Karolina Fund: Sirkus Íslands safnar fyrir ferðalagi um landið

c95f9df4adab0dccbc7cf8769805aa1b.jpg
Auglýsing

Á haust­mán­uðum 2013 safn­aði Sirkus Íslands fyrir fyrsta sirku­stjald­inu hér á landi. Hóp­ur­inn safn­aði sex og hálfri milljón króna og fengu allir styrkj­endur miða í sirkus­inn síð­asta sum­ar. Hátt í 22.000 manns sáu sýn­ingar sirkuss­ins fyrsta íslenska sirkus­sumarið á Ísa­firði, Akur­eyri, Sel­fossi, í Reykja­nesbæ og Reykja­vík. „Og núna söfnum við fyrir öðru sirkus­ferða­lagi, á sama hátt - allir sem styrkja eru í raun að kaupa miða næsta sum­ar," segir Mar­grét Erla Maack upp­lýs­inga­full­trúi og sirk­us­dýr.

Í sumar stefnir hóp­ur­inn á Gos­loka­há­tíð í Vest­manna­eyj­um, Húna­vöku á Blöndu­ósi, Franska daga á Fáskrúðs­firði og Síldar­æv­in­týrið á Siglu­firði auk þess að tjalda á Klambra­túni í Reykja­vík.

Aftur í hóp­fjár­mögnunÞið eruð búin að safna fyrir sirku­stjald­inu, af hverju ráð­ist þið aftur í hóp­fjár­mögn­un?

"Hóp­fjár­mögnun skemmti­leg leið til að fjár­magna svona óvenju­legt batt­erí eins og sirkus­ferða­lag er. Við erum líka hrifin af því að geta boðið sirku­smið­ana á lægra verði fyrir þá sem styrkja okkur á þessum tíma­punkti - og það þarf ekki að negla niður tíma­setn­ing­una á því þegar maður vill nota mið­ann sinn. Við þurfum að reiða alls konar kostnað af hendi núna og okkur langar líka að poppa sýn­ing­arnar okkar upp, kaupa fleiri græjur og þess hátt­ar. Að leita til fólks­ins á þennan hátt er stór­skemmti­legt, og mun meira spenn­andi en að fara hefð­bund­ari leið­ir. Við höfum aldrei hlotið neina opin­bera styrki, heldur fjár­mögnum við okkar starf með því að koma fram við ýmis tæki­færi, reka sirkus­skóla fyrir börn og með sirkus­sýn­ing­um."

Auglýsing

https://vi­meo.com/121854755

Hvað má fólk búast við að sjá í sirku­snum?

"Bók­staf­lega allt sem fólk tengir við sirkus. Í stóru fjöl­skyldu­sýn­ing­unni Heima er best er að finna allt sem fólk tengir við sirkus: Trúða, loft­fim­leika, grippl (djöggl), jafn­væg­is­list­ir, hjóla­skauta, húlla­hring­i... og margt fleira. Krakka­sýn­ingin S.I.R.K.U.S. er styttri og ljúfari, með örlitlum sögu­þræði og er kynn­ing á sirkus­form­inu fyrir leik­skóla­ald­ur­inn, þó ekki á kostnað eldri áhorf­enda. Pabbi minn, 65 ára, sá hana tíu sinnum síð­asta sumar og fannst hún mjög skemmti­leg. Svo erum við með full­orð­ins­sirkus­sýn­ingu sem ber heitið Skinn­semi. Það er kab­ar­etts­irkus með full­orð­ins­bragði. Margir halda að sirkus sé bara fyrir börn, en full­orðna fólkið gapir alveg jafn mikið á sýn­ing­unum okk­ar. Sirkus Íslands notar ekki dýr, bara heima­rækt­aða hæfi­leika. Við vorum samt að pæla í því að vera með íslenskan sirkus­fýl, en eftir því sem við pældum meira í því varð hug­myndin verri og verri."

Það er, ótrúlegt en satt, hægt að lifa á því að vera sirkuslistamaður á Íslandi. Það er, ótrú­legt en satt, hægt að lifa á því að vera sirku­slista­maður á Ísland­i.

Hægt að lifa á því að vera sirku­slista­maðurEr hægt að lifa á því að vera sirku­slista­maður á Íslandi?

"Þótt ótrú­legt megi virðast, þá er svarið við þess­ari spurn­ingu: Ójá. Við vorum tíu sem stofn­uðum sirkus­inn 2007, með for­sprakk­ann Lee Nel­son í far­ar­broddi. Við flest litum þá á þetta bara sem hobbí en hann hefur slípað þetta kompaní á þann stað sem það er í dag. Núna störfum við allt árið, og margir í fullu starfi. Við rekum sirkus­skóla og höldum sirkus­nám­skeið fyrir börn og fram­tíðin er sann­ar­lega björt. Þrjú af hópnum nema sirku­slistir í Cod­arts lista­há­skól­anum í Rott­er­dam og við erum dug­leg að fá til okkar gesta­kenn­ara til að verða betri og betri. Sirkusstór­fjöl­skyldan telur núna 30 manns, og við störfum allt árið, sem kemur fólki á óvart. Hápunktur árs­ins er sirkus­ferða­lag­ið. En ég meina, það væri eng­inn sirkus ef ekki væru áhorf­end­ur."

Hvernig er lífið á sirkus­ferða­lagi?

"Það er bæði ljúft og erfitt. Erfitt því við erum að allan dag­inn, alla daga, og við sjálf setjum tjaldið upp og tökum það niður og það er mikil vinna. Sirku­slista­fólkið gengur í öll störf, við eld­um, sóp­um, afgreiðum í sjopp­unni, seljum mið­ana... þetta er eins og stórt heim­ili sem ferð­ast um. Auð­vitað verða bæði ástir og árekstrar til í svona nánu sam­starfi. Við ferð­umst á þriðju­degi, setjum tjaldið upp á mið­viku­degi, sýnum fimmtu­dag, föstu­dag, laug­ar­dag og sunnu­dag og pökkum saman og tökum tjaldið niður á mánu­degi. En lífið er ljúft þegar maður er umkringdur ótrú­legu hæfi­leika­fólki og starfar við að láta draumana sína ræt­ast."

 

Sirkus Íslands hefur áður nýtt sér hópfjármögnun á Karolina Fund til að safna fyrir sirkustjaldinu sínu. Sýningar hans nutu mikilla vinsælda síðasta sumar. Sirkus Íslands hefur áður nýtt sér hóp­fjár­mögnun á Karol­ina Fund til að safna fyrir sirku­stjald­inu sínu. Sýn­ingar hans nutu mik­illa vin­sælda síð­asta sum­ar.

Sirkus­ferða­lagið 2015 verður á þessa leið:

   1. júlí: Gos­loka­há­tíð í Vest­manna­eyjum
   1. júlí: Reykja­vík
   1. júlí: Húna­vaka á Blöndu­ósi
   1. júlí: Franskir dagar á Fáskrúðs­firði
 1. júlí - 3. ágúst: Síldar­æv­in­týrið á Siglu­firði

   1. ágúst: Reykja­vík

Hægt er að styrkja ferða­lagið og næla sér þannig í miða í sumar hér.

Sirkus Íslands á Face­book.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None