Karolina Fund: Svanurinn í sparifötin

L----rasveitin-Svanur-Lystigar--inum-Akureyri.jpg
Auglýsing

Lúðra­sveitin Svanur var stofnuð 16. nóv­em­ber 1930 og er því 85 ára árið 2015. Með­limir hennar hafa verið ansi margir en að yfir­leitt spila á bil­inu 35-45 manns með sveit­inni. Sveitin hefur þjónað sem upp­eld­is­stöð fyrir blás­ara­deild Sin­fón­í­unnar og ef heyr­ist í lúðrum í popp­lög­um, er nokkuð ljóst að ein­hverjir þar hafa komið við í Svan­in­um. Árið 1962 kom Svan­ur­inn sér upp bún­ingum sem hafa verið ein­kenn­andi fyrir sveit­ina síðan þá - bláir að lit og að banda­rískri fyr­ir­mynd. Enda mikið að ger­ast í lúðra­sveitum þar í landi.

Svan­ur­inn spil­aði inn á fyrstu Stereo hljóm­plötu Íslands árið 1970 undir stjórn Jóns Sig­urðs­son­ar, sem Fálk­inn gaf út.

Um þessar mundir stendur yfir söfnun á Karol­ina Fund fyrir nýjum bún­ingum fyrir hljóm­sveit­ar­með­limi. Kjarn­inn ræddi við Þor­kel Harð­ar­son, kvik­mynda­gerð­ar­mann og klar­inettu­leik­ara (með lúðra­sveit­ar­blæt­i), um söfn­un­ina og ýmis­legt annað sem skiptir öllu máli.

Auglýsing

Hljómsveitin Svanmur á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Hljóm­sveitin Svan­mur á Þjóð­laga­há­tíð á Siglu­firð­i.

Bók­staf­lega spilað rass­inn úr bux­unumEr það rétt að  að þið séuð búin að spila rass­inn úr bux­un­um?

 

"Í dag er Svan­ur­inn að ákveðnu leyti búinn að spila rass­inn úr bux­un­um, Ekki tón­list­ar­lega séð, langt í frá - en bún­inga­lega séð. Bún­ingar sveit­ar­innar eru orðnir gamlir og úr sér gengnir og kom­inn tími til að end­ur­nýja þá."

Hvaða leið fóruð þið í ákvörð­un­inni varð­andi útlitið á bún­ing­un­um?

 

 

"Við ákváðum að fara þá leið að láta hanna nýja bún­inga á sveit­ina og fengum Rögnu Fróða, fata­hönnuð og fyrrum horn­leik­ara í Svan­inum til þess. Nýju bún­ing­arnir kall­ast á við þá gömlu í litum og útliti - en eru með nútíma­legri sniði og afar glæsi­leg­ir. Þetta er dýrt spaug að end­ur­nýja bún­inga­safnið á einu bretti og þess vegna beittum við ýmsum ráðum við fjár­öfl­un­ina - meðal ann­ars erum við á Karol­ina Fund um þessar mundir að reka smiðs­höggið á fjár­öfl­un­ina.

Búningarnir sem hljómsveitin hyggst láta útbúa á sig. Bún­ing­arnir sem hljóm­sveitin hyggst láta útbúa á sig.

Styrktu og fáðu að stjórna lúðra­sveitÞegar fólk styrkir ykkur á Karol­ina Fund, getur það átt von á ein­hverju góðu í stað­inn?

 

"Á Karol­ina Fund erum við að bjóða ýmis­legt skemmti­legt ef fólk ákveður að heita á okkur - rús­ínan í pylsu­end­anum er auð­vitað tæki­færi til að stjórna einu lagi með full­skip­aðri lúðra­sveit á tón­leikum með okk­ur! Þetta er hin full­komna gjöf fyrir þann sem allt á og ekk­ert vant­ar. Síðan erum við að bjóða upp­tökur með sveit­inni á DVD og CD ásamt miða á tón­leika. Og auð­vitað erum við að bjóða spila­mennskur líka - allt frá kvar­tettum og kvin­tettum upp í full­skip­aða lúðra­sveit. Til dæmis ef ein­hver ætlar að játa ást sína með til­þrif­um, er hægt að fá lúð­ur­þeyt­ara til að aðstoða sig við stemn­ing­una. Eða ef fólk ætlar í pott­inn og er í mjög flipp­uðu skapi, þá getur það fengið lúðra­sveit til að hjálpa til að við skapa sól­ar­stemn­ingu með smá Sam­batakri. Það er allt hægt með lúðra­sveit til að skapa góða stemn­ing­u."

Mikil eft­ir­spurn eftir naktri lúðra­sveit 

 

Þor­kell segir að það sem hafi komið þeim á óvart við fjár­öfl­un­ina var að hljóm­sveit­in var eitt­hvað að hóta því að hún myndi þurfa að spila nakin niður Lauga­veg­inn í næstu mar­s­er­ingu, því bún­ing­arnir væru að rakna utan af henni - þá kom í ljós að þetta var tví­eggja sverð sem þau höfðu brugðið þarna á loft. "Það er mikil eft­ir­spurn eftir naktri lúðra­sveit, meira að segja er útgef­andi búinn að hafa sam­band við okkur til að gefa út daga­tal með nak­inni lúðra­sveit. Það þarf reyndar að finna réttan prís á svo­leiðis sveit - lög­mál mark­að­ar­ins um fram­boð og eft­ir­spurn hljóta að ráða þar eins og ann­ar­stað­ar. Sjáum til hvað setur en fjár­öfl­unin gengur ágæt­lega um þessar mundir og nú eru síð­ustu dag­arnir í henni að renna upp. Sjáum til hvort ekki tekst að full­fjár­magna þetta á Karol­ina, með aðstoð les­enda með lúðra­sveit­ar­blæti eða lúðra­sveitar eitrun á háu stig­i."

 

 

 

https://vi­meo.com/130158835

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None