Lága verðbólgan á Íslandi sú fimmta hæsta í Evrópu

verðbólga-Ísland.png
Auglýsing

Ein­ungis fimm Evr­ópu­ríki glímdu við hærri verð­bólgu en Ísland á síð­asta ári. Verð­bólgan hér­lendis var þó á svip­uðu róli og í mörgum ríkjum álf­unn­ar, þar sem verð­lag hefur ýmist lækkað lít­il­lega eða hækkað lít­il­lega. List­inn hér að neðan sýnir verð­bólgu í lönd­unum eins og hún mæld­ist að með­al­tali á síð­asta ári. Í sex löndum mæld­ist verð­hjöðn­um, mest í Búlgar­íu.

Verð­bólga að með­al­tali 2014 í ríkjum EES og Banda­ríkj­unum |Create infograp­hics

Töl­urnar hér að ofan byggja á svo­kall­aðri sam­ræmdi vísi­tölu neyslu­verðs. Sam­ræmda vísi­talan er keim­lík vísi­tölu neyslu­verðs sem jafnan er notuð til þess að mæla verð­bólg­una, en er lít­il­lega frá­brugð­in, í því skyni að vera sam­an­burð­ar­hæf milli allra land­anna. Þannig eru útgjöld ferða­manna tekin með í reikn­ing­inn og ekki er litið til kostn­aðar fólks við eigið hús­næði. Ástæðan er sú að í mörgum land­anna eru gögn um hús­næð­is­kostnað ófull­nægj­andi. Hag­stofan birti gögn fyrir des­em­ber­mánuð 2014 í gær.

Auglýsing

Verð­bólga á Íslandi, sam­kvæmt sam­ræmdu vísi­töl­unni, var að jafn­aði 1% í fyrra. Löndin sem bjuggu við meiri verð­bólgu voru Finn­land, Rúm­en­ía, Aust­ur­ríki, Bret­land og Nor­egur auk Banda­ríkj­anna sem eru með í mæl­ing­unni. Verð­bólga meðal ESB ríkja var að með­al­tali 0,6% og 0,4% á evru­svæð­inu.

Færumst nær

Árið 2014 er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem með­al­tals-verð­bólgan á Íslandi mælist á pari eða svipuð og að með­al­tali innan ESB og á evru­svæð­inu.

Verð­bólga á evru­svæð­inu, innan ESB og Íslandi  2006-2014 |Create infograp­hicsVerð­hjöðnun víða í álf­unni

Athygl­is­vert er að skoða verð­bólg­una, það er tólf mán­aða breyt­ingu á vísi­tölu neyslu­verðs, eins og hún mæld­ist í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Víða hefur verð­lag farið lækk­andi, og vörur og þjón­usta ódýr­ari en fyrir ári síð­an. Er því ekki um að ræða verð­bólgu heldur verð­hjöðn­un. Í 19 löndum mælist verð­hjöðn­un, sé litið til sam­ræmdar vísi­tölu neyslu­verðs. Þar á meðal er Ísland, þar sem verð­lag sam­kvæmt vísi­töl­unni hefur lækkað um 0,4% frá því í des­em­ber 2013.

Þess ber að geta að verð­bólga á Íslandi mæld sam­kvæmt vísi­tölu neyslu­verðs (þ.e. ekki sam­ræmdri vísi­tölu neyslu­verðs) er 0,8%. Helsti mun­ur­inn er hús­næð­islið­ur­inn, sem ekki er reikn­aður í sam­ræmdu vísi­töl­unni.

Verð­bólga í ríkjum EES og Banda­ríkj­unum í des­em­ber 2014 |Create infograp­hicsKjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 22. jan­ú­ar. Fylgstu með áFace­book-­síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None