Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin

Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.

Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Auglýsing

Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík, segir að mál­efnin muni ráða för í meiri­hluta­við­ræðum Fram­sókn­ar­flokks við þrjá flokka frá­far­andi meiri­hluta í borg­inni: Sam­fylk­ing­una, Pírata og Við­reisn.

„Ég vil segja fyrir mitt leyti að ég er ánægður með að hefja þessar við­ræð­ur. Við sjáum hvert þær leiða,“ sagði Einar í upp­hafi blaða­manna­fundar flokk­anna fjög­urra í Grósku í dag. Hann segir Fram­sókn fara inn í við­ræð­urnar með umboð til breyt­inga og seg­ist hann skynja vilja hjá öðrum flokkum til þess.

Auglýsing

Aðspurð um hversu langan tíma flokk­arnir ætli að gefa sér í við­ræð­urnar var lítið um skýr svör en Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sagði að flokk­arnir líti til tveggja dag­setn­inga í því sam­hengi. Ann­ars vegar 1. júní þegar umboð núver­andi meiri­hluta rennur út og hins vegar 7. júní þegar fyrsti fundur nýrrar borg­ar­stjórnar fer fram. „Við horfum á þessar tvær dag­setn­ingar en ætlum ekki að setja okkur óþarf­lega skamman tíma,“ sagði Dag­ur. Þetta byrjar allt með sam­tal­inu, bætti Einar

Einar boð­aði bak­land sitt á fund í gær­­kvöldi þar sem það sem virð­ist vera eini mög­u­­­leik­inn í stöð­unni sem stend­ur var rædd­­ur: meiri­hluti með Sam­­­fylk­ingu, Pírötum og Við­reisn­­­. Heim­ildir Kjarn­ans herma að Fram­­sókn muni gera þá kröfu að Einar verði borg­­ar­­stjóri allt kjör­­tíma­bilið ef af sam­­starf­inu verði.

Dagur setur flokk­unum ekki úrslita­kosti um borg­ar­stjóra­stól

Dagur seg­ist ekki hafa gengið til meiri­hluta­við­ræðna sem nú eru hafnar með neina úrslita­kosti. „En við höfum sam­mælst um að ræða mál­efnin fyrst og verka­skipt­ing­una í lok­in,“ sagði Dag­ur. Hann segir mál­efna­leg sam­leið að finna víða innan flokk­anna. „Þar sem er sér­staða þurfum við að ræða sér­stak­lega. Ég kvíði því alls ekki, það getur komið eitt­hvað áhuga­vert út úr þeim sam­ræð­u­m.“

Einar vill ekki setja flokk­unum í meiri­hluta­við­ræð­unum afar­kosti um að fara fram á borg­ar­stjóra­stól­inn. Hann seg­ist vita að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn geri kröfu um það en bendir á að stu’n­ings­fólk ann­arra flokka vilji líka að odd­vitar þeirra gegni emb­ætti borg­ar­stjóra.

Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pirata, segir það hafa verið gagnegt, upp­byggi­legt og lýð­ræð­is­legt að hafa fjóra flokka í meiri­hluta. Hún segir ekki tíma­bært að ræða óska­hlut­verk. „Ég held að við finnum ein­hverja ásætt­an­lega lend­ingu fyrir okkur öll.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent