Landspítalann vantar 1,8 milljarð til að geta staðið undir óbreyttum rekstri og þróun

Landspítalinn á að fá um 82,5 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Það er ekki nóg að mati starfandi forstjóra. Hún segir alls vanta tæplega 1,6 milljarða króna til að standa undir óbreyttum rekstri.

Sigurbergur Kárason
Auglýsing

Sam­kvæmt drögum að fjár­hags­á­ætlun Land­spít­ala þá áætlar spít­al­inn að óbreyttur rekstur muni kosta tæp­lega 82,5 millj­arða króna á næsta ári. Fjár­veit­ingar til spít­al­ans úr rík­is­sjóði sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi eru 80,8 millj­arðar króna. Alls vantar Land­spít­al­ann því 1.642 millj­ónir króna til að við­halda óbreyttum rekstri sínum á næsta ári.

Þetta kemur fram í umsögn spít­al­ans um fjár­laga­frum­varpið. Guð­laug Rakel Guð­jóns­dótt­ir, settur for­stjóri Land­spít­ala, skrifar undir umsögn­ina. 

Í henni segir Guð­laug að margt jákvætt sé í fjár­laga­frum­varp­inu. Spít­al­inn hafi þó miklar áhyggjur af því að ofan­greinda upp­hæð vanti til að standa undir óbreyttum rekstri. „Miðað við það þá hefur spít­al­inn ekk­ert fjár­magn til að takast á við eðli­legar lýð­fræði­legar breyt­ingar og inn­leiða fram­farir í með­ferð sjúk­linga.“

Guð­laug segir að ef reikni­við­mið fjár­laga á liðnum árum hefðu verið látin gilda hefði Land­spít­al­inn fengið 1.410 millj­ónum krónum meira. „Óskar Land­spít­ali eftir að svo verði áfram en miðað við að reikn­aður raun­vöxtur nægi ekki til að standa undir óbreyttum rekstri,

og hvað þá að gera spít­al­anum kleift að þró­ast enn frekar, leggur spít­al­inn einnig til að fallið verði frá 387 m.kr. hag­ræð­ing­ar­kröfu á hendur hon­um. Sam­tals væri þetta þá 1.797 m.kr. nýtt rekstr­arfé til spít­al­ans sem gerði honum kleift að standa undir óbreyttum rekstri og þró­ast áfram með nýja þjón­ustu ásamt því að vinna að eðli­legum rekstr­ar­um­bót­u­m.“ 

Auglýsing
Hún segir það einnig vera sér­stakt áhyggju­efni hve tækja­kaupafé spít­al­ans hafi dreg­ist saman á liðnum árum. „Að óbreyttu þarf spít­al­inn því að skerða þjón­ustu sína. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve alvar­leg slík staða er.“

Langvar­andi fjár­hags­vandi og halla­rekstur

Land­spít­al­inn hefur glímt við langvar­andi fjár­hags­vanda og halla­rekst­ur. Á árunum 2018 til 2020 var sam­an­lagður halli á rekstri spít­al­ans tæp­lega 4,3 millj­arðar króna. Þeim halla hefur verið mætt meðal ann­ars með því að hag­ræða í rekstri og reyna að aðlaga starf­sem­ina að fjár­heim­ild­um, sam­kvæmt umsögn­inn­i. 

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir.

Þar segir þó að síð­ustu ár hafi verið þung og skýrist af hluta af heims­far­aldr­inum sem hafi haft veru­leg áhrif á starf­semi spít­al­ans. Því hafi það ekki tek­ist að fullu að aðlaga rekstur að fjár­heim­ild­um. 

Í ár sé þó gert ráð fyrir að spít­al­inn verði rek­inn innan fjár­veit­inga en það segi ekki alla sög­una, sam­kvæmt Guð­laugu. „Und­ir­liggj­andi rekstr­ar­vandi á árinu 2021 er um 1.000 m.kr. þegar tekið er til­lit til ein­skiptis hag­ræð­ing­ar­að­gerða (frestað við­hald ofl.) og fjár­veit­inga sem bókast á árið 2021 en kostn­aður féll til á árinu 2020.“

Björn Zoëga ráð­inn sem ráð­gjafi

Páll Matth­í­as­son sagði upp störfum sem for­stjóri Land­spít­al­ans fyrr á þessu ári og skipa á í stöð­una frá 1. mars á næsta ári. Í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar var þess sér­stak­lega getið að skipa ætti stjórn yfir Land­spít­al­ann. 

Í gær var svo til­kynnt að Björn Zoëga, for­­stjóri Karol­inska sjúkra­hús­s­ins í Sví­­þjóð og fyrr­ver­andi for­­stjóri Land­­spít­­al­ans, hefði verið ráð­inn sem ráð­gjafi af Willum Þór Þór­s­­syni heil­brigð­is­ráð­herra. 

Um væri að ræða tíma­bundið hluta­­starf með­fram störfum Björns sem for­­stjóra. Hann hefur þegar hafið störf.

Í til­­kynn­ingu á vef stjórn­­­ar­ráðs­ins vegna þessa var haft eftir Willum að Land­­spít­­al­inn sé hryggjar­­stykkið í okkar heil­brigð­is­­kerfi. „Spít­­al­inn verður að geta sinnt sínu mik­il­væga hlut­verki nú og í fram­­tíð­inni. Þá er gott sam­­spil spít­­al­ans við aðra þætti heil­brigð­is­­kerf­is­ins lyk­il­at­riði. Umtals­verðar breyt­ingar á rekstri og yfir­­­stjórn Land­­spít­­al­ans munu eiga sér stað á næst­unni og því er gríð­­ar­­lega mik­il­vægt að sér­­fróðir aðilar með þekk­ingu á rekstri slíkrar stofn­unar séu til að veita ráð við slíka vinn­u.“

Meðal þess sem liggi til grund­vallar þeirri vinnu sem sé framundan séu áherslur í heil­brigð­is­­málum í nýjum stjórn­­­ar­sátt­­mála, inn­­­leið­ing þjón­ust­u­tengdrar fjár­­­mögn­unar og grein­ing­­ar­vinna sem gerð hafi verið á fram­­tíð­­ar­­þjón­­ustu Land­­spít­­ala.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent