Karolina Fund: Geimfari sem týnist í fallegri náttúru á hálendi Íslands

005-MG-9852.jpg
Auglýsing

Þeir Gísli Dúa Hjör­leifs­son og Mikkel R. Vossen Rasmus­sen eru að safna á Karol­ina Fund fyrir útgáfu bókar um týndan geim­fara á hálendi Íslands. Þetta er ljós­mynda­bók með gríð­ar­lega fal­legum ljós­myndum eftir Gísla þar sem sjá má geim­fara í nátt­úru Íslands.

016__MG_5403-2

Hug­myndin kvikn­að­i þegar Mikkel fór í geimæv­in­týri upp að mörkum geims­ins og kom til baka sem geim­fari. Nokkrum árum síðar fóru þeir Gísli og Mikkel til Íslands til að mynda súr­r­eal­ískar myndir í nátt­úru Íslands. Í þessum ferðum kynnt­ist Mikk­el, sem kemur frá Dan­mörku, íslensku fólki, menn­ingu, þjóð­trú og hjá­trú. Hann byrj­aði á að skrifa dag­bók um allt það sem hann upp­lifði og hug­leið­ingar sínar um land­ið, um nátt­úr­una, um hjá­trúna og fólkið sem bjó á þess­ari eyju. Eftir að hafa ferð­ast um Ísland í nokkur ár þá þró­að­ist hug­myndin smátt og smátt yfir í stærra verk­efni.

Auglýsing

Byrj­aði að mynda vin sinn sem hálf­naktan engilGetur þú sagt okkur frá týnda geim­far­anum á hálendi Íslands. Hvaðan kom þessi hug­mynd og hvernig þró­að­ist hún?

„Í raun byrj­aði ég að mynda vin minn Mikkel sem hálf­naktan eng­il, ég á stundum mínar stundir þar sem ég þarf að koma út mínu hug­mynda­afli og geri það mynd­rænt á milli þess að vinna sem ljós­mynd­ari í aug­lýs­inga og heim­il­da­gerð.

Hug­myndin byrj­aði þegar Mikkel fór í ferða­lag upp að mörkum geims­ins. Hann var búinn að safna fyrir þess­ari ferð frá því að hann var smá­strák­ur. Og tók þetta ferða­lag um þrjá mán­uði með þjálfun og öllu til­heyr­andi.

004__MG_5203 (1)

Í þess­ari ferð þá versl­aði hann und­ir­föt rússnenskra geim­fara og kom með heim til Dan­merk­ur. Óvart þá sýndi hann mér þennan bún­ing og hug­ur­inn fór að snú­ast um að gera eitt­hvað meira með hann. Ég fór í hjálma­leit á net­inu og fann ein­stakan hjálm sem ein­ungis 1000 stykki voru til af á þeim tíma. Og við byrj­uðum að prufu­mynda geim­far­ann hér í Dan­mörk."

Það verður að segj­ast að þessar myndir eru ein­stak­lega góðar og skemmti­leg­ar. Spilar nátt­úra lands­ins inn í hug­mynd­ina eða vill bara svo til að geim­far­inn lenti hér?

„Takk fyrir það! Jú ég er með smá hobby starf á haustin fyrir austan og hef stundum verið þar síða­sliðin ár. Mikkel fékk að fljóta með mér frá 2010 þar sem við tókum bún­ing­inn með en grunn­hug­myndin var að mynda týndan Geim­fara á hálendi Íslands á milli þess er ég vann. Oft á milli stunda þá fór hug­ur­inn að spinn­ast og Mikkel byrj­aði að skrifa dag­bók í þessum ferð­um. Eðli­lega fyrir honum voru þessar ferðir stór­merki­legar enda sváfum við bara úti og hann upp­lifði ýmis­legt furðu­legt og heyrði okkar dramat­ísku þjóð­sög­ur.

GisliDua

Ef svo má segja þá upp­lifði hann sig sem ein­fara og gat alveg sett sig í spor geim­fara sem kom fyrst í heim­inn á mið­há­lendi Íslands. Og vís­inda­skáldsagan hófst. Við hittum marga ein­stak­linga sem allir höfðu eitt­hvað að segja en mest spenn­andi upp­götvun okkar er sönnun um til­vist huldu­fólks á Íslandi. En hana verður ein­ungis hægt að lesa um í bók­inn­i."

Geim­far­inn á sér fram­haldHvert fer svo geim­far­inn næst? Mun verk­efnið eiga sér fram­halds­líf?

„Geim­far­inn á sér fram­hald, ekki spurn­ing. Við erum nú þegar búnir að leggja inn drög að fram­hald­inu, en nú erum við að leggja okkur alla fram við að klára bók­ina og ná okkar mark­miðum sem fyrst á karolina­fund. Þetta er mjög skemmti­legt verk­efni og búið að vera lengi í bígerð. Ég vil meina að góðir hlutir ger­ast hægt.

Við erum þessa stund­ina að setja upp vef­síðu þar sem fólk getur lesið meira um ferð­irnar og upp­lýs­ingar um bókin á. www.find­ingt­helosta­stronat.com En sú vinna verður búin í des­em­ber."

Verk­efnið er hægt að skoða og styrkja hér.

Screen Shot 2014-06-09 at 8.04.32 PM copy

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None