Karolina Fund: Svanurinn í sparifötin

L----rasveitin-Svanur-Lystigar--inum-Akureyri.jpg
Auglýsing

Lúðrasveitin Svanur var stofnuð 16. nóvember 1930 og er því 85 ára árið 2015. Meðlimir hennar hafa verið ansi margir en að yfirleitt spila á bilinu 35-45 manns með sveitinni. Sveitin hefur þjónað sem uppeldisstöð fyrir blásaradeild Sinfóníunnar og ef heyrist í lúðrum í popplögum, er nokkuð ljóst að einhverjir þar hafa komið við í Svaninum. Árið 1962 kom Svanurinn sér upp búningum sem hafa verið einkennandi fyrir sveitina síðan þá - bláir að lit og að bandarískri fyrirmynd. Enda mikið að gerast í lúðrasveitum þar í landi.

Svanurinn spilaði inn á fyrstu Stereo hljómplötu Íslands árið 1970 undir stjórn Jóns Sigurðssonar, sem Fálkinn gaf út.

Um þessar mundir stendur yfir söfnun á Karolina Fund fyrir nýjum búningum fyrir hljómsveitarmeðlimi. Kjarninn ræddi við Þorkel Harðarson, kvikmyndagerðarmann og klarinettuleikara (með lúðrasveitarblæti), um söfnunina og ýmislegt annað sem skiptir öllu máli.

Auglýsing

Hljómsveitin Svanmur á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Hljómsveitin Svanmur á Þjóðlagahátíð á Siglufirði.

Bókstaflega spilað rassinn úr buxunum


Er það rétt að  að þið séuð búin að spila rassinn úr buxunum?

 

"Í dag er Svanurinn að ákveðnu leyti búinn að spila rassinn úr buxunum, Ekki tónlistarlega séð, langt í frá - en búningalega séð. Búningar sveitarinnar eru orðnir gamlir og úr sér gengnir og kominn tími til að endurnýja þá."

Hvaða leið fóruð þið í ákvörðuninni varðandi útlitið á búningunum?

 

 

"Við ákváðum að fara þá leið að láta hanna nýja búninga á sveitina og fengum Rögnu Fróða, fatahönnuð og fyrrum hornleikara í Svaninum til þess. Nýju búningarnir kallast á við þá gömlu í litum og útliti - en eru með nútímalegri sniði og afar glæsilegir. Þetta er dýrt spaug að endurnýja búningasafnið á einu bretti og þess vegna beittum við ýmsum ráðum við fjáröflunina - meðal annars erum við á Karolina Fund um þessar mundir að reka smiðshöggið á fjáröflunina.

Búningarnir sem hljómsveitin hyggst láta útbúa á sig. Búningarnir sem hljómsveitin hyggst láta útbúa á sig.

Styrktu og fáðu að stjórna lúðrasveit


Þegar fólk styrkir ykkur á Karolina Fund, getur það átt von á einhverju góðu í staðinn?

 

"Á Karolina Fund erum við að bjóða ýmislegt skemmtilegt ef fólk ákveður að heita á okkur - rúsínan í pylsuendanum er auðvitað tækifæri til að stjórna einu lagi með fullskipaðri lúðrasveit á tónleikum með okkur! Þetta er hin fullkomna gjöf fyrir þann sem allt á og ekkert vantar. Síðan erum við að bjóða upptökur með sveitinni á DVD og CD ásamt miða á tónleika. Og auðvitað erum við að bjóða spilamennskur líka - allt frá kvartettum og kvintettum upp í fullskipaða lúðrasveit. Til dæmis ef einhver ætlar að játa ást sína með tilþrifum, er hægt að fá lúðurþeytara til að aðstoða sig við stemninguna. Eða ef fólk ætlar í pottinn og er í mjög flippuðu skapi, þá getur það fengið lúðrasveit til að hjálpa til að við skapa sólarstemningu með smá Sambatakri. Það er allt hægt með lúðrasveit til að skapa góða stemningu."

Mikil eftirspurn eftir naktri lúðrasveit


 

 

Þorkell segir að það sem hafi komið þeim á óvart við fjáröflunina var að hljómsveitin var eitthvað að hóta því að hún myndi þurfa að spila nakin niður Laugaveginn í næstu marseringu, því búningarnir væru að rakna utan af henni - þá kom í ljós að þetta var tvíeggja sverð sem þau höfðu brugðið þarna á loft. "Það er mikil eftirspurn eftir naktri lúðrasveit, meira að segja er útgefandi búinn að hafa samband við okkur til að gefa út dagatal með nakinni lúðrasveit. Það þarf reyndar að finna réttan prís á svoleiðis sveit - lögmál markaðarins um framboð og eftirspurn hljóta að ráða þar eins og annarstaðar. Sjáum til hvað setur en fjáröflunin gengur ágætlega um þessar mundir og nú eru síðustu dagarnir í henni að renna upp. Sjáum til hvort ekki tekst að fullfjármagna þetta á Karolina, með aðstoð lesenda með lúðrasveitarblæti eða lúðrasveitar eitrun á háu stigi."

 

 

 

https://vimeo.com/130158835

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None