Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra munu leiða lista Vinstri grænna í Reykjavík í næstu kosningum, líkt og þeim síðustu. Þetta liggur fyrir eftir að talningu í forvali flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum lauk í dag.
Steinunn Þóra Árnadóttir, sitjandi þingmaður, verður í öðru sætinu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu líkt og fyrir tæpum fjórum árum en Orri Páll Jóhannsson, varaþingmaður Vinstri grænna, sest í hitt annað sætið í höfuðborginni.
Hann tilkynnti þann 11. maí síðastliðinn að hann hefði dregið framboð sitt til baka í ljósi þess að leitað hafi verið til fagráðs flokksins vegna hegðunar hans. Í stöðuuppfærslu á Facebook sagði hann: „Það ferli sem þá fór af stað opnaði augu mín fyrir því að ýmislegt hefur verið ábótavant í minni hegðun.“
Ekki kom fram í stöðuuppfærslunni hvað fólst í þeirri hegðun sem Kolbeinn sýndi af sér.
Forval Vinstri grænna í Reykjavík fór fram daganna 16-19. maí. Alls voru ellefu í framboði og 927 flokksfélagar úr höfuðborginni greiddu atkvæði í forvalinu.
Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:
1.sæti Katrín Jakobsdóttir með 784 atkvæði í 1. sæti
1.sæti Svandís Svavarsdóttir með 714 atkvæði í 1. sæti
2. sæti Steinunn Þóra Árnadóttir með 487 atkvæði í 1.-2. sætið
2. sæti Orri Páll Jóhannsson með 459 atkvæði í 1.-2. sætið
3. sæti Eva Dögg Davíðsdóttir með 529 atkvæði í 1.-3. sæti
3. sæti Daníel E. Arnarson með 516 atkvæði í 1.-3. sæti
4. sæti Brynhildur Björnsdóttir með 693 atkvæði í 1.-4. sæti
4. sæti René Biasone með 545 atkvæði í 1.-4. sæti