Logi segir Katrínu hafna umbótamálum til að geta unnið með Sjálfstæðisflokknum

Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að sitjandi ríkisstjórnarflokkar ætli að halda samstarfi sínu áfram geti þeir það. Hann gagnrýnir formann Vinstri grænna fyrir ummæli hennar í viðtali við mbl.is og segir hana hafna umbótamálum.

Logi og Katrín samsett.jpg
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann Vinstri grænna og for­sæt­is­ráð­herra, hafna hverju umbóta­máli á eftir öðru „til þess eins að geta áfram starfað með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.“ Það sé orðið nokkuð ljóst að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír ætli að gera hvað sem er til að halda sam­starfi sínu áfram.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Logi birti á Face­book í dag. Hann spyr hvort Vinstri græn ætli að hunsa þjóð­ar­vilj­ann í stóru mál­unum á næstu fjórum árum fyrir nokkra stóla og segir að þeir sem vilji „raun­veru­legar umbæt­ur, rétt­lát­ara skatt­kerfi, betri heil­brigð­is­þjón­ustu og alvöru aðgerðir í́ lofts­lags­mál­um“ sé Sam­fylk­ingin eini val­kost­ur­inn í þessum kosn­ing­um.

Stór­eigna­skattur er víst á dag­skrá, Katrín. Nú er orðið ljóst að ríkis­stjórn­ar­flokk­arnir ætla að gera hvað sem...

Posted by Logi Ein­ars­son on Wed­nes­day, Sept­em­ber 8, 2021

Í stöðu­upp­færsl­unni er hann að bregð­ast við ýmsum ummælum sem Katrín lét falla í þætt­inum Dag­mál á mbl.is þar sem hún sagði meðal ann­ars að það væri „ í meira lagi ein­kenni­legt“ ef Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur ræddu ekki saman um áfram­hald­andi stjórn ef flokk­arnir þrír fengu meiri­hluta til þess. 

Ekki stefna Vinstri grænna að taka upp stór­eigna­skatt

Í við­tal­inu við Katrínu kom einnig fram að það væri ekki á stefnu­skrá Vinstri grænna að taka upp stór­eigna­skatt, sem er eitt helsta stefnu­mál Sam­fylk­ing­ar­innar fyrir kom­andi kosn­ing­ar, heldur að skoða frekar mögu­lega þrepa­skipt­ingu fjár­magnstekju­skatt. 

Auglýsing
Þá var Katrín einnig spurð út í veiði­gjöld og sagð­ist þá telja að þær breyt­ingar sem gerðar hefðu verið á fyr­ir­komu­lagi á inn­heimtu þeirra á kjör­tíma­bil­inu hafi verið til góða og að aðferða­fræðin á bak­við inn­heimtu þeirra, að gjaldið sé 33 pró­sent af afkomu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, sé góð. Katrín sagði einnig að þau orku­skipti sem hún og flokkur hennar kalli á í sjáv­ar­út­vegi muni kalla á auknar fjár­fest­ingar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og því þurfi þau að hafa bol­magn til fjár­fest­ing­ar. 

Logi segir í stöðu­upp­færsl­unni að Katrín hafni herju umbóta­mál­inu á eftir öðru til að geta starfað áfram með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. „Katrín segir stór­eigna­skatt ekki á dag­skrá, í nýju við­tali við Morg­un­blað­ið. Og er ánægð með óbreytt veiði­gjöld. En fyrir hvað stendur VG, hvert er erindi þeirra í pólit­ík, ef þau vilja ekki jafna kjörin í land­in­u? 

Þá segir Logi Katrínu opna á að gefa Sjálf­stæð­is­flokknum heil­brigð­is­ráðu­neytið í næstu ríkis­stjórn. 

Í við­tal­inu var hún spurð hvort hún geri kröfu á að fá það ráðu­neyti og svar­aði: „„Það liggur ekk­ert fyrir um það hvaða ráðu­neyti við myndum gera kröfu um. Og það hangir auð­vitað bara líka á hvernig rík­is­stjórn verður mynd­uð.“ For­sæt­is­ráð­herra sagði aldrei með sér­tækum hætti að hún myndi ekki gera kröfu um að fá að stýra heil­brigð­is­ráðu­neyt­in­u.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent