Karolina Fund: Svavar Knútur, loksins á vínyl elskurnar!

72c688cd4c4ad535470d4b4b65a8250b.jpg
Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur er að vinna að útgáfu sólóplatna sinna, Kvöldvaka, Amma og Ölduslóð á vínyl og freistar þess að hópfjármagna útgáfuna á Karolina Fund. Sjálfur segir hann ekkert notarlegra en að „skella hlýlegri þjóðlagatónlistinni með ólgandi melankólíu og nötrandi vonarstrái á fóninn þegar tilvistarkreppan nagar undirstöður sálarinnar eða jafnvel kúra sig undir brakandi kunnugleik Ömmuplötunnar á köldu vetrarkvöldi."

svavar knútur

Ættaður alls staðar að


Hverjar eru rætur þínar og hvenær fórstu að vinna að tónlist?

"Ég er nú ættaður alls staðar að á Íslandi, m.a. að austan, Borgarfirði eystri og Álftafirði og svo frá Barðaströndinni og Breiðafirði, Grindavík og Tröllaskaga. Þessi mixtúra hefur reynst afskaplega flókin og illskýranleg gegnum tíðina. Svo yfirleitt segist ég bara vera listfengur landsbyggðarlúði.

Auglýsing

Ég bý núna í Reykjavík með fjölskyldunni minni og geri út þaðan. Ég byrjaði að starfa sem tónlistarmaður rétt fyrir hrun. Það vatt hratt upp á sig og ég hætti í öruggri og traustri innivinnu næstum sama dag og Geir H. Haarde sagði „Guð blessi Ísland“. Það var gáfulegt. Ég hef semsagt starfað alfarið við tónlist síðan 2008 og verið mikið á tónleikaferðalögum undanfarin ár samfara útgáfu og öðru tónlistarstarfi. Svo hef ég verið að teygja mig inn í leikhús líka undanfarið, unnið með íslenskum og þýskum leikhópum og samið tónlist fyrir nokkur leikrit.

Eftir undanfarin sjö ár og allt það ströggl og erfiðleika sem þeim hafa fylgt get ég ekki hugsað mér að vinna annað starf en tónlist."

https://soundcloud.com/svavarknutur/emotional-anorexic

Vill koma öllum sólóplötunum á vínyl


Segðu aðeins frá tónlistarverkefninu se þú ert að reyna að hópfjármagna?

"Verkefnið felst í því annars vegar að koma öllum sólóplötunum mínum hingað til á vínyl, sem er afskaplega kostnaðarsamt verkefni í sjálfu sér, en einnig að gefa út, í tilefni af því, 12 tommu EP-plötu með fjórum lögum, teknum upp á tónleikum, heima hjá vinum og svo í vonskuveðri, heima í stofu.

Í því tilefni ákvað ég, í samráði við útgefandann minn, Dimmu útgáfu, að láta gera algerlega ný koverlistaverk fyrir plöturnar. Dóttir mín, Dagbjört Lilja, hafði teiknað myndirnar á geisladiskaútgáfurnar á sínum tíma, en við hugsuðum að í stað þess að blása þær út og láta plöturnar líta eins út, bara með stækkuðum myndum, væri flott að endurhugsa pælingarnar fyrir þennan stóra „striga“. Það kallaði á ný kóverlistaverk og algerlega nýja útlitshönnun.

Fyrir EP plötuna, Songs of Weltschmerz, Waldeinsamkeit and Wanderlust (WWW), var síðan fylgt nýrri hugmynd, en hún dregur svolítið saman pælingarnar á Kvöldvöku og Ölduslóð í eina stutta sögu."

Hvað er  líkt og ólíkt með þessum þremur sólóplötum: Kvöldvöku, Ömmu og Ölduslóð?

"Kvöldvaka og Ölduslóð eru líkari innbyrðis, enda eru þar frumsamin lög. Þær segja hvor sína sögu og ég raðaði lögunum upp þannig framvinda sögunnar gengur upp. Hún á líka að ganga upp eins og vínylplata skiptist á hliðar, svo það er mjög skemmtilegt. Ég hugsaði plöturnar alltaf þannig að hægt yrði að gefa þær út á vínyl, út frá lengd.

Þær eru samt örlítið ólíkar innbyrðis. Kvöldvaka fjallar um brekkuna frá eymd til endurlausnar, en Ölduslóð er að taka á hamingjunni sem því verkefni sem hún er, með öllu veseninu og þrautunum sem því fylgja.

Amma, hins vegar, sker sig út þar sem á henni eru bara íslensk sönglög, „lög fyrir ömmu mína“. Mér þykir afskaplega vænt um þá plötu og það var rosalega gaman að taka svona naktar, hlýjar, trúbadoraútgáfur af sígildum íslenskum lögum, sem fólk er kannski vanara að heyra í píanóútsetningum.

Svo kemur EP platan (WWW) með læv og strípuðum útgáfum af tveimur lögum af Kvöldvöku og Ölduslóð, einu lagi af næstu plötu og svo lagi sem er eiginlega eins og af plötunni „Oma“, ef Amma hefði verið gefin út í Þýskalandi, In Stiller Nacht, þýskt þjóðlag í útsetningu Johannesar Brahms, en endurútsett fyrir gítar."

svavar knútur

Nýjar myndir af plötunum


Hverju finnst þér breyta að gefa tónlistina út á vínyl?

"Mér finnst aðallega skemmtilegt að endurhugsa plötuumslögin og listina á þeim, að gefa fólki algerlega nýjar myndir af plötunum. Svo er náttúrulega verið að láta undan ákveðnum þrýstingi frá þessum vínylnördum sem eru alltaf að tuða um að enginn sé maður með mönnum nema maður gefi út á vínyl. Það má líka. En það hefur alltaf staðið til að þessar plötur kæmu út á vínyl. Það hefði verið skemmtilegt að gera það samhliða upprunalegu útgáfunni, en það er eiginlega ennþá skemmtilegra að gera þetta svona saman sem eitt verkefni, því það bauð upp á þessa endurhugsun og nýtt samhengi. Ég er bara ótrúlega spenntur."

Hægt er að skoða verkefnið nánar og leggja því lið hér

https://soundcloud.com/svavarknutur/while-the-world-burns

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None