Ragnar Þór endurkjörinn formaður VR

Formaður VR var endurkjörinn í formannskjöri sem lauk í dag. Þátttaka í formannskjöri hefur aldrei verið jafn mikil og nú.

Ragnar Þór hefur verið formaður VR frá árinu 2017.
Ragnar Þór hefur verið formaður VR frá árinu 2017.
AuglýsingRagnar Þór Ing­ólfs­son var end­ur­kjör­inn for­maður VR í alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu til for­manns og stjórnar hjá VR sem lauk í dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hlaut Ragnar Þór hlaut 63 pró­sent atkvæða. Ragnar Þór hefur gegnt emb­ætti for­manns síðan árið 2017.

Eini mót­fram­bjóð­andi Ragn­ars Þórs var Helga Guð­rún Jón­as­dóttir en hún er fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi Fjarða­byggðar og hefur einnig starfað sem sam­skipta­stjóri Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga. Þá var hún for­maður Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna og hefur sömu­leiðis tekið sæti sem vara­þing­maður flokks­ins. Helga Guð­rún hefur áður boðið sig fram til for­manns VR en hún laut í lægra haldi fyrir Stef­áni Ein­ari Stef­áns­syni í kosn­ingu árið 2011.

Auglýsing

Um helstu áherslur Ragn­ars segir meðal ann­ars á vef um fram­boð hans: „Að víkka út kjara­bar­áttu VR enn frekar og halda áfram bar­átt­unni fyrir öllu því sem styrkir stöðu okkar og eykur lífs­gæði. Vald­efl­ing félags­manna og auk­inn kraftur í starfs­mennta­mál er svarið við fjórðu iðn­bylt­ing­unni með atvinnu­lýð­ræði og meiri áhrifum launa­fólks á vinnu­staðnum og að sjóð­fé­lagar kjósi stjórnir líf­eyr­is­sjóða og tak­marka aðkomu atvinnu­rek­enda að öllu leyt­i.“

Atkvæða­greiðsla hófst á mánu­dags­morg­un, 8. mars, og stóð til hádegis í dag. Á kjör­skrá voru alls 35.920 félags­menn. Atkvæð­is­rétt höfðu allir full­gildir félagar í VR. Þar að auki hafa félagar eldri en 67 ára, sem hætt hafa atvinnu­þátt­töku vegna ald­urs, atkvæð­is­rétt hafi þeir greitt félags­gjald á 67. ald­ursári og höfðu greitt félags­gjöld í að minnsta kosti 50 mán­uði af 60 á síð­ustu fimm árunum áður en þeir urðu 67 ára. Fram hefur komið í frétt Vísis að aldrei hafi þátt­taka verið jafn mikil en um 28 pró­sent félags­manna tók þátt í atkvæða­greiðsl­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent