Leiðarahöfundur Fréttablaðsins leggur til að Viðreisn renni inn í Samfylkinguna

Kolbrún Bergþórsdóttir segir helstu stefnumál Viðreisnar vera stefnumál Samfylkingarinnar. Eigandi Fréttablaðsins er á meðal þeirra sem komu að stofnun Viðreisnar fyrir nokkrum árum og hefur lagt flokknum til umtalsverða fjármuni í gegnum tíðina.

Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Auglýsing

„Kannski ætti Við­reisn að sýna djörf­ung og dug, ganga hug­hraust alla leið og sam­ein­ast Sam­fylk­ing­unni. Við­reisn kæmi inn í Sam­fylk­ing­una með nokkurn veg­inn sömu áherslur og þar eru fyr­ir, en við­bótin væri vottur af nettri og ljúfri hægri­stefnu, sem þarf líka að finn­ast í stórum jafn­að­ar­manna­flokki. Verri sam­ein­ingar en þessi hafa vissu­lega átt sér stað í íslenskum stjórn­mál­u­m.“

Þetta skrifar Kol­brún Berg­þórs­dóttir í leið­ara sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag. Við­reisn var form­lega stofn­aður sem flokkur fyrir sex árum, en til­urð flokks­ins spratt upp úr óánægju með slit á aðild­­ar­við­ræðum við Evr­­ópu­­sam­­bandið í febr­­úar 2014. Þá klauf hópur alþjóða­sinn­aðra sjálf­­stæð­is­­manna sig frá flokknum og fór að und­ir­­búa nýtt stjórn­­­mála­afl. Hluti hóps­ins hóf að hitt­­ast reglu­­lega til að ræða mög­u­­leik­ann á nýju fram­­boði og annar hópur stofn­aði lok­aða grúppu á Face­book undir nafn­inu „Nýi Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn“. 

Á meðal þeirra voru fjár­sterkir áhrifa­­menn úr íslensku atvinn­u­­lífi og víðar sem hafði fylgt Sjálf­­stæð­is­­flokknum að málum allt sitt líf. Þessi hópur studdi mynd­ar­lega við stofnun Við­reisnar með fjár­fram­lögum

Til þess hóps töld­ust til að mynda Helgi Magn­ús­­son og Sig­­urður Arn­gríms­­son. 

Helgi leiddi kaup á útgáfu­fé­lagi Frétta­blaðs­ins, Torgi, sum­arið 2019 og er í dag eig­andi að nán­ast öllu hlutafé í því. Hann er stjórn­ar­for­maður útgáfu­fé­lags­ins. Á meðal ann­arra hlut­hafa frá upp­hafi er Sig­urð­ur. 

Hóp­ur­inn hefur sett um 1,5 millj­arð króna í kaup­verð og hluta­fjár­aukn­ingar i Torgi frá því að hann tók við rekstr­inum en Torg hefur tapað um millj­arði króna á þremur árum.

Segir hlut­verk Við­reisnar í stjórn­málum óljóst

Til­efni leið­ara­skrifa Kol­brúnar í dag er sú ákvörðun Við­reisnar að ganga í banda­lag með Sam­fylk­ingu og Pírötum við myndum meiri­hluta í Reykja­vík­ur­borg. Við­reisn fékk 5,2 pró­sent atkvæða í nýliðnum borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og einn borg­ar­full­trúa kjör­inn. Flokk­ur­inn tap­aði fylgi milli kosn­inga og missti einn borg­ar­full­trúa. Ein­ungis tveir flokkar sem náðu kjöri í borg­ar­stjórn fengu færri atkvæði en Við­reisn: Flokkur fólks­ins og Vinstri græn. Sam­fylk­ingin tap­aði líka fylgi í borg­inni, fékk 20,3 pró­sent atkvæða og fimm borg­ar­full­trúa, eða tveimur færri en hún hafði áður. Banda­lag flokk­anna tveggja og Pírata er sem stendur í við­ræðum um myndun meiri­hluta við Fram­sókn­ar­flokk­inn. Sá meiri­hluti yrði sterk­ur, með 13 borg­ar­full­trúa á móti tíu.

Auglýsing
Hún segir þá ákvörðun hafa gert það að verkum að nú sé Við­reisn föst þar sem hún kunni best við sig, í námunda við Sam­fylk­ing­una. „​​Það er ekki skrýtið því eng­inn sér­stakur munur er á þessum flokk­um. Holl­usta Við­reisnar í garð Dags B. Egg­erts­sonar minnir meira að segja á aðdáun Sam­fylk­ing­ar­fólks á borg­ar­stjór­an­um. Dagur hefur vissu­lega margt sér til ágæt­is. Hann var far­sæll borg­ar­stjóri og verður von­andi í allra nán­ustu fram­tíð for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Eng­inn yrði betri í því hlut­verki. Ætli Sam­fylk­ingin sér stóra hluti í fram­tíð­inni þarf hún mann eins og Dag til for­ystu. Sjálf­skip­aðar von­ar­stjörnur innan þing­flokks Sam­fylk­ingar verða að kyngja þeirri stað­reynd. Sam­fylk­ingin gæti átt bjarta tíma fram undan haldi hún rétt á spil­un­um.“ 

Hlut­verk Við­reisnar í íslenskum stjórn­málum sé hins vegar orðið óljóst. „Helstu stefnu­mál þessa litla flokks eru stefnu­mál Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sam­an­ber Evr­ópu­mál og sjáv­ar­út­vegs­mál. Það er því ekki skrýtið að Við­reisn skuli nú leita í faðm Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Kannski ætti Við­reisn að sýna djörf­ung og dug, ganga hug­hraust alla leið og sam­ein­ast Sam­fylk­ing­unni. Við­reisn kæmi inn í Sam­fylk­ing­una með nokkurn veg­inn sömu áherslur og þar eru fyr­ir, en við­bótin væri vottur af nettri og ljúfri hægri­stefnu, sem þarf líka að finn­ast í stórum jafn­að­ar­manna­flokki. Verri sam­ein­ingar en þessi hafa vissu­lega átt sér stað í íslenskum stjórn­mál­u­m.“

Sam­kvæmt síð­ustu birtu könnun Gallup um fylgi flokka á lands­vísu styðja 13,7 pró­sent lands­manna Sam­fylk­ing­una en 9,6 pró­sent myndu kjósa Við­reisn ef kosið yrði nú. 

Gagn­rýndi fram­setn­ingu eig­ins blaðs

Kol­brún skrif­aði einnig leið­ara 13. maí síð­ast­lið­inn, sem vakti líka mikla athygli. Þar gagn­rýndi hún skoð­ana­könnun sem Frétta­blaðið hafði sjálft látið fram­kvæma, og birt á for­síðu sinni. Í leið­ar­anum stóð:  „Skoð­ana­kann­­anir eru ekki kosn­­inga­úr­­slit. Það var því nokkuð skondið að sjá hvernig fjöl­miðlar slengdu því fram sem stór­frétt og leit­uðu til álits­gjafa þegar Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn fékk 16 pró­­sent í einni könnun – könnun sem flest bendir til að hafi verið lítið mark­tæk.“

Frétta­blaðið fylgdi könn­un­inni eftir dag­inn eftir birt­ingu hennar með við­tali við tvo stjórn­mála­fræð­inga þar sem þeir voru fengnir til að túlka nið­ur­stöður henn­ar.

Sig­mundur Ernir Rún­ars­son, rit­stjóri Frétta­blaðs­ins, sagði í sam­tali við mbl.is um málið að skoð­anir Kol­brún­­ar væru stund­um vera skrýtn­­ar, en að þær ættu full­an rétt á sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent