Katrín Jakobsdóttir: Stjórnmál að ganga í gegnum breytingarskeið sem er ekki búið

3656839249_333fde1d36_z.jpg
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, seg­ist ekki sjá sig fyrir sér í emb­ætti for­seta Íslands en við­ur­kennir að hún hafi fengið örfáar áskor­anir um að bjóða sig fram. Það sé þó alveg á hreinu að hún sé ekki að und­ir­búa fram­boð til for­seta. Þetta kom fram í við­tali við hana í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni fyrr í dag.

Flokka­kerfið í "rosa­legri deiglu"Katrín fór um víðan völl í um tveggja klukku­stundar löngu við­tali. Hún sagði til að mynda að íslensk stjórn­mál og flokka­kerfi þess vera að ganga í gegnum mikið breyt­ing­ar­skeið sem hófst eftir hrun og sé ekki lok­ið. Flokka­kerfið sé sér­stak­lega í „rosa­legri deiglu“.

Í síð­ustu kosn­ingum buðu 15 flokkar fram til Alþingis á lands­vísu, margir þeirra með áherslur sem eru vinstra megin við miðju sam­kvæmt hinu hefð­bundna póli­tíska litrofi. Katrín seg­ist telja að það sé hægt að vinna miklu meira saman á vinstri væng stjórn­mál­anna. „Ég sé ekki endi­lega fyrir mér flokka­sam­ein­ing­ar[...]En ég held að það geti alveg orðið frek­ari breyt­ing­ar.“ Þar á hún meðal ann­ars við frekara sam­starf um mál­efni þvert á flokka. Margir innan vinstri flokka, til dæmis Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, geti unnið vel sam­an.

Mikil munur á póli­tík fyrir og eftir hrunKatrín sagði að tvenns konar kröfur væru uppi gagn­vart íslenskum stjórn­mál­um. Ann­ars vegar krafa um að vinna hluti sam­an, til dæmis innan stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Því tengt seg­ist hún vera fylgj­andi því, og hafi alltaf ver­ið, að fram­boð gefi upp fyrir kosn­ingar með hverjum þeir ætli að vinna í rík­is­stjórn fái þau tæki­færi til þess að mynda slíka. Hins vegar er krafa uppi um að stjórn­mála­menn tali með skýr­ari hætti um hvað þeir standi fyr­ir.

Hún seg­ist veru­lega ósátt við margt sem núver­andi rík­is­stjórn stendur fyr­ir­.„Það er skýr hug­mynda­fræði­legur mun­ur, finnst mér.“ Mun­ur­inn á póli­tík­inni fyrir og eftir hrun sést meðal ann­ars á þeim miklu erf­ið­leikum fyrir rík­is­stjórnir að ná saman um stór mál. Þeir erf­ið­leikar séu nú mun meira uppi á yfir­borð­inu en þeir voru áður, bæði hjá síð­ustu rík­is­stjórn og þeirri sem nú sit­ur.

Auglýsing

Jesús Kristur var vinstri maðurStór hluti við­tals­ins fór í að ræða allt aðra hluti en beina póli­tík, þótt snertiflet­irnir væru alltaf skammt und­an. Katrín greindi meðal ann­ars frá því að hún væri ekki fermd en trúi því alveg að Jesús Kristur hafi verið til í ein­hverri myndi. Hún hafi alltaf litið á hann sem vinstri mann, ein­hvern sem pass­aði upp á fátæka fólk­ið. Aðspurð um helstu pólitisku fyr­ir­myndir sínar nefndi Katrín Kol­brúnu Hall­dórs­dótt­ur, sem hafi verið afar ófeimin við að taka á erf­iðum mál­um, og Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None