Lægri hámarkshraði myndi kalla á fleiri strætisvagna

Strætó segir í umsögn við frumvarp Andrésar Inga Jónssonar um lækkun hámarkshraða í þéttbýli að það myndi auka öryggi gangandi vegfarenda. En einnig ferðatíma strætófarþega og kostnað Strætó, nema gripið yrði til mótvægisaðgerða.

Strætóskýli
Auglýsing

Frum­varp um lækkun hámarks­hraða í þétt­býli sem nú liggur fyrir Alþingi myndi að óbreyttu auka rekstr­ar­kostnað Strætó bs., þar sem lægri með­al­hraði vagn­anna kallar að öllum lík­indum á að fleiri vagnar aki hverja leið. Þessir vagnar eru ekki til hjá Strætó í dag.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Strætó við frum­varp­ið, sem Andrés Ingi Jóns­son, þá utan flokka en í dag þing­maður Pírata, lagði fram. Þar segir að lækkun hraða væri jákvæð fyrir öryggi gang­andi veg­far­enda, þar á meðal far­þega Strætó. Lækkun hrað­ans myndi þó að öllum lík­indum auka ferða­tíma Strætó, sem leiddi til auk­ins rekstr­ar­kostn­aðar og óhag­ræðis fyrir not­endur Strætó.

Í umsögn­inni er vísað til úttektar sem verk­fræði­stofan Mann­vit vann fyrir Strætó árið 2017 vegna hug­mynda sem þá voru uppi um að lækka hámarks­hraða á borg­ar­götum vestan Kringlu­mýr­ar­braut­ar.

Auk­inn kostn­aður Strætó vegna þeirra hug­mynda var þá met­inn á 150 millj­ónir króna á ári, en Strætó seg­ist ekki geta lagt nákvæmt mat á hvað það myndi kosta að lækka hámarks­hraða niður í 30 km/klst. á öllum götum í þétt­býli nema sveit­ar­stjórnir færi rök fyrir og ákveði ann­að, eins og lagt er til í frum­varpi Andr­ésar Inga.

Strætó setur upp dæmi af leið 15, sem gengur á milli Vest­ur­bæjar Reykja­víkur og Mos­fells­bæj­ar. Ef með­al­öku­hrað­inn á leið­inni, sem í dag er um það bil 25 km/klst myndi lækka um tvo kíló­metra á klst. myndi það kalla á einn vagn til við­bótar á leið 15 til að halda í við núver­andi tíma­töflu á leið­inni.

Strætó segir að „gróft reikn­að“ sé hver vagn að kosta á milli 50 til 60 millj­ónir króna á ári. Sam­an­dregið segja full­trúar Strætó í umsögn­inni að þar sem mikið af götum sem Strætó ekur um myndi fá lægri hámarks­hraða ef frum­varpið yrði að lögum kæmi það til með hafa víð­tæk áhrif á ferða­tíma Strætó og þar af leið­andi auk­ins rekstr­ar­kostn­að­ar.

Ljóst er af lestri umsagnar Strætó að lækk­aður hámarks­hraði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu myndi hafa þessi áhrif, nema til kæmu mót­væg­is­að­gerðir sem myndu jafna út lækkun með­al­hrað­ans, svo sem fleiri for­gangsakreinar og for­gangs­ljós fyrir Strætó og færri hraða­hindr­an­ir, auk ann­ars.

Auglýsing

Í umsögn Strætó segir þó að verið sé að vinna frek­ari grein­ingar á áhrifum lægri hámarks­hraða á leiða­net og rekstr­ar­kostnað Strætó. „Áætlað er að þeirri vinnu ljúki á næstu mán­uðum og þá liggja fyrir mun betri upp­lýs­ingar um áhrif lægri hámarks­hraða á leið­ar­kerfi og rekstr­ar­kostnað Strætó,“ segir í umsögn­inn­i.

Lítil geta til að kaupa fleiri vagna

Eins og Kjarn­inn sagði ítar­lega frá nýlega er vagna­floti Strætó kom­inn tölu­vert á aldur og fjár­fest­inga­geta byggða­sam­lags­ins lít­il, nema umtals­verð fjárinn­spýt­ing komi inn í fyr­ir­tækið frá eig­endum þess.

Í grein­ingu KPMG á flota­málum Strætó sagði að það myndi kosta um 880 millj­ónir að end­ur­nýja þá 28 vagna sem orðnir eru eldri en 10 ára og svo myndi kosta um 1,5 millj­arða til við­bótar að end­ur­nýja þá 33 vagna sem keyptir voru á árunum 2013 og 2014. Á þeim árum var ráð­ist í umfangs­mikla end­ur­nýjun flot­ans í kjöl­far þess að ein­ungis einn stræt­is­vagn var keyptur frá 2008-2012 í kjöl­far hruns.

Ekki er útlit fyrir að Strætó hafi efni á því að ráð­ast í annað slíkt átak að óbreyttu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent