Logi segir Katrínu hafna umbótamálum til að geta unnið með Sjálfstæðisflokknum

Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að sitjandi ríkisstjórnarflokkar ætli að halda samstarfi sínu áfram geti þeir það. Hann gagnrýnir formann Vinstri grænna fyrir ummæli hennar í viðtali við mbl.is og segir hana hafna umbótamálum.

Logi og Katrín samsett.jpg
Auglýsing

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna og forsætisráðherra, hafna hverju umbótamáli á eftir öðru „til þess eins að geta áfram starfað með Sjálfstæðisflokknum.“ Það sé orðið nokkuð ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir þrír ætli að gera hvað sem er til að halda samstarfi sínu áfram.

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem Logi birti á Facebook í dag. Hann spyr hvort Vinstri græn ætli að hunsa þjóðarviljann í stóru málunum á næstu fjórum árum fyrir nokkra stóla og segir að þeir sem vilji „raunverulegar umbætur, réttlátara skattkerfi, betri heilbrigðisþjónustu og alvöru aðgerðir í́ loftslagsmálum“ sé Samfylkingin eini valkosturinn í þessum kosningum.

Stóreignaskattur er víst á dagskrá, Katrín. Nú er orðið ljóst að ríkisstjórnarflokkarnir ætla að gera hvað sem...

Posted by Logi Einarsson on Wednesday, September 8, 2021

Í stöðuuppfærslunni er hann að bregðast við ýmsum ummælum sem Katrín lét falla í þættinum Dagmál á mbl.is þar sem hún sagði meðal annars að það væri „ í meira lagi einkennilegt“ ef Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ræddu ekki saman um áframhaldandi stjórn ef flokkarnir þrír fengu meirihluta til þess. 

Ekki stefna Vinstri grænna að taka upp stóreignaskatt

Í viðtalinu við Katrínu kom einnig fram að það væri ekki á stefnuskrá Vinstri grænna að taka upp stóreignaskatt, sem er eitt helsta stefnumál Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar, heldur að skoða frekar mögulega þrepaskiptingu fjármagnstekjuskatt. 

Auglýsing
Þá var Katrín einnig spurð út í veiðigjöld og sagðist þá telja að þær breytingar sem gerðar hefðu verið á fyrirkomulagi á innheimtu þeirra á kjörtímabilinu hafi verið til góða og að aðferðafræðin á bakvið innheimtu þeirra, að gjaldið sé 33 prósent af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja, sé góð. Katrín sagði einnig að þau orkuskipti sem hún og flokkur hennar kalli á í sjávarútvegi muni kalla á auknar fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja og því þurfi þau að hafa bolmagn til fjárfestingar. 

Logi segir í stöðuuppfærslunni að Katrín hafni herju umbótamálinu á eftir öðru til að geta starfað áfram með Sjálfstæðisflokknum. „Katrín segir stóreignaskatt ekki á dagskrá, í nýju viðtali við Morgunblaðið. Og er ánægð með óbreytt veiðigjöld. En fyrir hvað stendur VG, hvert er erindi þeirra í pólitík, ef þau vilja ekki jafna kjörin í landinu? 

Þá segir Logi Katrínu opna á að gefa Sjálfstæðisflokknum heilbrigðisráðuneytið í næstu ríkisstjórn. 

Í viðtalinu var hún spurð hvort hún geri kröfu á að fá það ráðuneyti og svaraði: „„Það liggur ekkert fyrir um það hvaða ráðuneyti við myndum gera kröfu um. Og það hangir auðvitað bara líka á hvernig ríkisstjórn verður mynduð.“ Forsætisráðherra sagði aldrei með sértækum hætti að hún myndi ekki gera kröfu um að fá að stýra heilbrigðisráðuneytinu.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent