Katrín og Svandís leiða hjá Vinstri grænum í Reykjavík

Orri Páll Jóhannsson tekur annað sæti Kolbeins Óttarssonar Proppé í öðru hvor Reykjavíkurkjördæminu, en annars eru efstu sæti þar óbreytt hjá Vinstri grænum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra munu leiða lista Vinstri grænna í Reykjavík í næstu kosningum, líkt og þeim síðustu. Þetta liggur fyrir eftir að talningu í forvali flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum lauk í dag. 

Steinunn Þóra Árnadóttir, sitjandi þingmaður, verður í öðru sætinu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu líkt og fyrir tæpum fjórum árum en Orri Páll Jóhannsson, varaþingmaður Vinstri grænna, sest í hitt annað sætið í höfuðborginni. 

Auglýsing
Þar sat Kolbeinn Óttarsson Proppé í síðustu tveimur þingkosningum sem fram fóru 2016 og 2017. Hann tilkynnti í janúar að hann ætlaði að reyna að verða nýr oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, en því hlutverki hafði hann áður gegnt árið 2003, án þess að komast inn á þing. Kolbeinni var hafnað með afgerandi hætti í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og ákvað í kjölfarið að bjóða sig fram í Reykjavík á ný. 

Hann tilkynnti þann 11. maí síðastliðinn að hann hefði dregið framboð sitt til baka í ljósi þess að leitað hafi verið til fagráðs flokksins vegna hegðunar hans. Í stöðuuppfærslu á Facebook sagði hann: „Það ferli sem þá fór af stað opnaði augu mín fyrir því að ýmislegt hefur verið ábótavant í minni hegðun.“

Ekki kom fram í stöðuuppfærslunni hvað fólst í þeirri hegðun sem Kolbeinn sýndi af sér.

Forval Vinstri grænna í Reykjavík fór fram daganna 16-19. maí. Alls voru ellefu í framboði og 927 flokksfélagar úr höfuðborginni greiddu atkvæði í forvalinu. 

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

1.sæti Katrín Jakobsdóttir með 784 atkvæði í 1. sæti

1.sæti Svandís Svavarsdóttir með 714 atkvæði í 1. sæti

2. sæti Steinunn Þóra Árnadóttir með 487 atkvæði í 1.-2. sætið

2. sæti Orri Páll Jóhannsson með 459 atkvæði í 1.-2. sætið

3. sæti Eva Dögg Davíðsdóttir með 529 atkvæði í 1.-3. sæti

3. sæti Daníel E. Arnarson með 516 atkvæði í 1.-3. sæti

4. sæti Brynhildur Björnsdóttir með 693 atkvæði í 1.-4. sæti

4. sæti René Biasone með 545 atkvæði í 1.-4. sæti

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent