Kynjakvóti í framkvæmdastjórnum gæti leiðrétt kynjahalla í ráðningum forstjóra

Konur sitja ekki við sama borð og karlar í ráðningarferli forstjóra skráðra fyrirtækja að mati Ástu Dísar Óladóttur. Hún spyr hvort ekki þurfi að auglýsa stöðurnar í stað þess að láta ráðningarfyrirtæki sjá um ráðningarferlið að stóru leyti.

Ásta Dís Óladóttir hefur rannsakað kynjahalla í ráðningum forstjóra skráðra félaga á Íslandi.
Ásta Dís Óladóttir hefur rannsakað kynjahalla í ráðningum forstjóra skráðra félaga á Íslandi.
Auglýsing

Kynja­kvóti í fram­kvæmda­stjórnum skráðra félaga er meðal þeirra leiða sem hægt er að fara til þess að leið­rétta kynja­halla í ráðn­ingum for­stjóra í skráðum félögum á íslenskum mark­aði. Þetta segir Ásta Dís Óla­dótt­ir, dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands, í við­tali við Emil Dags­son í nýjasta þætti Ekon.

Ásta Dís hefur rann­sakað ráðn­ing­ar­ferli for­stjóra í skráðum félögum og er ein með­höf­unda grein­ar­innar For­stjóra­ráðn­ingar í þjóð­hags­lega mik­il­vægum fyr­ir­tækj­um: Kynja­halli, úti­lokun og ófag­leg rán­ing­ar­ferli? Með­höfu­bdar Ástu Dísar eru Þóra H Christ­i­an­sen, Sig­rún Gunn­ars­dóttir og Erla S. Krist­jáns­dóttir en greinin kom út í fyrra.

Að baki grein­ar­innar liggja við­töl við helm­ing þeirra kvenna sem áttu sæti í stjórnum skráðra félaga þegar rann­sóknin fór fram en hópur við­mæl­enda telur 22 kon­ur. Þegar rann­sóknin fór fram voru for­stjórar allra 19 fyr­ir­tækj­anna í kaup­höll­inni karl­ar. Síðan þá hefur ein kona bæst í hóp­inn, Birna Ein­ars­dóttir sem er banka­stjóri Íslands­banka.

Auglýsing

Að sögn Ástu Dísar var til­gangur rann­sókn­ar­innar að tala við konur sem sitja í stjórnum og koma þar af leið­andi að ráðn­ing­ar­ferli for­stjóra og spyrja út í hver sýn þeirra væri á ferl­ið.

„Við erum að beina kast­ljós­inu að konum sem sitja í stjórnum félaga og hver þeirra þáttur í ráðn­inga­ferl­inu væri. Tæp­lega helm­ingur stjórn­ar­manna í dag eru kon­ur, 46-48 pró­sent. Ég held að það fari hæst í 48 pró­sent stjórn­ar­kvenna í skráðum félögum þegar kynja­kvóta­lögin voru að fullu inn­leidd hér á landi. Það hefur aldrei verið hærra en það,“ segir Ásta Dís.

Spyr hvort ekki þurfi að aug­lýsa stöður lausar til umsóknar

Ein af þeim spurn­ingum sem rann­sak­endur leit­uðu svara við var hvers vegna kven­kyns for­stjórum hefði ekki fjölg­að, þegar staðan væri sú að nærri helm­ingur fólks sem á sæti í stjórnum séu kon­ur. Ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki sem sjá að stórum hluta um ráðn­ing­ar­ferli reynd­ust hafa þar mikil áhrif.

Frá ráðn­ing­ar­stof­unum koma gjarnan úrtaks­listum með mögu­legum for­stjóra­efn­um. Á þeim listum eru yfir­leitt mun fleiri karlar en kon­ur, að sögn Ástu Dís­ar. Ráðn­ing­ar­ferlið sé líka oft­ast með svoköll­uðu „hea­d-hunt­ing“ sniði sem ráðn­ing­ar­stofur stýra enda stöð­urnar ekki aug­lýst­ar.

„Það þyrfti að skoða það að aug­lýsa stöð­ur. Konur vilja frekar bíða, þær vilja vera í þessum ramma, þær vilja sjá aug­lýs­ing­una og þær vilja máta sig við aug­lýs­ingu. Karl­arnir taka aftur á móti upp sím­ann og segja “Hey, ég hef áhuga á þess­ari stöðu, ég vil vera í þessu úrtaki”,“ segir Ásta Dís.

Því séu færri konur á áður­nefndum listum sem koma frá ráðn­ing­ar­stof­unum og því minna úr að velja í ráðn­ing­ar­ferl­inu. „Ætti að vera skylda að aug­lýsa þessar stöð­ur? Viljum við horfa frekar til opin­bera geirans þar sem er skylda að aug­lýsa þessar stöð­ur?“ spyr Ásta Dís.

Arf­taka­stjórnun og áhrif stórra fjár­festa

Önnur aðferð sem Ásta Dís nefnir er svokölluð arf­taka­á­ætlun eða arf­taka­stjórn­un. Hún segir arf­taka­stjórnun þekkj­ast vel erlendis en ekki vera í mik­illi notkun hér á landi. Arf­taka­stjórnun snýst um að horfa á núver­andi skipu­rit og finna tvo nýja kandídata fyrir hverja stöðu á skipu­rit­inu, einn karl og eina konu - arf­tak­ana. Við­kom­andi ein­stak­lingar geta þá verið þjálfaðir upp í stöð­una sem um ræðir með við­eig­andi menntun eða með öðrum leiðum sem auka reynslu.

Arf­tak­arnir verða þá klárir í að taka við stöðu í fram­kvæmda­stjórn með litlum fyr­ir­vara ef eitt­hvað kemur upp á og ein eða fleiri staða innan skipu­rits­ins losn­ar. Ásta Dís segir þessa leið geta verið gagn­lega ef fyr­ir­tæki stefna að því að ná jafn­rétti milli kynja innan fyr­ir­tækis en hún bendir á að það sé ein­fald­lega ákvörðun stjórnar að elt­ast við að ná slíku jafn­rétti.

Stórir fjár­festar geta einnig haft áhrif á jafn­rétti innan skráðra félaga. Ásta Dís segir til að mynda að líf­eyr­is­sjóð­irnir geti sett sem skil­yrði fyrir fjár­fest­ingu í fyr­ir­tæki að jafn­rétt­is­stefna sé til staðar innan þess fyr­ir­tæk­is.

Hægt er að hlusta á við­­tal Emils Dags­­sonar við Ástu Dís Óla­dóttur í nýjasta þætti Ekon í mynd­­band­inu hér fyrir neð­­an. Þætt­irnir Ekon eru styrktir af Háskóla Íslands, sem styður vís­inda­­­menn til virkrar þátt­­­töku í sam­­­fé­lag­inu í krafti rann­­­sókna þess og sér­­­þekk­ing­­­ar. Einnig er hægt að hlusta á Ekon á Soundcloud.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent