögur.

GisliDua

Ef svo má segja þá upplifði hann sig sem einfara og gat alveg sett sig í spor geimfara sem kom fyrst í heiminn á miðhálendi Íslands. Og vísindaskáldsagan hófst. Við hittum marga einstaklinga sem allir höfðu eitthvað að segja en mest spennandi uppgötvun okkar er sönnun um tilvist huldufólks á Íslandi. En hana verður einungis hægt að lesa um í bókinni."

Geimfarinn á sér framhald


Hvert fer svo geimfarinn næst? Mun verkefnið eiga sér framhaldslíf?

„Geimfarinn á sér framhald, ekki spurning. Við erum nú þegar búnir að leggja inn drög að framhaldinu, en nú erum við að leggja okkur alla fram við að klára bókina og ná okkar markmiðum sem fyrst á karolinafund. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og búið að vera lengi í bígerð. Ég vil meina að góðir hlutir gerast hægt.

Við erum þessa stundina að setja upp vefsíðu þar sem fólk getur lesið meira um ferðirnar og upplýsingar um bókin á. www.findingthelostastronat.com En sú vinna verður búin í desember."

Verkefnið er hægt að skoða og styrkja hér.

Screen Shot 2014-06-09 at 8.04.32 PM copy

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None