Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur, blaðamaður og kennari, skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún hefur starfaði í flokknum frá upphafi og setið í framkvæmdastjórn flokksins. Í tilkynningu frá Sósíalistaflokknum segir að hún hafi búið um skeið í Berlín og stundað þar framhaldsnám í alþjóðastjórnmálum. Hún lauk mastersnámi í atvinnulífsfræðum árið 2012, meistararitgerð hennar fjallaði um verkalýðshreyfinguna en hún starfaði um tíma fyrir stéttarfélög.
„Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun. Það þarf að útrýma fátækt og það strax. Burt með alla kúgun og ofbeldi bæði gagnvart fólki og náttúru og inn með kærleika, samkennd, samvinnu og mannhelgi,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni.
Raðað var á lista flokksins af hópi félaga í Sósíalistaflokknum sem var slembivalinn. Í tilkynningunni segir að niðurstaða slembilvalinna hópa gefi í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör.
Næstur á lista flokksins í kjördæminu er Símon Vestarr, bókmenntafræðingur, kennari og tónlistarmaður og í þriðja sæti er María Lilja Þrastardóttir Kemp, aktívisti, skríbent og laganemi.
Svona er listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður:
1. Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur
2. Símon Vestarr Hjaltason, kennari
3. María Lilja Þrastardóttir Kemp, laganemi
4. Jón Kristinn Cortez, tónlistarmaður
5. Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari
6. Jón Óskar Hafsteinsson, myndlistarmaður
7. Sigrún Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
8. Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir, frístundaleiðbeinandi
9. Bára Halldórsdóttir, öryrki
10. Bárður Ragnar Jónsson, þýðandi
11. Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarmaður
12. Björn Reynir Halldórsson, sagnfræðingur
13. Krummi Uggason, námsmaður
14. María Sigurðardóttir, leikstjóri
15. Tamila Gámez Garcell, kennari
16. Elísabet Einarsdóttir, öryrki
17. Kristjana Kristjánsdóttir, leikskólakennari
18. Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi
19. Mikolaj Cymcyk, námsmaður
20. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor
21. María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öryrki
22. Andri Sigurðsson, hönnuður