Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones

Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.

Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Auglýsing

Í sumar aug­lýsti Mos­fells­bær breyt­ingar á deiliskipu­lagi lóða við Bjark­ar­holt 22-30, þar sem stendur til að auka bygg­ing­ar­magn all­nokkuð og fjölga áform­uðum íbúð­um, úr 44 almennum íbúðum í fjöl­býl­is­húsum yfir í 150 minni íbúðir sem sér­stak­lega eru hugs­aðar fyrir aldr­aða. Einnig er legu mið­bæj­ar­garðs, sem á að verða innan lóð­ar­inn­ar, breytt.

Skipu­lags­yf­ir­völd í Mos­fellsbæ eru þessa dag­ana að vinna úr athuga­semdum sem bár­ust við kynntar breyt­ingar á deiliskipu­lag­inu, en þær sem bár­ust frá íbúum bæj­ar­ins voru flestar nei­kvæðar og lúta að því að útsýni þeirra sem búa í nýlegum fjöl­býl­is­húsum í göt­unni muni skerðast, bíla­um­ferð í Bjark­ar­holt­inu verði óbæri­leg og bíla­stæði á hinni nýju lóð verði of fá, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir alls 150 stæð­um, eða einu á hverja íbúð.

„Um þetta deiliskipu­lag mun aldrei nást sátt, það held ég hafi komið greini­lega fram á kynn­ing­ar­fund­in­um,“ sagði í umsögn stjórnar hús­fé­lags­ins í Bjark­ar­holti 8-20, en umræddur kynn­ing­ar­fundur fór fram í júní­mán­uði.

„Við viljum ekki búa í borg“

Tveir íbúar í hús­inu Bjark­ar­holti 27 hafa veru­legar áhyggjur af bíla­stæða­málum og segja stæðin nú þegar af skornum skammti, jafn­vel svo ama valdi. „Íbúar hafa vart bíla­stæði fyrir eigin bíla og hvað þá ef gestir koma í heim­sókn. Þó svo að í nýju deiliskipu­lagi sé reiknað með einu bíla­stæði pr/­í­búð í bíla­kjall­ara, þá er slíkt ekki nóg. Bæði eiga sumir tvo bíla og einnig eru gestir og þeir sem erindi eiga í fjöl­býl­is­húsin í veru­legri klípu. Mjög tak­mark­aður fjöldi af bíla­stæðum er reiknað með í þessu skipu­lagi og þýðir það ein­fald­lega að álagið eykst á þegar yfir­hlaðið ástand á bíla­stæðum við göt­una. Það er með öllu óvið­un­and­i,“ segir í umsögn þeirra.

Auglýsing

Íbú­arnir benda einnig á að það sé versl­un­ar­kjarni neðar í göt­unni, þar sem m.a. Krónan og Bónus hafa versl­an­ir, og segja bíla­stæðin þar af skornum skammti, mikið álag sé á ákveðnum tím­um, eins og allir Mos­fell­ingar þekki. „Þetta á end­an­lega eftir að springa ef þessar áætl­anir koma til með að verða að raun­veru­leika. Fyr­ir­séð er stöðugt umferð­ar­öng­þveiti og mik­ill ami, ekki bara nær­liggj­andi íbúa heldur almenna not­endur þess­ara þjón­ust­u,“ segir í umsögn þess­ara íbúa.

Þau gagn­rýna einnig, eins og sumir aðrir sem sendu inn athuga­semd­ir, umfang og gerð þeirra bygg­inga sem nýtt deiliskipu­lag myndi opna á. Deiliskipu­lags­til­lagan gerir ráð fyrir því að nýr mið­bæj­ar­garður verði ram­maður inn af stórri bygg­ingu sem mætti verða fimm hæðir þar sem hún er hæst, þó með inn­dreg­inni efstu hæð. Þessi bygg­ing myndi sam­kvæmt skipu­lag­inu liggja sam­síða tveimur öðrum bygg­ingum sem fyr­ir­hugað er að rísi á svæð­inu, og verða sam­tengd þeim. Íbúar gagn­rýna að fyr­ir­hugað sé að láta húsin standa sam­síða án upp­brots og nefna að þarna verði 225 metra langur sam­felldur „vegg­ur“ út að jaðri lóð­ar­inn­ar.

Skipulagssvæðið er hér fyrir miðri mynd. Kort: Já.is

Segja íbú­arnir einnig vegið að skrúð­garð­inum eftir fögur fyr­ir­heit. „Nú stendur eftir að það er búið að minnka hann enn meira og hann mun standa í skugga langs bygg­inga­klumps sem minnir á ”Game of thro­nes vegg”. Við viljum minna ykkur kæru full­trúar okkar á eina ein­falda stað­reynd. Við viljum búa í Mos­fells­bæ. Við viljum ekki búa í borg. Töfr­arnir sem fylgja því að búa í bæj­ar­fé­lagi, þar sem önnur lífs­gildi eru í fyr­i­r­úmi en í hörð­ustu borg­ar­kjörn­um, er það sem við sækj­umst eft­ir,“ segja íbú­arnir í umsögn sinni.

Þar kemur einnig fram að þau úti­loki ekki að leita réttar síns fyrir dóm­stól­um, vegna skerð­ingar á útsýni, sem þau segja að hafi verið lyk­il­þátt í því að þau fjár­festu í eign sinni í Bjark­ar­holt­inu.

„Áfall“ hve mikið til standi að breyta skipu­lagi frá 2010

Hjón sem búa í húsi við Bjark­ar­holt 20 deila flestum þessum áhyggj­um. Þau lýsa því í umsögn sinni að þau hafi fest kaup á íbúð sinni árið 2017, nokkuð vel með­vituð um það deiliskipu­lag sem er í gildi á lóð­inni við Bjark­ar­holt­ið.

Íbúar gera sumir athugasemdir við umfang bygginganna sem skipulagið opnar á.

Benda íbú­arnir á að skipu­lagið sem er í gildi sé frá 2010, og því hafi að þeirra mati verið nokkuð ljóst hvernig menn vildu að Mos­fells­bær liti út. „Það var því áfall að sjá, fyrir til­vilj­un, nýju deiliskipu­lags­til­lög­una sem birt­ist á vef Mos­fells­bæjar 12. maí,“ skrifa íbú­arn­ir, sem telja hæð og umfang fyr­ir­hug­aðra bygg­inga ekki ásætt­an­lega.

Óeðli­lega stórum hópi eldri borg­ara stefnt á sama blett­inn

Eig­endur íbúðar í Bjark­ar­holti 18 segj­ast hafa keypt íbúð sína vegna útsýn­is­ins og horfi á það þannig að bygg­ing nýrra húsa sem skerði útsýnið yrði „bein eigna­upp­taka“, þar sem hún hafi áhrif á verð­mæti eignar þeirra til fram­tíð­ar.

Þau lýsa einnig áhyggjum af bíla­stæða­mál­um, umfangi fyr­ir­hug­aðra bygg­inga en einnig því að með því að fjölga íbúðum og stefna að því að hafa þær sér­stak­lega fyrir aldr­aða sé verið að stefna of mörgum öldruðum á sama blett­inn í miðbæ Mos­fells­bæj­ar, en á næstu lóð sé þegar stefnt að bygg­ingu 100 þjón­ustu­í­búða, auk þess sem örygg­is­í­búðir Eir­hamra séu í næsta nágrenni.

Vísað til frek­ari úrvinnslu

Fjallað var um skipu­lags­til­lög­una og athuga­semdir við hana á fundi skipu­lags­nefndar Mos­fells­bæjar 23. sept­em­ber. Þar var tekin ákvörðun um að vísa henni til frek­ari úrvinnslu hjá skipu­lags­full­trúa og umhverf­is­sviði bæj­ar­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent