Launahækkanir á samningstímanum fyrir þá sem hófu störf fyrir 1. janúar 2015 og eru enn í starfi við undirritun kjarasamnings eru 16,5 prósent til 22,2 prósent, að því er segir á vef Viðskiptablaðsins. Mest hækkun fyrir þá sem lægri launin hafa í anda þeirrar launastefnu sem stéttarfélög á almennum vinnumarkaði hafa undirritað í sumar.
Endurskoðunarákvæði eru jafnframt á árunum 2016, 2017 og 2018 ef forsendur kjarasamninga ganga ekki eftir.
„Mest hækkun fyrir þá sem lægri launin hafa í anda þeirrar launastefnu sem stéttarfélög á almennum vinnumarkaði hafa undirritað í sumar. Mikilvæg endurskoðunarákvæði (uppsagnarákvæði) eru jafnframt á árunum 2016, 2017 og 2018 ef forsendur kjarasamninga ganga ekki eftir. Kjarasamningurinn verður skýrður enn nánar á næstu dögum á heimasíðu SSF og öðrum miðlum SSF. Áætlað er að greiða atkvæði um kjarasamninginn dagana 11. til 16. september. Við hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Það er afar mikilvægt að allir láti í ljós skoðun sína á samningnum,“ segir í tilkynningu SFF.