Í október síðastliðnum undirrituðu Ardian France SA og Síminn hf. kaupsamning kaup og sölu alls hlutafjár Mílu ehf., með áætluðum söluhagnaði upp á 46 milljarða króna fyrir Símann, með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í síðasta mánuði upplýsti Síminn svo að Ardian hefði óskað eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið og skilað inn tillögum að skilyrðum til þess að mæta samkeppnislegum áhyggjum þess.
Auglýsing
Að því er fram kemur í tilkynningu Símans hf. mun fyrirtækið ræða við Ardian um atriði sem varða kaupsamning aðilanna samhliða viðræðum Ardian við Samkeppniseftirlitið.