Karolina Fund: Grísalappalísa gefur út á vínyl

gr--sal--sa.jpg
Auglýsing

Hljóm­sveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af þeim G­unn­ari Ragn­ars­syni, sem var áður for­söngv­ari hljóm­sveit­ar­innar Jak­obínurínu, og góð­vini hans Baldri Bald­urs­syni, áður pizzu­gerð­ar­manni. Þeir félagar syngja báðir og semja texta sveit­ar­inn­ar.

Hug­myndin um hníf­beitt íslensk ljóð í takt við töff og kúl rokk er ekki ný af nál­inni hjá þeim pilt­um, en tal og þreif­ingar um slíka blöndu hófust, að sögn Alberts Finn­boga­sonar með­lim hljóm­sveit­ar­inn­ar, árið 2010. Gunnar og Baldur hóp­uðu saman tón­list­ar­mönnum úr vina­hópi sín­um, en allir eru þeir rót­fastir í gras­rót íslensk tón­list­ar­lífs.

Ásamt þeim Gunn­ari og Baldri eru hljóm­sveit­ar­með­limir Albert Finn­boga­son, ­sem leikur á raf­magns­gít­ar. En Albert hefur m.a. leikið með hljóm­sveit­unum The Heavy Experience, Swords of Cha­os, Skelkur í Bringu og tón­list­ar­kon­unni Sól­ey. Albert er með BS-gráðu í jarð­fræði frá Jarð­vís­inda­deild Háskóla Íslands­. Bergur Thomas And­er­son leikur á bassagít­ar. Bergur hefur m.a. leikið með hljóm­sveit­unum Oyama, Sudden Weather Change og Just Another Snake Cult. Bergur er með BA-gráðu í mynd­list frá Lista­há­skóla Íslands en nemur nú heim­speki við Háskóla Íslands.

Auglýsing

Á trommu­sett leik­ur ­Sig­urður Möller Sívert­sen. Sig­urður hefur m.a. leikið með hljóm­sveit­unum Jak­obínar­ína og Dream Central Station. Sig­urður er nú utan land­steina í námi í kvik­mynda­gerð við Sara­jevó, en áður lauk hann námi frá FAMU International í Prag, Tékk­landi.

Á sax­ó­fón leik­ur Tumi Árna­son. Tumi hefur m.a. leikið með hljóm­sveit­unum Ojba Rasta, The Heavy Experience, Just Another Snake Cult, Úlfi Hans­syni og Ton­ik. Rúnar Örn Mar­ínó­son, hóf leik með hljóm­sveit­inni á tón­leikum eftir útkomu ALI. Fyrst á trommur en nú á raf­gít­ar. Hann er einnig með­limur hljóm­sveit­ar­innar Oyama og gerði garðin ágæt­lega frægan með hljóm­sveit­unum Hello Nor­bert og Me, The Slum­ber­ing Napo­le­on. Rúnar Örn stundar nám í mynd­list við Lista­há­skóla Íslands.

Albert Finn­boga­son var tek­inn tali.

https://www.youtu­be.com/watch?v=t5OlALT­iQco

Ákveðið "sta­tem­ent” í að nefna sveit­ina eftir Megasar­lagiHvert er upp­haf hljóm­sveit­ar­innar Grísalappalísa og hvaðan kemur þetta sér­kenni­lega nafn­ið?

"Hljóm­sveitin Grísalappalísa varð til upp úr gömlum vin­skap, en þreif­ingar hófust upp úr 2010. Hug­myndin var að blanda hníf­beittum íslenskum prósa við rokk tóna. Gunnar og Baldur voru með glósu­bók fulla af textum þegar þeir hófu að banka upp á hjá gömlum félög­um. Úr varð félags­skap­ur­inn sem nú skipar Grísalappalísu. Nafnið “Grísalappalísa” er tekið frá sam­nefndu Megasar­lagi sem finnst á plöt­unni Drög að Sjálfs­morði frá árinu 1977. Í lag­inu er talað um Lísu sem er “mesta frík á Fróni” og það þótti okkur við­eig­andi lýs­ing á sveit­inni. Eins og gefur auga­leið, eru texta­smiðir hljóm­sveit­ar­innar miklir aðdá­endur meist­ar­ans og fannst þeim fólgin ákveðið "sta­tem­ent” í að nefna sveit­ina eftir Megasar­lagi. Á síð­asta ári kom Grísalappalísa þrisvar fram á tón­leikum ásamt Meg­asi – á tón­list­ar­há­tíð Reyka­vík Grapevine, þar sem sveitin hafði fengið verð­laun fyrir að vera besta tón­leika­sveit landsins, Inni­púk­anum um Versl­un­ar­manna­helg­ina og Iceland Airwa­ves, sem var fyrsti per­fom­ans Megasar í sögu hátíð­ar­inn­ar."

https://www.youtu­be.com/watch?v=topZf4i-aoA

Hvernig tón­list eru þið aðal­lega í?

"Tón­listin okkar er heldur víð­fem þó að alltaf komi hún við í rót­unum sem eru rokk og ryt­ma­blús. Við reynum að gefa text­anum góðan far­veg og reynum að binda tón­smíð­arnar ekki um of í fjötra svo ef að anda­gift­inni slær niður á miðjum tón­leikum þá ríkir fullt skálda­leyf­i."

Þið eruð að vinna að því að vinna að fjár­mögnun útgáfu vín­yl­plötu, segðu okkur aðeins frá því verk­efni?

Með Kar­ólína söfn­un­inni sem nú er í gangi (á) þá erum við að leit­ast eftir að finna styrkt­ar­að­ila til að fjár­magna útgáfu tón­listar Grísalappalísu á vín­yl. Okkur finnst tón­listin okkar njóta sín best í albú­m-­formi hljóm­plöt­unn­ar, en hingað til hafa breið­skífur sveit­ar­innar aðeins komið út á geisla­disk. Söfn­unin er mjög ein­föld þar sem við biðlum í raun til fólks að for-panta sitt ein­tak af plöt­unum okk­ar. Um er að ræða tvær breið­skíf­ur, Ali og Rök­rétt fram­hald og svo glæný tvö­föld tón­leika­plata frá ferða­lagi okkar um Ísland síð­asta sum­ar, en hún ber nafnið Sumar á Grís­landi. Til að krydda til­ver­una bjóðum við líka upp á að breiða yfir lag að eigin vali, tón­leika í einka­húsi og sitt lítið fleira.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None