Legókubbarnir verða grænni

Danski leikfangaframleiðandinn Lego Group, sem framleiðir hina geysivinsælu legókubba, segist hafa stigið eitt skref til að því markmiði sínu að framleiða allar vörur sínar úr sjálfbærum efnum fyrir árið 2030.

Hægt er að nota plast úr eins lítra flösku til að búa til tíu legókubba.
Hægt er að nota plast úr eins lítra flösku til að búa til tíu legókubba.
Auglýsing

Loks­ins hefur danski leik­fanga­fram­leið­and­inn Lego Group afhjúpað legókubb sem margir hafa lengi beðið eft­ir: Kubb úr end­urunnu plasti. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu segir að plastið sé búið til úr plast­flöskum og að það stand­ist gæða- og örygg­is­kröfur fyr­ir­tæk­is­ins. Eins lítra plast­flaska undan gos­drykk eða öðrum drykkj­um, nægir til að búa til 10 legókubba (2 x 4).

Aðeins er um frum­út­gáfu að ræða og ein­hver bið verður á því að legó úr end­urunnu plasti komi almennt á mark­að. Skýr­ingin á bið­inni löngu segir fyr­ir­tækið m.a. þá að það vilji aðeins nota efni sem hafa hlotið vottun lyfja­stofn­anna beggja vegna Atl­ants­hafs­ins. Þá segir fyr­ir­tækið áskorun fel­ast í því að búa til ný efni sem stand­ist álags­próf, end­ingu og gæða­við­mið og upp­fylli þar með kröfur neyt­enda. Enn á eftir að gera frek­ari próf­anir og ef þær ganga vel er stefnt að til­rauna­fram­leiðslu eftir í fyrsta lagi ár.

Lego Group hefur sett sér það mark­mið að allar fram­leiðslu­vörur fyr­ir­tæk­is­ins verði úr „sjálf­bærum“ efnum fyrir árið 2030. Nýi legókubbur­inn er sagður áfangi á þeirri veg­ferð. Í fyrra ákvað fyr­ir­tækið að hætta að pakka vörum sínum í einnota plast heldur nota pappír utan um þær.

Auglýsing

Legókubbar ganga oft á milli barna (og full­orð­inna) í fleiri ár. En slit­þolið er líka ástæða þess að kom­ist þeir út í nátt­úr­una og að lokum ofan í sjó geta þeir velkst þar um í jafn­vel 1.300 ár, að því er fram kom í rann­sókn sem gerð var við Plymout­h-há­skóla í fyrra. Vís­inda­menn­irnir rann­sök­uðu hversu langan tíma það tekur þessi vin­sælu leik­föng að brotna niður í haf­inu. Og þetta var nið­ur­stað­an.

Legókubbur sem hefur líklega velkst um í hafinu í áratugi samanborinn við ónotaðan kubb. Mynd: Plymouth-háskóli

Til rann­sókn­ar­innar not­uðu þeir m.a. legókubba sem rekið höfðu á fjörur í suð­vest­ur­hluta Eng­lands. Á ára­tug hafa nátt­úru­vernd­ar­sam­tök í Cornwall tínt rusl úr fjör­unum og flokk­að, m.a. legókubba. Þessir veðr­uðu kubbar voru m.a. vigtaðir og greindir með ýmsum tækjum og tólum og bornir saman við ónot­aða kubba frá átt­unda og níunda ára­tugn­um. Með þeim hætti og fleiri aðferðum komust vís­inda­menn­irnir að því að legókubbur getur þvælst um heims­ins höf í 100-1.300 ár áður en hann brotnar nið­ur.

„Legó er eitt vin­sælasta leik­fang heims og hluti af vin­sæld­unum felst í end­ing­unn­i,“ segir Andrew Turn­er, pró­fessor í umhverf­is­fræði, sem leiddi rann­sókn­ina. „Legókubbar eru sér­stak­lega hann­aðir til að þola mikið álag í leik svo það ætti ekki að koma sér­stak­lega á óvart að þótt þeir séu í sjónum í ára­tugi veðrist þeir ekki mik­ið.“

Hann segir það engu að síður hafa komið á óvart hversu lítið sjái á kubbum eftir ár og ára­tugi í söltu vatn­inu. „Þetta minnir okkur enn og aftur á mik­il­vægi þess að fólk losi sig við not­aða hluti með við­eig­andi hætti til að tryggja að þeir valdi ekki vanda í umhverf­in­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent