Líf og störf kvenna á Íslandi eru í forgrunni í bókinni Sprakkar eftir Elizu Reid sem kom út fyrir jólin. Í hlaðvarpsþættinum Bókahúsið ræðir hún við Sverri Norland um íslenska kvenskörunga samtímaans, stöðu kynjanna, móðurhlutverkið og margt fleira. Í Sprökkum er brugðið upp litríkri mynd af íslensku nútímasamfélagi, kostum þess og göllum, og rýnt í það sem enn er óunnið í jafnréttismálum.
Benný Sif Ísleifsdóttir kom líka í Bókhaúsið og rabbaði um ógleðiskók, sveitaböll og afar líflega skáldsögu sína Djúpið.
Loks skaust Sverrir í ræktarsal Bókahússins og svitnaði þar ærlega á hamstrahjóli ásamt hinum síhressu kynningar- og markaðsstýrum Forlagsins, þeim Guðrúnu Norðfjörð og Emblu Ýri Teitsdóttur, sem ræddu fjölbreytileg störf sín við að koma bókum Forlagsins til lesenda úti um land allt.
Bókahúsið er aðgengilegt á helstu hlaðvarpsveitum og á vef Forlagsins.