Karolina Fund: Svavar Knútur, loksins á vínyl elskurnar!

72c688cd4c4ad535470d4b4b65a8250b.jpg
Auglýsing

Tón­list­ar­mað­ur­inn Svavar Knútur er að vinna að útgáfu sólóplatna sinna, Kvöld­vaka, Amma og Ölduslóð á vínyl og freistar þess að hóp­fjár­magna útgáf­una á Karol­ina Fund. Sjálfur segir hann ekk­ert not­ar­legra en að „skella hlý­legri þjóð­lagatón­list­inni með ólg­andi melankólíu og nötr­andi von­ar­strái á fón­inn þegar til­vist­ar­kreppan nagar und­ir­stöður sál­ar­innar eða jafn­vel kúra sig undir brak­andi kunn­ug­leik Ömmu­plöt­unnar á köldu vetr­ar­kvöld­i."

svavar knútur

Ætt­aður alls staðar aðHverjar eru rætur þínar og hvenær fórstu að vinna að tón­list?

"Ég er nú ætt­aður alls staðar að á Íslandi, m.a. að aust­an, Borg­ar­firði eystri og Álfta­firði og svo frá Barða­strönd­inni og Breiða­firði, Grinda­vík og Trölla­skaga. Þessi mixt­úra hefur reynst afskap­lega flókin og ill­skýr­an­leg gegnum tíð­ina. Svo yfir­leitt seg­ist ég bara vera list­fengur lands­byggð­ar­lúði.

Auglýsing

Ég bý núna í Reykja­vík með fjöl­skyld­unni minni og geri út það­an. Ég byrj­aði að starfa sem tón­list­ar­maður rétt fyrir hrun. Það vatt hratt upp á sig og ég hætti í öruggri og traustri inni­vinnu næstum sama dag og Geir H. Haarde sagði „Guð blessi Ísland“. Það var gáfu­legt. Ég hef sem­sagt starfað alfarið við tón­list síðan 2008 og verið mikið á tón­leika­ferða­lögum und­an­farin ár sam­fara útgáfu og öðru tón­list­ar­starfi. Svo hef ég verið að teygja mig inn í leik­hús líka und­an­far­ið, unnið með íslenskum og þýskum leik­hópum og samið tón­list fyrir nokkur leik­rit.

Eftir und­an­farin sjö ár og allt það ströggl og erf­ið­leika sem þeim hafa fylgt get ég ekki hugsað mér að vinna annað starf en tón­list."

https://soundclou­d.com/svav­arknu­t­ur/emotiona­l-anor­exic

Vill koma öllum sóló­plöt­unum á vínylSegðu aðeins frá tón­list­ar­verk­efn­inu se þú ert að reyna að hóp­fjár­magna?

"Verk­efnið felst í því ann­ars vegar að koma öllum sóló­plöt­unum mínum hingað til á vín­yl, sem er afskap­lega kostn­að­ar­samt verk­efni í sjálfu sér, en einnig að gefa út, í til­efni af því, 12 tommu EP-­plötu með fjórum lög­um, teknum upp á tón­leik­um, heima hjá vinum og svo í vonsku­veðri, heima í stofu.

Í því til­efni ákvað ég, í sam­ráði við útgef­and­ann minn, Dimmu útgáfu, að láta gera alger­lega ný koverl­ista­verk fyrir plöt­urn­ar. Dóttir mín, Dag­björt Lilja, hafði teiknað mynd­irnar á geisla­diska­út­gáf­urnar á sínum tíma, en við hugs­uðum að í stað þess að blása þær út og láta plöt­urnar líta eins út, bara með stækk­uðum mynd­um, væri flott að end­ur­hugsa pæl­ing­arnar fyrir þennan stóra „striga“. Það kall­aði á ný kóverl­ista­verk og alger­lega nýja útlits­hönn­un.

Fyrir EP plöt­una, Songs of Weltsch­merz, Wald­ein­sam­k­eit and Wand­erlust (WWW), var síðan fylgt nýrri hug­mynd, en hún dregur svo­lítið saman pæl­ing­arnar á Kvöld­vöku og Ölduslóð í eina stutta sög­u."

Hvað er  líkt og ólíkt með þessum þremur sóló­plöt­um: Kvöld­vöku, Ömmu og Ölduslóð?

"Kvöld­vaka og Ölduslóð eru lík­ari inn­byrð­is, enda eru þar frum­samin lög. Þær segja hvor sína sögu og ég rað­aði lög­unum upp þannig fram­vinda sög­unnar gengur upp. Hún á líka að ganga upp eins og vín­yl­plata skipt­ist á hlið­ar, svo það er mjög skemmti­legt. Ég hugs­aði plöt­urnar alltaf þannig að hægt yrði að gefa þær út á vín­yl, út frá lengd.

Þær eru samt örlítið ólíkar inn­byrð­is. Kvöld­vaka fjallar um brekk­una frá eymd til end­ur­lausn­ar, en Ölduslóð er að taka á ham­ingj­unni sem því verk­efni sem hún er, með öllu ves­en­inu og þraut­unum sem því fylgja.

Amma, hins veg­ar, sker sig út þar sem á henni eru bara íslensk sönglög, „lög fyrir ömmu mína“. Mér þykir afskap­lega vænt um þá plötu og það var rosa­lega gaman að taka svona nakt­ar, hlýjar, trú­badora­út­gáfur af sígildum íslenskum lög­um, sem fólk er kannski van­ara að heyra í píanó­út­setn­ing­um.

Svo kemur EP platan (WWW) með læv og stríp­uðum útgáfum af tveimur lögum af Kvöld­vöku og Ölduslóð, einu lagi af næstu plötu og svo lagi sem er eig­in­lega eins og af plöt­unni „Om­a“, ef Amma hefði verið gefin út í Þýska­landi, In Stiller Nacht, þýskt þjóð­lag í útsetn­ingu Johann­esar Brahms, en end­ur­út­sett fyrir gít­ar."

svavar knútur

Nýjar myndir af plöt­unumHverju finnst þér breyta að gefa tón­list­ina út á vín­yl?

"Mér finnst aðal­lega skemmti­legt að end­ur­hugsa plötu­umslög­in og list­ina á þeim, að gefa fólki alger­lega nýjar myndir af plöt­un­um. Svo er nátt­úru­lega verið að láta undan ákveðnum þrýst­ingi frá þessum vín­ylnör­dum sem eru alltaf að tuða um að eng­inn sé maður með mönnum nema maður gefi út á vín­yl. Það má líka. En það hefur alltaf staðið til að þessar plötur kæmu út á vín­yl. Það hefði verið skemmti­legt að gera það sam­hliða upp­runa­legu útgáf­unni, en það er eig­in­lega ennþá skemmti­legra að gera þetta svona saman sem eitt verk­efni, því það bauð upp á þessa end­ur­hugsun og nýtt sam­hengi. Ég er bara ótrú­lega spennt­ur."

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

https://soundclou­d.com/svav­arknu­t­ur/while-t­he-world-burns

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None