Karolina Fund: Svavar Knútur, loksins á vínyl elskurnar!

72c688cd4c4ad535470d4b4b65a8250b.jpg
Auglýsing

Tón­list­ar­mað­ur­inn Svavar Knútur er að vinna að útgáfu sólóplatna sinna, Kvöld­vaka, Amma og Ölduslóð á vínyl og freistar þess að hóp­fjár­magna útgáf­una á Karol­ina Fund. Sjálfur segir hann ekk­ert not­ar­legra en að „skella hlý­legri þjóð­lagatón­list­inni með ólg­andi melankólíu og nötr­andi von­ar­strái á fón­inn þegar til­vist­ar­kreppan nagar und­ir­stöður sál­ar­innar eða jafn­vel kúra sig undir brak­andi kunn­ug­leik Ömmu­plöt­unnar á köldu vetr­ar­kvöld­i."

svavar knútur

Ætt­aður alls staðar aðHverjar eru rætur þínar og hvenær fórstu að vinna að tón­list?

"Ég er nú ætt­aður alls staðar að á Íslandi, m.a. að aust­an, Borg­ar­firði eystri og Álfta­firði og svo frá Barða­strönd­inni og Breiða­firði, Grinda­vík og Trölla­skaga. Þessi mixt­úra hefur reynst afskap­lega flókin og ill­skýr­an­leg gegnum tíð­ina. Svo yfir­leitt seg­ist ég bara vera list­fengur lands­byggð­ar­lúði.

Auglýsing

Ég bý núna í Reykja­vík með fjöl­skyld­unni minni og geri út það­an. Ég byrj­aði að starfa sem tón­list­ar­maður rétt fyrir hrun. Það vatt hratt upp á sig og ég hætti í öruggri og traustri inni­vinnu næstum sama dag og Geir H. Haarde sagði „Guð blessi Ísland“. Það var gáfu­legt. Ég hef sem­sagt starfað alfarið við tón­list síðan 2008 og verið mikið á tón­leika­ferða­lögum und­an­farin ár sam­fara útgáfu og öðru tón­list­ar­starfi. Svo hef ég verið að teygja mig inn í leik­hús líka und­an­far­ið, unnið með íslenskum og þýskum leik­hópum og samið tón­list fyrir nokkur leik­rit.

Eftir und­an­farin sjö ár og allt það ströggl og erf­ið­leika sem þeim hafa fylgt get ég ekki hugsað mér að vinna annað starf en tón­list."

https://soundclou­d.com/svav­arknu­t­ur/emotiona­l-anor­exic

Vill koma öllum sóló­plöt­unum á vínylSegðu aðeins frá tón­list­ar­verk­efn­inu se þú ert að reyna að hóp­fjár­magna?

"Verk­efnið felst í því ann­ars vegar að koma öllum sóló­plöt­unum mínum hingað til á vín­yl, sem er afskap­lega kostn­að­ar­samt verk­efni í sjálfu sér, en einnig að gefa út, í til­efni af því, 12 tommu EP-­plötu með fjórum lög­um, teknum upp á tón­leik­um, heima hjá vinum og svo í vonsku­veðri, heima í stofu.

Í því til­efni ákvað ég, í sam­ráði við útgef­and­ann minn, Dimmu útgáfu, að láta gera alger­lega ný koverl­ista­verk fyrir plöt­urn­ar. Dóttir mín, Dag­björt Lilja, hafði teiknað mynd­irnar á geisla­diska­út­gáf­urnar á sínum tíma, en við hugs­uðum að í stað þess að blása þær út og láta plöt­urnar líta eins út, bara með stækk­uðum mynd­um, væri flott að end­ur­hugsa pæl­ing­arnar fyrir þennan stóra „striga“. Það kall­aði á ný kóverl­ista­verk og alger­lega nýja útlits­hönn­un.

Fyrir EP plöt­una, Songs of Weltsch­merz, Wald­ein­sam­k­eit and Wand­erlust (WWW), var síðan fylgt nýrri hug­mynd, en hún dregur svo­lítið saman pæl­ing­arnar á Kvöld­vöku og Ölduslóð í eina stutta sög­u."

Hvað er  líkt og ólíkt með þessum þremur sóló­plöt­um: Kvöld­vöku, Ömmu og Ölduslóð?

"Kvöld­vaka og Ölduslóð eru lík­ari inn­byrð­is, enda eru þar frum­samin lög. Þær segja hvor sína sögu og ég rað­aði lög­unum upp þannig fram­vinda sög­unnar gengur upp. Hún á líka að ganga upp eins og vín­yl­plata skipt­ist á hlið­ar, svo það er mjög skemmti­legt. Ég hugs­aði plöt­urnar alltaf þannig að hægt yrði að gefa þær út á vín­yl, út frá lengd.

Þær eru samt örlítið ólíkar inn­byrð­is. Kvöld­vaka fjallar um brekk­una frá eymd til end­ur­lausn­ar, en Ölduslóð er að taka á ham­ingj­unni sem því verk­efni sem hún er, með öllu ves­en­inu og þraut­unum sem því fylgja.

Amma, hins veg­ar, sker sig út þar sem á henni eru bara íslensk sönglög, „lög fyrir ömmu mína“. Mér þykir afskap­lega vænt um þá plötu og það var rosa­lega gaman að taka svona nakt­ar, hlýjar, trú­badora­út­gáfur af sígildum íslenskum lög­um, sem fólk er kannski van­ara að heyra í píanó­út­setn­ing­um.

Svo kemur EP platan (WWW) með læv og stríp­uðum útgáfum af tveimur lögum af Kvöld­vöku og Ölduslóð, einu lagi af næstu plötu og svo lagi sem er eig­in­lega eins og af plöt­unni „Om­a“, ef Amma hefði verið gefin út í Þýska­landi, In Stiller Nacht, þýskt þjóð­lag í útsetn­ingu Johann­esar Brahms, en end­ur­út­sett fyrir gít­ar."

svavar knútur

Nýjar myndir af plöt­unumHverju finnst þér breyta að gefa tón­list­ina út á vín­yl?

"Mér finnst aðal­lega skemmti­legt að end­ur­hugsa plötu­umslög­in og list­ina á þeim, að gefa fólki alger­lega nýjar myndir af plöt­un­um. Svo er nátt­úru­lega verið að láta undan ákveðnum þrýst­ingi frá þessum vín­ylnör­dum sem eru alltaf að tuða um að eng­inn sé maður með mönnum nema maður gefi út á vín­yl. Það má líka. En það hefur alltaf staðið til að þessar plötur kæmu út á vín­yl. Það hefði verið skemmti­legt að gera það sam­hliða upp­runa­legu útgáf­unni, en það er eig­in­lega ennþá skemmti­legra að gera þetta svona saman sem eitt verk­efni, því það bauð upp á þessa end­ur­hugsun og nýtt sam­hengi. Ég er bara ótrú­lega spennt­ur."

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

https://soundclou­d.com/svav­arknu­t­ur/while-t­he-world-burns

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None