„Langþráður draumur“ um gagnkvæmt reiki milli fjarskiptafyrirtækja í augsýn

Áhersla verður lögð á að stoppa upp í þau göt þar sem ekki er netsamband og setja upp 10 megabæta internet á öllum þjóðvegum landsins. 24 af 31 tíðniheimildum falla úr gildi á næsta ári og verða endurnýjaðar til 20 ára. Fyrir þær fást 750 milljónir.

Fjarskiptastofa leggur áherslu á að koma upp 10 megabæta farneti á þjóðvegum landsins.
Fjarskiptastofa leggur áherslu á að koma upp 10 megabæta farneti á þjóðvegum landsins.
Auglýsing

Fjar­skipta­stofa fær heim­ild til að mæla fyrir um sam­starf og samnýt­ingu í skil­málum tíðni­heim­ilda, nái frum­varp til laga um fjar­skipti sem nú liggur fyrir Alþingi fram að ganga. Sú heim­ild, sam­hliða upp­bygg­ing­ar­skuld­bind­ingum fjar­skipta­fyr­ir­tækja myndi hafa það í för með sér að gagn­kvæmt reiki milli fjar­skipta­fyr­ir­tækja á þjóð­vegum lands­ins yrði að veru­leika. Það þýðir að not­endur ólíkra fjar­skipta­fyr­ir­tækja hefðu sama aðgang að far­nets­þjón­ustu, það er inter­netteng­ingu í gegnum 4G eða 5G, á þjóð­vegum lands­ins.

Í lok mars á næsta ári falla úr gildi 24 af 31 tíðni­heim­ildum sem ætl­aðar eru til að veita almenna far­nets­þjón­ustu. Tíðnir fyrir far­nets­þjón­ustur eru raf­seg­ul­bylgjur í lofti sem not­aðar eru fyrir þráð­lausar gagna­send­ingar en Fjar­skipta­stofa sér um úthlutun þeirra. Á vef stofn­un­ar­innar segir að fjar­skipta­tíðnir innan íslensks yfir­ráða­svæðis og númer úr íslenska núm­era­skipu­lag­inu séu auð­lindir undir stjórn íslenska rík­is­ins. Úthlutun fjar­skipta­tíðna felur í sér tíma­bundna heim­ild til skil­yrtra afnota sem hvorki leiðir til eign­ar­réttar né var­an­legs nýt­ing­ar- og ráðu­stöf­un­ar­rétt­ar.

Auglýsing

Til stendur að end­ur­nýta tíðnirétt­indin sem eru við það að falla úr gildi til langs tíma eða til 20 ára og við það tæki­færi ætlar Fjar­skipta­stofa að end­ur­skoða skil­mála tíðnirétt­inda og koma á ákveðnum skuld­bind­ingum um útbreiðslu og gæði þjón­ust­unn­ar.

750 millj­ónir i auð­linda­gjald

Sér­staka gjald­skrá er fyrir tíðnirétt­indin má finna í kynn­ingu frá Fjar­skipta­stofu og áætlað er að um 750 millj­ónir króna geti skilað sér í formi auð­linda­gjalds fyrir tíðni­heim­li­d­irnar sem til stendur að end­ur­nýja á næsta ári. Tekj­urnar renna í fjar­skipta­sjóð sem hefur það hlut­verk að stuðla að upp­bygg­ingu fjar­skipta­mála á grund­velli fjar­skipta­á­ætl­un­ar.

Að sögn Björns Geirs­son­ar, sviðs­stjóra hjá Fjar­skipta­stofu, er gjaldið hóf­legt ef miðað er við höfða­tölu. Hann nefnir sem dæmi að á Ítalíu er verðið fyrir til­tekið tíðni­svið 36 evru­sent á hvern íbúa en hér á landi er verðið 0,6 evru­sent. Í töflu frá Fjar­skipta­stofu þar sem upp­hæð auð­linda­gjalda í nokkrum löndum er borin saman sést að verðið er nokkuð rokk­andi, í Nor­egi er það til dæmis 0,2 evru­sent á íbúa en í Þýska­landi er verðið 17 evru­sent á íbúa.

Spurður út í fylgni milli auð­linda­gjalds og verð­lags fjar­skipta­fyr­ir­tækja segir Björn: „Því meiri sem gjald­takan er eða auð­linda­gjöld­in, því lík­legra er að það skili sér út í verð­lag til neyt­enda. Þannig að með því að halda þessu hóf­stilltu þá er það til þess fallið að halda verð­lagn­ing­unni í hófi.“

Björn segir hóf­stillta gjald­töku auð­linda­gjalds einkum skýr­ast af því að á móti skuld­binda fjar­skipta­fyr­ir­tækin sig til að ráð­ast í kostn­að­ar­sama upp­bygg­ingu. „Við gerum ráð fyrir því að gera kröfu um upp­bygg­ingu á háhraða­neti sem er þá slit­laust far­síma­sam­band á öllu þjóð­vega­kerf­inu. Það er áætlað að muni kosta 2,2 millj­arða að gera ráð fyrir 100 pró­sent slit­lausri far­nets­notkun með 30 mega­bæta hraða. Þannig að það er kostn­aður sem leggst á fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in. Það er ekki bæði hægt að gera miklar kröfur um kostnað og að vera með mikla auð­linda­gjald­töku á sama tíma.“

Áhersla verður lögð á að koma upp 10 mega­bæta hraða til­tölu­lega fljótt á þjóð­vegum lands­ins að sögn Björns og kostn­aður við það er met­inn verða um 850 millj­ónir króna.

Við­skipta­vinir ólíkra fjar­skipta­fyr­ir­tækja sitji við sama borð

Líkt og áður segir fær Fjar­skipta­stofa heim­ild til að mæla fyrir um sam­starf og samnýt­ingu í kerf­inu nái nýtt frum­varp til laga um fjar­skipti fram að ganga. Það er algjör for­senda fyrir þessu upp­bygg­ing­ar­verk­efni að sögn Björns. „Ástæðan er sú að það eru holur í þjóð­vega­kerf­inu í dag, þú dettur úr sam­bandi víðs vegar í vega­kerf­inu. Það þekkja það allir að það vantar far­síma­sam­band á sumum stöð­um. Það er til­tölu­lega dýrt að holu­fylla þetta. Það er ekk­ert eitt fyr­ir­tæki sem mun ráð­ast í það verk­efni. Þá spyr maður sig: Er skyn­sam­legt að láta hvert og eitt fyr­ir­tæki fara út í þetta verk­efni? Þá nátt­úr­lega þre­fald­ast kostn­að­ur­inn við þetta, þannig að við lítum á þetta sam­starfs- og samnýt­ing­ar­verk­efni þannig að öll fyr­ir­tækin taki þátt í þess­ari fram­kvæmd sam­eig­in­lega og kostn­að­ur­inn þá skipt­ist með jöfnum hætti á milli fyr­ir­tækj­anna.“

Fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar munu einnig gera gagn­kvæmt reiki að mögu­leika sem mun hafa það í för með sér að við­skipta­vinir ólíkra fjar­skipta­fyr­ir­tækja munu hafa sama aðgengi að inter­neti á vegum úti, ólíkt því sem nú er. „Það getur gerst að það séu tveir í bíl og annar hjá Sím­anum og hinn hjá Voda­fone eða Nova og svo dettur sá út hjá Voda­fone eða Nova en sá hjá Sím­anum helst inni – eða öfugt. Það er verið að reyna að ráða bót á þessu,“ segir Björn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent