Karolina Fund: Örvhenta örverpið og ljóðskáldið

9f6a2b5ef3297f30e44c7c2788ce9286.jpg
Auglýsing

Ásgeir H. Ing­ólfs­son er örv­hent örverpi og ljóð­skáld. Hann er að safna á Karol­ina Fund fyrir Fram­tíð­inni, sem er prósa­ljóða­bók en ekki eilífðin óorðna. 2010 sendi hann frá sér ljóða­bók­ina Grimm ævin­týri hjá Nýhil útgáfu, og hefur dundað sér við blaða­mennsku, bók­sölu og kennslu á meðan ljóðin komu til hans úr fram­tíð­inni.

Hvaðan kom hug­myndin að ljóða­bók­inni?

Hug­myndin kom raunar þegar ég var búinn að skrifa megnið af bók­inni. Ég var vansvefta eftir nokkra skrítna daga og fannst ég þurfa að skrifa mig í gegnum ákveðna hluti – en svo hélt ég bara áfram, langt fram á morgun – og þá var ákveð­inn grunnur kom­inn að bók­inni, grunnur sem ég vann að áfram næstu vik­urn­ar.

Auglýsing


Það sem kom til mín var í raun­inni ákveðin rödd, ákveð­inn tónn; hrekkj­ótt­ari, kerskn­ari, miskun­ar­laus­ari og jafn­vel and­styggi­legri en nokkuð sem ég hafði skrifað áður – en þegar ég fékk svo einn kunn­ingja minn til að lesa hand­ritið yfir þá minnt­ist hann sér­stak­lega á að hann væri hrif­inn af því hvað væri mikil sam­kennd í þessum ljóð­um. Sem ég held að gæti verið rétt hjá honum – þessi rödd er bæði grimm og mis­kun­söm – og lík­lega er það lyk­ill­inn – ljóð þurfa að vera bæði til að geta tek­ist á við heim­inn fyrir alvöru.





Hvar sótt­irðu helst inn­blást­ur?



Stundum er inn­blást­ur­inn per­sónu­legur – og það eru tvö ljóð í bók­inni sem kveiktu eld­inn, ég ætla að leyfa vænt­an­legum les­endum að giska á hvaða ljóð það voru. En þegar ég var búinn að skrifa þau skrif­aði ég tit­illjóð­ið, Fram­tíð­ina, og þá var ég búinn að finna tón­inn.



Eftir það sótti ég í raun inn­blástur í fram­tíð­ar­skáld­skap æsk­unnar – hvort sem það voru bíó­myndir eða bækur eða heimsenda­spár – það sem ég varð fljót­lega heill­aður af var að horfa alltaf fram á við – þótt ég væri staddur í for­tíð­inni.



Við erum nefni­lega ótrú­lega vön að skilja tíð­irnar dálítið eins og átt­ir; ef við horfum aft­urá­bak erum við að horfa til for­tíð­ar, nútíðin er þar sem við stöndum núna og fram­tíðin er veg­ur­inn framund­an. En ég vildi reyna að prófa að horfa alltaf fram fyrir mig – líka þegar ég er staddur í fjar­lægri for­tíð.



Bókin skipt­ist í þrjá hluta, for­tíð, nútíð og fram­tíð – og í fyrsta hlut­anum eru Jóhanna af Örk, Henry Ford, Wright-bræður og fleiri að velta fyrir sér fram­tíð­inni – sem er stundum okkar nútíð eða jafn­vel okkar for­tíð.



Teikn­ingin sem ég hef notað með söfn­un­inni er ágætis dæmi um fram­tíð­ina í for­tíð­inni – þetta er japönsk mynd af lestum fram­tíð­ar­innar – sem var teiknuð árið sem pabbi fædd­ist, þegar mín ver­öld var bara vís­inda­skáld­skap­ur.



Fram­tíð minnar eigin for­tíðar var svo auð­vitað Marty McFly á svif­bretti þann 21. októ­ber 2015. Sú fram­tíð er að bresta á – þannig að það er ekki seinna vænna en að koma þess­ari bók út.





Hvaða umfjöll­un­ar­efni er að finna í ljóða­bók­inni?



Ég er búinn að minn­ast á nokkur þeirra nú þegar – en ég er líka að fjalla um gull­gerð­ar­list og dróna, Sara­jevo og ung­lings­ár­in, ambögur og amöbur, Al-hambra og kakó, Guð og Evr­ópu­sam­band­ið, kýp­verska rak­ara og krím­versk ást­ar­æv­in­týri, Ang­el­inu Jolie og Brad Pitt, bús­á­halda­bylt­ing­una og Cherno­byl – en samt er ég lík­lega aðal­lega að fjalla um kap­ít­al­isma.



Bókin er auð­vitað fyrst og fremst um tím­ann – en þegar kap­ít­al­isma er komið á þá er tím­inn fyrsta virkið sem hann her­tek­ur. Eftir það mælum við líf okkar í vinnu­stundum og fram­tíðin verður föstu­dag­ur. Eða mánu­dag­ur, ef þú ert að skrifa dystóp­íu.

Eitt­hvað að lok­um?

Að lokum er rétt að geta þess að ég skrif­aði ekki alla bók­ina sjálfur – kanadíska ljóð­skáldið Keanu Reeves, íslenska ljóð­skáldið Matth­ías Jochum­son og armenska ljóð­skáldið Obe Vadur eiga allir gesta­ljóð í bók­inni. Mig langar að þakka þeim sér­stak­lega fyrir – sem og auð­vitað yfir­lesur­um,  próf­arka­lesur­um, kápu­hönn­uð­um, upp­setj­urum og vídjó­gerð­ar­mönnum – að ógleymdum þeim sem styrktu bók­ina á Karol­inu Fund. Þú hefur fram­tíð­ina fyrir þér til þess að verða hluti af þessum þakk­arlista –til 5. októ­ber næst­kom­andi.



Verk­efnið má styrkja hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None