Karolina Fund: Leiðin okkar á EM 2016

42f5c879fdc6610c902beb19d8361ec4.jpg
Auglýsing

Sölvi Tryggvason hefur á undanförnum áratug unnið við fréttir og dagskrárgerð í íslensku sjónvarpi, auk ritstarfa. Sölvi starfaði um árabil sem fréttamaður á Stöð 2 og vann við og ritstýrði Íslandi í Dag á sömu sjónvarpsstöð. Hann hefur auk þess framleitt og ritstýrt 10 seríum af sjónvarpsþáttunum ,,Spjallinu með Sölva" og fréttaskýringaþættinum ,,Málinu" á undanförnum árum, sem hvor um sig hafa hlotið ítrekaðar tilnefningar til Edduverðlauna. Sævar Guðmundsson leikstjóri hefur unnið við kvikmyndagerð í áraraðir. Venni Páer, Réttur, Stelpurnar, Sönn íslensk sakamál, Ávaxtakarfan og Hæpið eru allt þættir sem hann hefur leikstýrt. Hann hefur einnig leikstýrt fjölda auglýsinga heima og erlendis.

Þeir vinna nú að gerð heimildarmyndar um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu og ótrúlegan árangur þess í undankeppni EM, sem hefur skilað liðinu í lokakeppnina í Frakklandi sumarið 2016. Þeir safna nú fé til að geta klárað myndina á Karolina Fund. Kjarninn ræddi við Sölva.

https://vimeo.com/137926454

Auglýsing

Hvaða merkingu hefur það fyrir okkur litlu þjóðina að eiga þetta stóra lið?

"Það að eiga knattspyrnulið í fremstu röð fyrir þjóð sem telur aðeins rétt rúmlega 300 þúsund manns er í raun stórmerkilegt. Þegar haft er í huga að knattspyrna er langstærsta og vinsælasta íþróttagrein í heimi er magnað að vita til þess að þessi örþjóð hafi náð svo stórbrotnum árangri. Enda er Ísland með árangrinum í undankeppni EM orðin fámennasta þjóð sögunnar til að komast á stórmót í knattspyrnu karla. Hingað til hefur handboltalandsliðið séð um að þjappa þjóðinni saman, en nú eru allra augu á knattspyrnulandsliðinu í fyrsta sinn."

https://youtu.be/JEMRKYXO6_M

Hefur mikla þýðingu fyrir íslenska menningu


Fáum við eitthvað að skyggnast á bakvið tjöldin og kynnast leikmönnunum okkar og þjálfurum?

"Í myndinni munum við fá að kynnast því starfi sem á sér stað í kringum landsliðið á algjörlega nýjan máta. Að baki hverjum einasta leik er mikill undirbúningur og dagana fyrir leik er reglan á hlutunum algjör og hugsað fyrir minnstu smáatriðum. Við höfum myndað og tekið viðtöl á stöðum þar sem það hefur ekki verið gert áður, svo sem í sjúkraherbergjum, búningsklefum eftir leiki, á hóteli fyrir leiki og á liðsfundum. Óhætt er að fullyrða að fólk muni sjá hlutina í dálítið nýju ljósi þegar varpað er ljósi á þessar hliðar."

4a8ae55cf1cd321155372dbd04e39ed8

Hvaða þýðingu hefur það fyrir íslenska menningu að eiga þessa heimildarmynd í safninu?

"Það hefur mikla þýðingu fyrir íslenska menningu að eiga þessa mynd í safninu, þar sem flestir eru sammála um að um stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar sé að ræða. Við höfum náð tugum klukkustunda af heimildum í allri undankeppninni, sem hvergi hafa birst og hvergi munu birtast nema í þessari mynd. En verkefnið er dýrt og við reynum nú að láta slag standa með hópfjármögnun á Karolina Fund, þar sem reynt er að brúa það bil sem upp á vantar svo okkur takist að búa til mynd sem við getum öll orðið stolt af."

Verkefnið er að finna hér.

c67bb2d2e1a1ad3b129e5503a548aeb1

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None