Karolina Fund: Sveifludjasshljómsveitin Secret Swing Society

druskininkai.jpg
Auglýsing

Sveiflu­djass­hljóm­sveitin Secret Swing Soci­ety hefur verið að eign­ast aðdá­endur hér á landi í sum­ar, en lag sem þeir gerðu með Björg­vini Hall­dórs­syni og hefur heyrst mikið á Rás 2 und­an­far­ið, verður á vænt­an­legri plötu þeirra sem er í fjár­mögnun á Karol­ina Fund. Kjarn­inn ræddi við Andra Ólafs­son um verk­efn­ið.

1. Hvenær og hvernig varð ‘Secret Swing Soci­ety’ til?„Hljóm­sveit­ina stofn­uðum við, fimm gamlar sál­ir, í Amster­dam árið 2010. Krist­ján Tryggvi Mart­ins­son píanó­leik­ari, Grímur Helga­son klar­inett­leik­ari og und­ir­rit­aður [bassa­leik­ari] vorum allir við tón­list­ar­nám í Conservator­ium van Amster­dam, sem og Guillaume Heur­tebize, gít­ar­leik­ari frá Frakk­landi og Dom­inykas Vysni­auskas, trompet­leik­ari frá Lit­háen. Við höfðum verið að spila saman í hinum og þessum verk­efnum þegar við hóuðum í kvin­tett­hitt­ing og hóp­ur­inn small svona líka vel sam­an.“

2. Hvernig tón­list ómar frá Secret Swing Soci­ety og hvaðan sæk­iði inn­blást­ur­inn?„Það er gleði­tón­list sem yfir­leitt er nær­tæk­ast að kenna við sveiflu­djass – við erum í grunn­inn að gera popptón­list milli­stríðs- og stríðs­ár­anna skil án mik­illa stæla eða nútímakrydds. Þetta eru sönglög í fjöl­radda útsetn­ing­um; gamlir stand­ardar, söng­leikja­lög og smellir sem voru samdir og/eða gerðir frægir af fólki á borð við Mills bræð­ur, Fats Wall­er, Nat King Cole, Ger­swhin bræður o.fl, en líka lög eftir okkur sjálfa. Til að byrja með sungum við ekki, og við erum þess vegna með heil­mik­inn katalóg af instru­mental djassi útsettum og æfð­um, þar sem tón­list Django Rein­hardt og Duke Ell­ington er fyr­ir­ferð­ar­mik­il.“

[soundcloud id="https://soundclou­d.com/­secret-swing-soci­ety/gl­ans-­feat-­bjorg­vin-hall­dors­son"]

Auglýsing

3. Hvað stendur til núna hjá Secret Swing Soci­ety?„Það sem ber nátt­úru­lega hæst er platan okkar sem við tókum upp í febr­úar og erum að fjár­magna hjá Karol­ina Fund. Við erum að jafn­aði í þremur mis­mun­andi lönd­um, þannig að tæki­færi okkar til tón­leika­halds eru fá miðað við margra hljóm­sveita. Við höfum þó náð að spila að minnsta kosti einu sinni á ári tón­leika­röð allir fimm saman síðan við lukum námi, og reynum að halda því áfram. Við stefnum ann­ars á meira sam­starf við Bo og erum að kasta hug­myndum á milli. Það tekur lík­lega á sig ein­hverja mynd í vet­ur.“

Verk­efnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None