Karolina Fund: Leiðin okkar á EM 2016

42f5c879fdc6610c902beb19d8361ec4.jpg
Auglýsing

Sölvi Tryggva­son hefur á und­an­förnum ára­tug unnið við fréttir og dag­skrár­gerð í íslensku sjón­varpi, auk rit­starfa. Sölvi starf­aði um ára­bil sem frétta­maður á Stöð 2 og vann við og rit­stýrði Íslandi í Dag á sömu sjón­varps­stöð. Hann hefur auk þess fram­leitt og rit­stýrt 10 ser­íum af sjón­varps­þátt­unum ,,Spjall­inu með Sölva" og frétta­skýr­inga­þætt­inum ,,Mál­inu" á und­an­förnum árum, sem hvor um sig hafa hlotið ítrek­aðar til­nefn­ingar til Eddu­verð­launa. ­Sævar Guð­munds­son leik­stjóri hefur unnið við kvik­mynda­gerð í árarað­ir. Venni Páer, Rétt­ur, Stelp­urn­ar, Sönn íslensk saka­mál, Ávaxtakarfan og Hæpið eru allt þættir sem hann hefur leik­stýrt. Hann hefur einnig leik­stýrt fjölda aug­lýs­inga heima og erlend­is.

Þeir vinna nú að gerð heim­ild­ar­myndar um íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu og ótrú­legan árangur þess í und­ankeppni EM, sem hefur skilað lið­inu í loka­keppn­ina í Frakk­landi sum­arið 2016. Þeir safna nú fé til að geta klárað mynd­ina á Karol­ina Fund. Kjarn­inn ræddi við Sölva.

https://vi­meo.com/137926454

Auglýsing

Hvaða merk­ingu hefur það fyrir okkur litlu þjóð­ina að eiga þetta stóra lið?

"Það að eiga knatt­spyrnu­lið í fremstu röð fyrir þjóð sem telur aðeins rétt rúm­lega 300 þús­und manns er í raun stór­merki­legt. Þegar haft er í huga að knatt­spyrna er langstærsta og vin­sælasta íþrótta­grein í heimi er magnað að vita til þess að þessi örþjóð hafi náð svo stór­brotnum árangri. Enda er Ísland með árangrinum í und­ankeppni EM orðin fámenn­asta þjóð sög­unnar til að kom­ast á stór­mót í knatt­spyrnu karla. Hingað til hefur hand­boltalands­liðið séð um að þjappa þjóð­inni sam­an, en nú eru allra augu á knatt­spyrnu­lands­lið­inu í fyrsta sinn."

https://yout­u.be/JEM­R­KYXO6_M

Hefur mikla þýð­ingu fyrir íslenska menn­inguFáum við eitt­hvað að skyggn­ast á bak­við tjöldin og kynn­ast leik­mönn­unum okkar og þjálf­ur­um?

"Í mynd­inni munum við fá að kynn­ast því starfi sem á sér stað í kringum lands­liðið á algjör­lega nýjan máta. Að baki hverjum ein­asta leik er mik­ill und­ir­bún­ingur og dag­ana fyrir leik er reglan á hlut­unum algjör og hugsað fyrir minnstu smá­at­rið­um. Við höfum myndað og tekið við­töl á stöðum þar sem það hefur ekki verið gert áður, svo sem í sjúkra­her­bergj­um, bún­ings­klefum eftir leiki, á hót­eli fyrir leiki og á liðs­fund­um. Óhætt er að full­yrða að fólk muni sjá hlut­ina í dálítið nýju ljósi þegar varpað er ljósi á þessar hlið­ar."

4a8ae55cf1cd321155372dbd04e39ed8

Hvaða þýð­ingu hefur það fyrir íslenska menn­ingu að eiga þessa heim­ild­ar­mynd í safn­inu?

"Það hefur mikla þýð­ingu fyrir íslenska menn­ingu að eiga þessa mynd í safn­inu, þar sem flestir eru sam­mála um að um stærsta íþrótta­afrek Íslands­sög­unnar sé að ræða. Við höfum náð tugum klukku­stunda af heim­ildum í allri und­ankeppn­inni, sem hvergi hafa birst og hvergi munu birt­ast nema í þess­ari mynd. En verk­efnið er dýrt og við reynum nú að láta slag standa með hóp­fjár­mögnun á Karol­ina Fund, þar sem reynt er að brúa það bil sem upp á vantar svo okkur tak­ist að búa til mynd sem við getum öll orðið stolt af."

Verk­efnið er að finna hér.

c67bb2d2e1a1ad3b129e5503a548aeb1

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None