Karolina Fund: Örvhenta örverpið og ljóðskáldið

9f6a2b5ef3297f30e44c7c2788ce9286.jpg
Auglýsing

Ásgeir H. Ing­ólfs­son er örv­hent örverpi og ljóð­skáld. Hann er að safna á Karol­ina Fund fyrir Fram­tíð­inni, sem er prósa­ljóða­bók en ekki eilífðin óorðna. 2010 sendi hann frá sér ljóða­bók­ina Grimm ævin­týri hjá Nýhil útgáfu, og hefur dundað sér við blaða­mennsku, bók­sölu og kennslu á meðan ljóðin komu til hans úr fram­tíð­inni.

Hvaðan kom hug­myndin að ljóða­bók­inni?

Hug­myndin kom raunar þegar ég var búinn að skrifa megnið af bók­inni. Ég var vansvefta eftir nokkra skrítna daga og fannst ég þurfa að skrifa mig í gegnum ákveðna hluti – en svo hélt ég bara áfram, langt fram á morgun – og þá var ákveð­inn grunnur kom­inn að bók­inni, grunnur sem ég vann að áfram næstu vik­urn­ar.

Auglýsing


Það sem kom til mín var í raun­inni ákveðin rödd, ákveð­inn tónn; hrekkj­ótt­ari, kerskn­ari, miskun­ar­laus­ari og jafn­vel and­styggi­legri en nokkuð sem ég hafði skrifað áður – en þegar ég fékk svo einn kunn­ingja minn til að lesa hand­ritið yfir þá minnt­ist hann sér­stak­lega á að hann væri hrif­inn af því hvað væri mikil sam­kennd í þessum ljóð­um. Sem ég held að gæti verið rétt hjá honum – þessi rödd er bæði grimm og mis­kun­söm – og lík­lega er það lyk­ill­inn – ljóð þurfa að vera bæði til að geta tek­ist á við heim­inn fyrir alvöru.

Hvar sótt­irðu helst inn­blást­ur?Stundum er inn­blást­ur­inn per­sónu­legur – og það eru tvö ljóð í bók­inni sem kveiktu eld­inn, ég ætla að leyfa vænt­an­legum les­endum að giska á hvaða ljóð það voru. En þegar ég var búinn að skrifa þau skrif­aði ég tit­illjóð­ið, Fram­tíð­ina, og þá var ég búinn að finna tón­inn.Eftir það sótti ég í raun inn­blástur í fram­tíð­ar­skáld­skap æsk­unnar – hvort sem það voru bíó­myndir eða bækur eða heimsenda­spár – það sem ég varð fljót­lega heill­aður af var að horfa alltaf fram á við – þótt ég væri staddur í for­tíð­inni.Við erum nefni­lega ótrú­lega vön að skilja tíð­irnar dálítið eins og átt­ir; ef við horfum aft­urá­bak erum við að horfa til for­tíð­ar, nútíðin er þar sem við stöndum núna og fram­tíðin er veg­ur­inn framund­an. En ég vildi reyna að prófa að horfa alltaf fram fyrir mig – líka þegar ég er staddur í fjar­lægri for­tíð.Bókin skipt­ist í þrjá hluta, for­tíð, nútíð og fram­tíð – og í fyrsta hlut­anum eru Jóhanna af Örk, Henry Ford, Wright-bræður og fleiri að velta fyrir sér fram­tíð­inni – sem er stundum okkar nútíð eða jafn­vel okkar for­tíð.Teikn­ingin sem ég hef notað með söfn­un­inni er ágætis dæmi um fram­tíð­ina í for­tíð­inni – þetta er japönsk mynd af lestum fram­tíð­ar­innar – sem var teiknuð árið sem pabbi fædd­ist, þegar mín ver­öld var bara vís­inda­skáld­skap­ur.Fram­tíð minnar eigin for­tíðar var svo auð­vitað Marty McFly á svif­bretti þann 21. októ­ber 2015. Sú fram­tíð er að bresta á – þannig að það er ekki seinna vænna en að koma þess­ari bók út.

Hvaða umfjöll­un­ar­efni er að finna í ljóða­bók­inni?Ég er búinn að minn­ast á nokkur þeirra nú þegar – en ég er líka að fjalla um gull­gerð­ar­list og dróna, Sara­jevo og ung­lings­ár­in, ambögur og amöbur, Al-hambra og kakó, Guð og Evr­ópu­sam­band­ið, kýp­verska rak­ara og krím­versk ást­ar­æv­in­týri, Ang­el­inu Jolie og Brad Pitt, bús­á­halda­bylt­ing­una og Cherno­byl – en samt er ég lík­lega aðal­lega að fjalla um kap­ít­al­isma.Bókin er auð­vitað fyrst og fremst um tím­ann – en þegar kap­ít­al­isma er komið á þá er tím­inn fyrsta virkið sem hann her­tek­ur. Eftir það mælum við líf okkar í vinnu­stundum og fram­tíðin verður föstu­dag­ur. Eða mánu­dag­ur, ef þú ert að skrifa dystóp­íu.

Eitt­hvað að lok­um?

Að lokum er rétt að geta þess að ég skrif­aði ekki alla bók­ina sjálfur – kanadíska ljóð­skáldið Keanu Reeves, íslenska ljóð­skáldið Matth­ías Jochum­son og armenska ljóð­skáldið Obe Vadur eiga allir gesta­ljóð í bók­inni. Mig langar að þakka þeim sér­stak­lega fyrir – sem og auð­vitað yfir­lesur­um,  próf­arka­lesur­um, kápu­hönn­uð­um, upp­setj­urum og vídjó­gerð­ar­mönnum – að ógleymdum þeim sem styrktu bók­ina á Karol­inu Fund. Þú hefur fram­tíð­ina fyrir þér til þess að verða hluti af þessum þakk­arlista –til 5. októ­ber næst­kom­andi.Verk­efnið má styrkja hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None