Karolina Fund: Uppgjör listamanns með ólæknandi krabbamein á lokastigi

a71fa51ad624f0cc536859c623ea534f.jpg
Auglýsing

Hóp­ur­inn sem stendur að útgáfu á lista­verka­bók­inni Gildi – Cancer clos­ure, er sam­settur í kringum mynd­lista­mann­inn Sonju Georgs­dótt­ur. Það eru auk Sonju sjálfrar þau Almar Inga­son ljós­mynd­ari, María Pét­urs­dóttir mynd­lista­maður og texta­smiður og Bragi Hall­dórs­son útlits­hönn­uður og umbrots­mað­ur. Hóp­ur­inn gef­ur alla okkar vinnu sína því þetta er honum mik­il­vægt verk­efni en auk hans hafa fleiri boð­ist til að leggja hönd á plóg við texta­gerð, próf­arka­lestur og fleira.

Hóp­ur­inn ætl­ar að gefa út lista­verka­bók og geisla­disk með verkum Sonju en hún er með ill­vígt og ólækn­andi krabba­mein á loka­stigi svo bókin verður eins­konar upp­gjör hennar við líf sitt í gegnum mynd­list­ina og þar er af nógu af taka því hún á mikið myndefni sem er vert að sýna í svona bók. Auk þess á hún nokkur víd­eó­verk sem hóp­ur­inn ætlar að láta fylgja með á geisla­diski.

Kjarn­inn ræddi við Maríu Pét­urs­dóttur um verk­efn­ið.

Auglýsing

9a917a06f992f66d338fc09dfc358f23

Hug­mynd sprottin úr "kímó-kóma"



Hvaðan kom hug­myndin að því að gera þessa bók Gildi - Cancer clos­ure?

"Sonja fékk hug­mynd­ina í einu af mörgum lyfja­tíma­bilum sínum eða "kímó-kóma” eins og hún kallar það. Hana lang­aði að setja saman og gefa út ein­hvers konar yfir­lit yfir far­inn veg og halda þannig til haga ferli sínum í mynd­list fyrir aðstand­endur sína og vini auk list­unn­enda allra. Hún leit­aði til okkar Braga með þessa hug­mynd og við stungum uppá því að fjár­magna útgáf­una í gegnum Karol­ina Fund svo það væri hægt að gera þetta að veg­legri bók sem næði að koma ævi­starfi hennar til skila.

Almar Inga­son ljós­mynd­ari og frændi Sonju hefur áður komið að vinnslu raf­rænna verka hennar og því var að sjálf­sögðu leitað til hans með að taka þátt í verk­efn­inu og ljós­mynda verk­in. Kostn­að­ar­samasta hliðin við útgáf­una er sjálfur prent­kostn­að­ur­inn og því gengur söfn­unin fyrst og fremst út á að safna fyrir þeim kostn­að­ar­lið."

23bbcbdca5a49ff4774e4ffacbd14b17

Verið að gera upp 25 ára feril



Er ein­hver rauður þráður sem liggur í gegnum bók­ina?

"Þráður bók­ar­innar teng­ist því að Sonja er að gera upp 25 ára feril sinn sem mynd­lista­maður og veit að hún mun þurfa að kveðja. Hún vildi hafa titil bók­ar­innar þann sama og á mynd­bands­verk­inu sínu Gildi sem hún gerði árið 2012 en und­ir­tit­il­inn “Cancer clos­ure” sem segir allt sem segja þarf. Bókin er kveðju­verk Sonju. Í mynd­list­inni veltir hún oft fyrir sér gildi hluta og hug­taka í gegnum mynd­rænna fram­setn­ingu og orr­ustan sem hún háir í dag er vissu­lega til­efni til að horfa um öxl og velta fyrir sér gildi hlut­anna. Hún er auk þess að ganga frá ver­ald­legum hlutum og flokka og koma í höfn og það á við um mynd­list­ina líka.

b0a21d51345345bc33a2797726ea53ec

Þetta hefur verið dálítið sér­stakt því þegar verk­efnið fór af stað var Sonja oft mikið lasin í tengslum við krabba­meins lyfjakúrana. Hún hafði auk þess nýverið fest kaup á húsi sem mikið þurfti að laga þegar hún grein­ist með krabba­meinið haustið 2014 og bjó því inná ætt­ingjum á þessum tíma og búslóðin með öllum verk­unum hennar bund­inni í geymslu. Þannig dróst það tölu­vert að kom­ast í myndefnið svo hægt væri að byggja upp síð­una á Karol­ina Fund. Einnig þurfti að sæta lagis með ýmsa upp­lýs­inga­öflun því Sonja var ekki alltaf við­ræðu­hæf vegna lyfj­anna. Núna er verk­efnið komið vel á veg en við Sonja höfum verið að fara í gegnum verk og skrá niður ártöl og skoða tíma­bil. Almar er byrj­aður að mynda svo það er nóg að gera hjá honum núna en auk þess er Sonja búin að velja pappír í bók­ina og er að vinna að for­síðu í sam­vinnu við Braga. Svo er bara að vona að við náum að sigla þessu skipi vel í höfn fyrr en seinna og mark­miðið er að halda uppá útgáf­una með mynd­lista­sýn­ingu á vel völdum verkum eftir lista­mann­inn.

Bókin sjálf er þó fyrst og fremst hennar upp­gjör við lífs­hlaup sitt í gegnum mynd­list og hennar loka­gjöf til lífs­ins og þeirra sem munu lifa hana.

Við erum afskap­lega þakk­lát fyrir áheitin sem komin eru inni á Karol­ina fund en þar getur fólk styrkt verk­efnið auk þess að geta tryggt sér ein­tak af bók­inni eða verk eftir lista­mann­inn."

dd4c3e2120ee73dc7f1f1236c370be74

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None