Kvikmyndafrumvarp um endurgreiðslur „augljóslega gallað“

Formaður Miðflokksins segir kvikmyndafrumvarp menningar- og viðskiptaráðherra „augljóslega gallað“. Fjármála- og efnahagsráðherra segir athugasemdir sem ráðuneytið gerði við frumvarpið ekki efnislegar, heldur snúi þær að fjárlagaliðnum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, út í athuga­semdir ráðu­neyt­is­ins við frum­varp Lilju Alfreðs­dótt­ur, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Í minn­is­blaði frá efna­hags- og fjár­mála­ráðu­neyt­inu, sem fjallað var um á fundi atvinnu­vega­nefndar í gær og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er það gagn­rýnt að frum­varpið sé ófjár­magnað og að skortur hafi verið á sam­ráði við samn­ingu þess. Í minn­is­blað­inu er bent á kostn­að­ar­á­hrif frum­varps­ins, um ófjár­magnað frum­varp sé að ræða og fjár­heim­ildir séu því ekki til staðar til að næta þeim kostn­að­ar­auka sem frum­varpið hefur í för með sér.

Auglýsing

Lilja kynnti drög að end­ur­skoðun laga um end­ur­greiðslur vegna vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi í byrjun maí en í því er lagt til að kvik­mynda­verk­efni sem upp­fylla ákveðin skil­yrði og telj­ast stærri verk­efni og til lengri tíma njóti 35 pró­sent end­ur­greiðslu af fram­leiðslu­kostn­aði í stað 25 pró­sent. Frum­varpið var afgreitt úr rík­is­stjórn um miðjan maí. Í lok maí greindi Vísir frá því að næsta þátta­röð af True Det­ect­ive verði tekin upp hér á landi. Verk­efnið mun, að öllum lík­ind­um, falla undir skil­yrði frum­varps­ins um hærra end­ur­greiðslu­hlut­fall.

Van­fjár­magnað og „raunar ófjár­magnað frum­varp“

Sig­mundur Davíð spurði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra út í minn­is­blað ráðu­neyt­is­ins þar sem kemur meðal ann­ars fram, að sögn Sig­mund­ar, að málið sé van­fjár­magnað og í raun ófjár­magn­að.

Sig­mundur Davíð benti á að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi gert athuga­semdir við að hafa aðeins fengið þrjá daga til að fara yfir frum­varpið og eins að starfs­hópur sem átti að vinna þetta frum­varp hafi ekki fengið að vinna það heldur hafi það bara verið klárað í menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu.

„Því er jafn­framt haldið fram að þetta mál hafi verið afgreitt úr rík­is­stjórn,“ sagði Sig­mundur Dav­íð, sem spurði Bjarna hvort ekki hafi verið gerðar athuga­semdir við það á sínum tíma í rík­is­stjórn­inni. Þá sagði hann það nokkuð óvenju­legt að mál að þessu tagi komi upp svona seint og að ráðu­neytið telji sig þurfa að grípa inn í vegna stjórn­ar­frum­varps, sem hann telur að sé ekki annað að skilja en að hér sé um stjórn­ar­frum­varp að ræða.

Í engum vafa um að fjár­laga­lið­ur­inn er ófull­nægj­andi

Bjarni benti á að á und­an­förnum árum hafi verk­lagi við kosn­t­að­ar­mat frum­varpa verið gjör­breytt og að nú beri fagráðu­neytin sjálf alla ábyrgð á því að kostn­að­ar­meta mál sem fram hafa kom­ið. Sú regla sé þó við­höfð að fjár­mála­ráðu­neytið hafi að jafn­aði tvær vikur til að fara yfir mat fagr´ðauneyta. Það hafi ekki tek­ist í til­viku kvik­mynda­frum­varps Lilju. Bjarni sagði ráðu­neytið samt sem áður hafa komið með ábend­ingar um að gjalda­lið­ur­inn gerði ekki ráð fyrir útgjöldum sem myndi reyna á ef frum­varpið yrði sam­þykkt.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

„Ekki var tekið til­lit til þess í grein­ar­gerð með frum­varp­inu eins og það fór í gegnum rík­is­stjórn­ina. Þar vakti ég reyndar athygli á því,“ sagði Bjarni, sem sagði umræð­una í raun og veru snú­ast um hvort útgjalda­lið­ur­inn, sem er vistaður í menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu, hafi nægi­legt svig­rúm til að full­nægja þeirri þörf sem mun skap­ast verði frum­varpið sam­þykkt sem lög.

„Það er eina spurn­ingin sem skiptir hér máli og fjár­mála­ráðu­neytið er bara að vekja athygli á því, er ekki með neinar efn­is­legar athuga­semdir við það mál, að útstreymi til að end­ur­greiða kvik­mynda­fram­leið­endum mun stöðvast á því að ekki verði fjár­heim­ildir á fjár­laga­liðn­um. Mönnum kann að þykja þetta óeðli­legt en það getur auð­vitað gerst að það komi upp ólík sjón­ar­mið um það hvort fagráðu­neytið eða fjár­mála­ráðu­neytið hafi rétt fyrir sér. Ég er reyndar í engum vafa um að fjár­laga­lið­ur­inn er ófull­nægj­and­i,“ sagði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Sig­mundur Davíð sagði að af orðum fjár­mála­ráð­herra að dæma sé frum­varpið „aug­ljós­lega gall­að“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokki