Karolina Fund: Sveifludjasshljómsveitin Secret Swing Society

druskininkai.jpg
Auglýsing

Sveifludjasshljómsveitin Secret Swing Society hefur verið að eignast aðdáendur hér á landi í sumar, en lag sem þeir gerðu með Björgvini Halldórssyni og hefur heyrst mikið á Rás 2 undanfarið, verður á væntanlegri plötu þeirra sem er í fjármögnun á Karolina Fund. Kjarninn ræddi við Andra Ólafsson um verkefnið.

1. Hvenær og hvernig varð ‘Secret Swing Society’ til?


„Hljómsveitina stofnuðum við, fimm gamlar sálir, í Amsterdam árið 2010. Kristján Tryggvi Martinsson píanóleikari, Grímur Helgason klarinettleikari og undirritaður [bassaleikari] vorum allir við tónlistarnám í Conservatorium van Amsterdam, sem og Guillaume Heurtebize, gítarleikari frá Frakklandi og Dominykas Vysniauskas, trompetleikari frá Litháen. Við höfðum verið að spila saman í hinum og þessum verkefnum þegar við hóuðum í kvintetthitting og hópurinn small svona líka vel saman.“

2. Hvernig tónlist ómar frá Secret Swing Society og hvaðan sækiði innblásturinn?


„Það er gleðitónlist sem yfirleitt er nærtækast að kenna við sveifludjass – við erum í grunninn að gera popptónlist millistríðs- og stríðsáranna skil án mikilla stæla eða nútímakrydds. Þetta eru sönglög í fjölradda útsetningum; gamlir standardar, söngleikjalög og smellir sem voru samdir og/eða gerðir frægir af fólki á borð við Mills bræður, Fats Waller, Nat King Cole, Gerswhin bræður o.fl, en líka lög eftir okkur sjálfa. Til að byrja með sungum við ekki, og við erum þess vegna með heilmikinn katalóg af instrumental djassi útsettum og æfðum, þar sem tónlist Django Reinhardt og Duke Ellington er fyrirferðarmikil.“

[soundcloud id="https://soundcloud.com/secret-swing-society/glans-feat-bjorgvin-halldorsson"]

3. Hvað stendur til núna hjá Secret Swing Society?


„Það sem ber náttúrulega hæst er platan okkar sem við tókum upp í febrúar og erum að fjármagna hjá Karolina Fund. Við erum að jafnaði í þremur mismunandi löndum, þannig að tækifæri okkar til tónleikahalds eru fá miðað við margra hljómsveita. Við höfum þó náð að spila að minnsta kosti einu sinni á ári tónleikaröð allir fimm saman síðan við lukum námi, og reynum að halda því áfram. Við stefnum annars á meira samstarf við Bo og erum að kasta hugmyndum á milli. Það tekur líklega á sig einhverja mynd í vetur.“

Auglýsing

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None