Karolina Fund: Sirkus Íslands safnar fyrir ferðalagi um landið

c95f9df4adab0dccbc7cf8769805aa1b.jpg
Auglýsing

Á haust­mán­uðum 2013 safn­aði Sirkus Íslands fyrir fyrsta sirku­stjald­inu hér á landi. Hóp­ur­inn safn­aði sex og hálfri milljón króna og fengu allir styrkj­endur miða í sirkus­inn síð­asta sum­ar. Hátt í 22.000 manns sáu sýn­ingar sirkuss­ins fyrsta íslenska sirkus­sumarið á Ísa­firði, Akur­eyri, Sel­fossi, í Reykja­nesbæ og Reykja­vík. „Og núna söfnum við fyrir öðru sirkus­ferða­lagi, á sama hátt - allir sem styrkja eru í raun að kaupa miða næsta sum­ar," segir Mar­grét Erla Maack upp­lýs­inga­full­trúi og sirk­us­dýr.

Í sumar stefnir hóp­ur­inn á Gos­loka­há­tíð í Vest­manna­eyj­um, Húna­vöku á Blöndu­ósi, Franska daga á Fáskrúðs­firði og Síldar­æv­in­týrið á Siglu­firði auk þess að tjalda á Klambra­túni í Reykja­vík.

Aftur í hóp­fjár­mögnun



Þið eruð búin að safna fyrir sirku­stjald­inu, af hverju ráð­ist þið aftur í hóp­fjár­mögn­un?

"Hóp­fjár­mögnun skemmti­leg leið til að fjár­magna svona óvenju­legt batt­erí eins og sirkus­ferða­lag er. Við erum líka hrifin af því að geta boðið sirku­smið­ana á lægra verði fyrir þá sem styrkja okkur á þessum tíma­punkti - og það þarf ekki að negla niður tíma­setn­ing­una á því þegar maður vill nota mið­ann sinn. Við þurfum að reiða alls konar kostnað af hendi núna og okkur langar líka að poppa sýn­ing­arnar okkar upp, kaupa fleiri græjur og þess hátt­ar. Að leita til fólks­ins á þennan hátt er stór­skemmti­legt, og mun meira spenn­andi en að fara hefð­bund­ari leið­ir. Við höfum aldrei hlotið neina opin­bera styrki, heldur fjár­mögnum við okkar starf með því að koma fram við ýmis tæki­færi, reka sirkus­skóla fyrir börn og með sirkus­sýn­ing­um."

Auglýsing

https://vi­meo.com/121854755

Hvað má fólk búast við að sjá í sirku­snum?

"Bók­staf­lega allt sem fólk tengir við sirkus. Í stóru fjöl­skyldu­sýn­ing­unni Heima er best er að finna allt sem fólk tengir við sirkus: Trúða, loft­fim­leika, grippl (djöggl), jafn­væg­is­list­ir, hjóla­skauta, húlla­hring­i... og margt fleira. Krakka­sýn­ingin S.I.R.K.U.S. er styttri og ljúfari, með örlitlum sögu­þræði og er kynn­ing á sirkus­form­inu fyrir leik­skóla­ald­ur­inn, þó ekki á kostnað eldri áhorf­enda. Pabbi minn, 65 ára, sá hana tíu sinnum síð­asta sumar og fannst hún mjög skemmti­leg. Svo erum við með full­orð­ins­sirkus­sýn­ingu sem ber heitið Skinn­semi. Það er kab­ar­etts­irkus með full­orð­ins­bragði. Margir halda að sirkus sé bara fyrir börn, en full­orðna fólkið gapir alveg jafn mikið á sýn­ing­unum okk­ar. Sirkus Íslands notar ekki dýr, bara heima­rækt­aða hæfi­leika. Við vorum samt að pæla í því að vera með íslenskan sirkus­fýl, en eftir því sem við pældum meira í því varð hug­myndin verri og verri."

Það er, ótrúlegt en satt, hægt að lifa á því að vera sirkuslistamaður á Íslandi. Það er, ótrú­legt en satt, hægt að lifa á því að vera sirku­slista­maður á Ísland­i.

Hægt að lifa á því að vera sirku­slista­maður



Er hægt að lifa á því að vera sirku­slista­maður á Íslandi?

"Þótt ótrú­legt megi virðast, þá er svarið við þess­ari spurn­ingu: Ójá. Við vorum tíu sem stofn­uðum sirkus­inn 2007, með for­sprakk­ann Lee Nel­son í far­ar­broddi. Við flest litum þá á þetta bara sem hobbí en hann hefur slípað þetta kompaní á þann stað sem það er í dag. Núna störfum við allt árið, og margir í fullu starfi. Við rekum sirkus­skóla og höldum sirkus­nám­skeið fyrir börn og fram­tíðin er sann­ar­lega björt. Þrjú af hópnum nema sirku­slistir í Cod­arts lista­há­skól­anum í Rott­er­dam og við erum dug­leg að fá til okkar gesta­kenn­ara til að verða betri og betri. Sirkusstór­fjöl­skyldan telur núna 30 manns, og við störfum allt árið, sem kemur fólki á óvart. Hápunktur árs­ins er sirkus­ferða­lag­ið. En ég meina, það væri eng­inn sirkus ef ekki væru áhorf­end­ur."

Hvernig er lífið á sirkus­ferða­lagi?

"Það er bæði ljúft og erfitt. Erfitt því við erum að allan dag­inn, alla daga, og við sjálf setjum tjaldið upp og tökum það niður og það er mikil vinna. Sirku­slista­fólkið gengur í öll störf, við eld­um, sóp­um, afgreiðum í sjopp­unni, seljum mið­ana... þetta er eins og stórt heim­ili sem ferð­ast um. Auð­vitað verða bæði ástir og árekstrar til í svona nánu sam­starfi. Við ferð­umst á þriðju­degi, setjum tjaldið upp á mið­viku­degi, sýnum fimmtu­dag, föstu­dag, laug­ar­dag og sunnu­dag og pökkum saman og tökum tjaldið niður á mánu­degi. En lífið er ljúft þegar maður er umkringdur ótrú­legu hæfi­leika­fólki og starfar við að láta draumana sína ræt­ast."

 

Sirkus Íslands hefur áður nýtt sér hópfjármögnun á Karolina Fund til að safna fyrir sirkustjaldinu sínu. Sýningar hans nutu mikilla vinsælda síðasta sumar. Sirkus Íslands hefur áður nýtt sér hóp­fjár­mögnun á Karol­ina Fund til að safna fyrir sirku­stjald­inu sínu. Sýn­ingar hans nutu mik­illa vin­sælda síð­asta sum­ar.

Sirkus­ferða­lagið 2015 verður á þessa leið:

      1. júlí: Gos­loka­há­tíð í Vest­manna­eyjum
      1. júlí: Reykja­vík
      1. júlí: Húna­vaka á Blöndu­ósi
      1. júlí: Franskir dagar á Fáskrúðs­firði
  1. júlí - 3. ágúst: Síldar­æv­in­týrið á Siglu­firði

      1. ágúst: Reykja­vík

Hægt er að styrkja ferða­lagið og næla sér þannig í miða í sumar hér.

Sirkus Íslands á Face­book.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None