Katrín sannfærð um að héraðssaksóknari sé að sinna rannsókn á Samherja af fullri alvöru

Katrín Jakobsdóttir segist hafa mikla trú á embætti héraðssaksóknara og að það hafi skýrar yfirlýsingar stjórnvalda um að það fái þá fjármuni sem þurfi til að ljúka rannsókn á Samherja.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fjárheimildir til eftirlits með spillingu í þinginu í dag.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fjárheimildir til eftirlits með spillingu í þinginu í dag.
Auglýsing

„Mér finnst ekki gott ef gefið er í skyn hér að ekki sé verið að sinna þess­ari rann­sókn af fullri alvöru, að það er alls ekki mín sann­fær­ing. Mín sann­fær­ing er sú að hér­aðs­sak­sókn­ari sé svo sann­ar­lega að sinna þess­ari rann­sókn af fullri alvöru og hann hefur skýrar yfir­lýs­ingar stjórn­valda um að hann fái þá fjár­muni sem hann þarf til að ljúka henn­i.“ 

Þetta sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra um stöðu þegar hún svar­aði óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata, á Alþingi í dag  um fjár­heim­ildir til eft­ir­lits gegn spill­ingu, þar sem hann spurði meðal ann­ars út í Sam­herj­a­málið svo­kall­aða. 

Þar vísar Katrín í að í byrjun árs í fyrra hafi þær stofn­anir sem tengj­ast eft­ir­liti og vörnum gegn pen­inga­þvætti, skatt­rann­sóknum og skatt­eft­ir­liti fengið 200 millj­óna króna við­bót­ar­fram­lag úr rík­is­sjóði. Þetta var gert í sam­ræmi við  yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar um að grípa til alls sjö aðgerða til að auka traust á íslensku atvinnu­lífi, en aðgerð­ar­á­ætl­unin var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi 19. nóv­em­ber, nokkrum dögum eftir að opin­berun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera á meintum mútu­greiðsl­um, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja í Namibíu og víðar var birt. 

Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni sagði að hugað yrði sér­stak­lega að fjár­mögnun rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara „í tengslum við rann­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­a­mál­in­u.“

Spurði um svelti eft­ir­lits­stofn­ana

Björn Leví sagði í upp­hafi fyr­ir­spurnar sinnar að þegar Sam­herj­a­málið svo­kall­aða hófst í nóv­em­ber 2019 hafi 100 mál beðið rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara, þar af um 60 skatta­mál. „Vegna þessa bað hér­aðs­sak­sókn­ari um aukið fjár­magn fyrir sex stöðu­gildum til að ná að sinna verk­efnum emb­ætt­is­ins í nóv­em­ber 2019. Þeirri beiðni var hafnað í fjár­laga­vinnu fyrir árið 2020. Starfs­fólki á rann­sókn­ar­sviði hér­aðs­sak­sókn­ara fjölg­aði þó um sex stöðu­gildi um mitt ár 2020. Það er í sjálfu sér áhuga­vert að það sé hægt þegar engin fjár­heim­ild er fyrir því, en sam­kvæmt heim­ildum er um að ræða 30 millj­ónir úr dóms­mála­ráðu­neyt­inu sem var ein­hvern veg­inn hægt að skrapa sam­an. Þrátt fyrir þetta er staða verk­efna þó enn svipuð og áður, verri ef tekið er til­lit til auk­inna verk­efna vegna nýlegra laga.“

Auglýsing
Björn Leví sagði að í víð­ara sam­hengi mætti svo sjá erindi umboðs­manns Alþingis mörg ár aftur í tím­ann um auknar fjár­heim­ildir til að sinna frum­kvæð­is­rann­sóknum og meiri­hluta þings­ins sem hefði hafnað þeim beiðn­um. „Það er líka skortur á fjár­magni hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, Fiski­stofu, Rík­is­end­ur­skoðun og Per­sónu­vernd til að sinna frum­kvæð­is­rann­sóknum og örugg­lega hjá fleiri stofn­un­um. Þetta voru bara þær stofn­anir sem var auð­velt að finna heim­ildir fyrir um slíkan skort.“

Björn Leví spurði því hvernig það væri traust­vekj­andi að sjá áþreif­an­legar aðgerðir í Nor­egi, Fær­eyjum og Namibíu vegna Sam­herj­a­máls­ins, en á Íslandi væru til staðar hafn­anir á beiðni um auknar fjár­heim­ildir og svelti eft­ir­lits­stofn­ana sem eigi að vinna gegn spill­ingu?

Hefur mikla trú á emb­ætt­inu

Sam­herji er til rann­sóknar hér­lendis og í Namibíu vegna meintra mútu­brota, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvættis í tengslum við við­skipti sín í Namib­íu. Á Íslandi rann­saka bæði emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri málið og alls sex núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn Sam­herja hafa fengið stöðu sak­born­ings við yfir­heyrsl­ur. 

Á mánu­dag í síð­ustu viku var greint frá því að Tind­holm­ur, fær­eyskt dótt­ur­fé­lag Sam­herja, hefði greitt 345 millj­ónir króna vegna van­gold­inna skatta í rík­is­sjóð Fær­eyja. Skatt­skil félags­ins hafa sömu­leiðis verið kærð til lög­reglu í Fær­eyj­um.

Katrín hafn­aði því að emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara væri ekki að fá nægar fjár­heim­ild­ir. Hennar sann­fær­ing væri sú að emb­ættið væri að sinna rann­sókn­inni að fullri alvöru og hún sagð­ist hafa ­mikla trú á emb­ætt­inu. „Við höfum fylgst með því í fréttum þar sem tek­ist hefur verið á, m.a. fyrir dóm­stól­um, um aðgang að gögnum og við vitum að það er fullur gangur í þess­ari rann­sókn. Nú síð­ast lá það fyrir að hér­aðs­sak­sókn­ari hefði fengið úrskurð um að fá aðgang að þeim gögnum sem óskað var eftir eftir ein­hvers konar sam­töl, reki­stefnu, fyrir dóm­stól­um. Mér finnst mik­il­vægt að segja að ég hef fulla trú á því að emb­ættið sé að sinna þessu af atorku, en auð­vitað tekur þetta tíma.“

Hvað varði eft­ir­lits­stofn­an­irnar almennt sagði for­sæt­is­ráð­herra þá eft­ir­lits­stofnun sem heyri undir sig vera í sam­ein­uðum Seðla­banka og Fjár­mála­eft­ir­liti. Sú sam­ein­ing hafi tek­ist vel. Þá benti hún á að umboðs­maður Alþingis heyri beint undir þingið og það sé for­sætis­nefnd Alþingis að takast á við það ef áhöld séu um hvort emb­ættið sé nægj­an­lega fjár­magn­að.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent