Karolina Fund: Grísalappalísa gefur út á vínyl

gr--sal--sa.jpg
Auglýsing

Hljóm­sveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af þeim G­unn­ari Ragn­ars­syni, sem var áður for­söngv­ari hljóm­sveit­ar­innar Jak­obínurínu, og góð­vini hans Baldri Bald­urs­syni, áður pizzu­gerð­ar­manni. Þeir félagar syngja báðir og semja texta sveit­ar­inn­ar.

Hug­myndin um hníf­beitt íslensk ljóð í takt við töff og kúl rokk er ekki ný af nál­inni hjá þeim pilt­um, en tal og þreif­ingar um slíka blöndu hófust, að sögn Alberts Finn­boga­sonar með­lim hljóm­sveit­ar­inn­ar, árið 2010. Gunnar og Baldur hóp­uðu saman tón­list­ar­mönnum úr vina­hópi sín­um, en allir eru þeir rót­fastir í gras­rót íslensk tón­list­ar­lífs.

Ásamt þeim Gunn­ari og Baldri eru hljóm­sveit­ar­með­limir Albert Finn­boga­son, ­sem leikur á raf­magns­gít­ar. En Albert hefur m.a. leikið með hljóm­sveit­unum The Heavy Experience, Swords of Cha­os, Skelkur í Bringu og tón­list­ar­kon­unni Sól­ey. Albert er með BS-gráðu í jarð­fræði frá Jarð­vís­inda­deild Háskóla Íslands­. Bergur Thomas And­er­son leikur á bassagít­ar. Bergur hefur m.a. leikið með hljóm­sveit­unum Oyama, Sudden Weather Change og Just Another Snake Cult. Bergur er með BA-gráðu í mynd­list frá Lista­há­skóla Íslands en nemur nú heim­speki við Háskóla Íslands.

Auglýsing

Á trommu­sett leik­ur ­Sig­urður Möller Sívert­sen. Sig­urður hefur m.a. leikið með hljóm­sveit­unum Jak­obínar­ína og Dream Central Station. Sig­urður er nú utan land­steina í námi í kvik­mynda­gerð við Sara­jevó, en áður lauk hann námi frá FAMU International í Prag, Tékk­landi.

Á sax­ó­fón leik­ur Tumi Árna­son. Tumi hefur m.a. leikið með hljóm­sveit­unum Ojba Rasta, The Heavy Experience, Just Another Snake Cult, Úlfi Hans­syni og Ton­ik. Rúnar Örn Mar­ínó­son, hóf leik með hljóm­sveit­inni á tón­leikum eftir útkomu ALI. Fyrst á trommur en nú á raf­gít­ar. Hann er einnig með­limur hljóm­sveit­ar­innar Oyama og gerði garðin ágæt­lega frægan með hljóm­sveit­unum Hello Nor­bert og Me, The Slum­ber­ing Napo­le­on. Rúnar Örn stundar nám í mynd­list við Lista­há­skóla Íslands.

Albert Finn­boga­son var tek­inn tali.

https://www.youtu­be.com/watch?v=t5OlALT­iQco

Ákveðið "sta­tem­ent” í að nefna sveit­ina eftir Megasar­lagi



Hvert er upp­haf hljóm­sveit­ar­innar Grísalappalísa og hvaðan kemur þetta sér­kenni­lega nafn­ið?

"Hljóm­sveitin Grísalappalísa varð til upp úr gömlum vin­skap, en þreif­ingar hófust upp úr 2010. Hug­myndin var að blanda hníf­beittum íslenskum prósa við rokk tóna. Gunnar og Baldur voru með glósu­bók fulla af textum þegar þeir hófu að banka upp á hjá gömlum félög­um. Úr varð félags­skap­ur­inn sem nú skipar Grísalappalísu. Nafnið “Grísalappalísa” er tekið frá sam­nefndu Megasar­lagi sem finnst á plöt­unni Drög að Sjálfs­morði frá árinu 1977. Í lag­inu er talað um Lísu sem er “mesta frík á Fróni” og það þótti okkur við­eig­andi lýs­ing á sveit­inni. Eins og gefur auga­leið, eru texta­smiðir hljóm­sveit­ar­innar miklir aðdá­endur meist­ar­ans og fannst þeim fólgin ákveðið "sta­tem­ent” í að nefna sveit­ina eftir Megasar­lagi. Á síð­asta ári kom Grísalappalísa þrisvar fram á tón­leikum ásamt Meg­asi – á tón­list­ar­há­tíð Reyka­vík Grapevine, þar sem sveitin hafði fengið verð­laun fyrir að vera besta tón­leika­sveit landsins, Inni­púk­anum um Versl­un­ar­manna­helg­ina og Iceland Airwa­ves, sem var fyrsti per­fom­ans Megasar í sögu hátíð­ar­inn­ar."

https://www.youtu­be.com/watch?v=topZf4i-aoA

Hvernig tón­list eru þið aðal­lega í?

"Tón­listin okkar er heldur víð­fem þó að alltaf komi hún við í rót­unum sem eru rokk og ryt­ma­blús. Við reynum að gefa text­anum góðan far­veg og reynum að binda tón­smíð­arnar ekki um of í fjötra svo ef að anda­gift­inni slær niður á miðjum tón­leikum þá ríkir fullt skálda­leyf­i."

Þið eruð að vinna að því að vinna að fjár­mögnun útgáfu vín­yl­plötu, segðu okkur aðeins frá því verk­efni?

Með Kar­ólína söfn­un­inni sem nú er í gangi (á) þá erum við að leit­ast eftir að finna styrkt­ar­að­ila til að fjár­magna útgáfu tón­listar Grísalappalísu á vín­yl. Okkur finnst tón­listin okkar njóta sín best í albú­m-­formi hljóm­plöt­unn­ar, en hingað til hafa breið­skífur sveit­ar­innar aðeins komið út á geisla­disk. Söfn­unin er mjög ein­föld þar sem við biðlum í raun til fólks að for-panta sitt ein­tak af plöt­unum okk­ar. Um er að ræða tvær breið­skíf­ur, Ali og Rök­rétt fram­hald og svo glæný tvö­föld tón­leika­plata frá ferða­lagi okkar um Ísland síð­asta sum­ar, en hún ber nafnið Sumar á Grís­landi. Til að krydda til­ver­una bjóðum við líka upp á að breiða yfir lag að eigin vali, tón­leika í einka­húsi og sitt lítið fleira.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None