Karolina fund: Vegabréf, vísakort og lyklar að hjólinu - bók um mótorhjólaferðalag

Kaffi-og-kleinur----obygg--um-Mongol--u.jpg
Auglýsing

Högni Páll Harð­ar­son og Unnur Sveins­dóttir skelltu sér í 5 mán­aða ferða­lag sum­arið 2014, þar sem þau heim­sóttu 20 lönd á mót­or­hjóli. Fylgj­enda­hópur þeirra stækk­aði ört eftir því sem leið á ferða­lagið og kom að því að þau ákváðu að gefa út ferða­sög­una á bók. 

Við hittum Unni og Högna og tókum þau tali.

Auglýsing


Unnur er mynd­list­ar­mennt­aður kenn­ari, áhuga­leik­hús­mann­eskja og hönn­uður sem er að upp­götva feg­urð mót­or­hjóla­ferða­mennsk­unnar á miðjum aldri. Högni er við­skipta­vél­fræð­ingur með þrá­hyggju­kennda ástríðu fyrir mót­or­hjóla­ferða­lögum og öllu sem því teng­ist. Þau eru Aust­firð­ingar búsett á Fáskrúðs­firði í Fjarða­byggð í rétt um 80 km fjar­lægð frá einu ferju­höfn lands­ins sem tengir það við meg­in­land Evr­ópu.

Heit súpa í hádeginu í kaldri Síberíu Heit súpa í hádeg­inu í kaldri Síber­íu.Hvernig kvikn­aði hug­myndin að þessu verk­efni?

Mið-Asíu leið­ang­ur­inn sem við fórum í árið 2014 var búinn að eiga sér tölu­verðan gerj­un­ar­tíma og var búinn að taka á sig ýmsar myndir í aðdrag­and­an­um. Við erum búin að fara all nokkrar ferðir erlendis á mót­or­hjólum og það má kannski segja að 6 vikna ferða­lag um Balkanskag­ann og fyrrum lýð­veldi Júgóslavíu árið 2010 hafi fyrir alvöru kveikt áhug­ann á því að takast á við meira fram­andi slóðir en áður. Til að tryggja að vinir og vanda­menn vissu af okkur frá degi til dags þá héldum við úti Face­book síðu, hún fór síðan að vekja athygli víðar en innan fjöl­skyld­unnar og þegar við vorum komin nokkrar vikur inn í ferða­lagið þá áttum við orðið 6-700 ferða­fé­laga sem fylgd­ust með því sem við vorum að fást við. Þaðan kemur síðan hvatn­ingin um að koma ævin­týr­inu á prent.

Eftirlit á þjóðvegi í Úsbekistan. Eft­ir­lit á þjóð­vegi í Úsbekist­an.

Til hvaða landa ferð­uð­ust þið?

Leiðin lá í gegnum 20 lönd og sum þeirra oftar en einu sinni. Fyrst komu Fær­eyj­ar, þá Dan­mörk, Þýska­land, Pól­land, Hvíta-Rúss­land og og síðan Rúss­land frá vestri allt austur til Ulan-ude í Síberíu áður en komið var til Mongól­íu. Í Mon­golíu var snúið til vest­urs og í suður og farið um Stan-löndin svoköll­uðu, Kasakstan, Kyrgyzstan, Tadsík­is­tan, Úsbekist­an. Þá norður fyrir Kaspí­haf og um Kákasus löndin Georgíu og Armen­íu, síðan um Tyrk­land, Grikk­land, Búlgar­íu, Serbíu, Ung­verja­land og áfram norður úr til Dan­merkur í veg fyrir ferj­una á ný.

Hvernig var upp­lifunin af þessu ferða­lagi?

Ævin­týri er lík­lega það orð sem best lýsir ferða­lag­inu. Dag­arnir 147 sem það tók voru jafn mis­jafnir og þeir voru margir og alltaf eitt­hvað nýtt að fást við. Löndin voru okkur flest mjög fram­andi og sann­ar­lega mikil áskorun að ferð­ast þar sem sam­eig­in­leg tungu­mála­kunn­átta er í algeru lág­marki.­Vega­kerfið var líka víða tölu­vert krefj­andi en það er þó meðal ann­ars það sem rekur bif­hjóla­fólk til landa eins og Mongól­íu, Tadsík­is­tan og Kyrgyzstan en þangað fara menn til að reyna sig og hjólin sín við erf­iðar aðstæð­ur. Öfugt við það sem flestir halda og draga þá ályktun af frétta­flutn­ingi fjöl­miðla þá er mun meira af góðu fólki í heim­inum heldur en vondu og það er kannski það sem uppúr stendur eftir ferð­ina. Allt góða fólkið sem við hitt­um.Þegar kom að því að gera bók um ferð­ina og gefa hana út þá átt­uðum við okkur fljót­lega á því hversu kostn­að­ar­söm bóka­út­gáfa er. Eins ef maður vill vanda til verka eykst kostn­að­ur­inn í réttu hlut­falli. Þessa fjár­muni þarf að greiða áður en nokkur bók selst og það þýðir í flestum til­fellum dýr banka­lán. Karol­ina Fund er ótrú­lega snið­ugur vett­vangur fyrir fólk eins og okkur og aðra sem eru að reyna að koma sér á fram­færi því hér opn­ast mögu­leik­inn á að selja vör­una sína í for­sölu og fjár­magna þannig að ein­hverju leyti þau útgjöld sem fylgja útgáfu.Að auki höfum við á þessum tíma sem söfn­unin hefur staðið átt í lif­andi sam­skiptum við stóran hóp verð­andi les­enda sem er frá­bært því fyrir vikið verða þeir ekki bara tölur á sölu­lista heldur fólk sem við þekkj­um. Það gerir vör­una miklu per­sónu­legri fyrir kaup­and­ann og þannig meira virði.Aug­lýs­inga­gildið sem felst í svona söfnun er líka ómet­an­legt því for­síðan á bók­inni okkar hefur verði linnu­lítið á síðum fés­bók­ar­innar und­an­farnar vikur og vinir og vel­unn­arar hafa deilt henni um allar triss­ur.Verk­efnið má finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None