Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur

Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.

Götuhleðslur ON Mynd: Atli Már Hafsteinsson
Auglýsing

Deilum um útboð Reykja­vík­ur­borgar á hleðslu­stöðvum virð­ist vera lok­ið, í bili hið minnsta, með ógild­ingu Hér­aðs­dóms Reykja­víkur á úrskurði kæru­nefndar útboðs­mála frá 11. júní. Sá úrskurður leiddi til þess að 156 hleðslu­stöðvum Orku nátt­úr­unnar í Reykja­vík þurfti að loka í um hálft ár.

Dómur Hér­aðs­dóms Reykja­víkurí þessu máli er mjög afdrátt­ar­laus. Raunar fær kæru­nefnd útboðs­mála aðeins á bauk­inn fyrir það hvernig með­ferð máls­ins var háttað fyrir nefnd­inni.

Í dómn­um, sem kveð­inn var upp 23. nóv­em­ber, segir að kæru­nefnd­inni hefði borið að vísa til­teknum kröfum fyr­ir­tæk­inu Ísorku í mál­inu frá um leið og þær bár­ust – þar á meðal kröf­unni um að samn­ing­ur­inn sem um ræðir væri óvirkj­aður og þar með allar hleðslu­stöðv­arn­ar.

Ástæðan fyrir því að vísa hefði átt þeirri kröfu frá, að mati hér­aðs­dóms, var sú að hún kom of seint fram, en hún var ekki hluti af upp­haf­legum mála­til­bún­aði Ísorku vegna útboðs­ins, sem beind­ist bæði gegn Orku nátt­úr­unnar og Reykja­vík­ur­borg. Kæra barst frá Ísorku 8. októ­ber í fyrra, en Ísorka bætti svo við kröfu­gerð sína þann 8. febr­úar á þessu ári.

Dóm­ari við hér­aðs­dóm kemst að þeirri nið­ur­stöðu í mál­inu að kæru­nefnd útboðs­mála hafi við með­ferð kröfu Ísorku farið á svig við ýmsar laga­reglur sem gilda um störf og hlut­verk kæru­nefnd­ar­inn­ar.

Kæru­nefndin réð­ist í könnun án laga­heim­ildar

Sú ákvörðun nefnd­ar­innar að ráð­ast í sér­staka könnun að eigin frum­kvæði á því hvort útboðið hefði í raun verið útboð á sér­leyfi, og ef svo væri, útboðs- eða til­kynn­ing­ar­skylt á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu, er ekki talin hafa byggst á lög­um. Hún byggð­ist heldur ekki á upp­haf­legu umkvört­un­ar­efni Ísorku vegna útboðs­ins.

„Ekki verður séð að kæru­nefndin hafi heim­ildir að lögum til að leggja mál í allt annan far­veg en kær­and­inn hefur búið mál sitt til nefnd­ar­innar í,“ segir í dómnum og einnig að könn­unin virð­ist ekki eiga sér stoð í lögum um opin­ber inn­kaup – hún hafi verið gerð án til­efnis frá kær­anda og án tengsla við kröfu­gerð Ísorku.

Auglýsing

Einnig leggur dóm­ari áherslu á það að kæru­nefnd útboðs­mála skuli sam­kvæmt lögum leysa með skjótum hætti úr málum og kveða upp úrskurði eins fljótt og auðið er. Það hafi ekki verið gert, heldur hafi úrskurður um óvirkni samn­ings­ins um hleðslu­stöðv­arnar litið dags­ins ljós átta mán­uðum eftir að samn­ing­ur­inn tók gildi og samn­ings­að­ilar hófu að efna hann, með til­heyr­andi kostn­aði við kaup og upp­setn­ingu hleðslu­stöðva.

„Virð­ist nokkuð við­ur­hluta­mikið að svo íþyngj­andi úrræði sé beitt á grund­velli kröfu sem fyrst kom fram fjórum mán­uðum eftir að samn­ing­ur­inn tók gild­i,“ segir í dómn­um.

Einnig segir dóm­ari í nið­ur­stöðu sinni að ekki fáist séð að nið­ur­staða kæru­nefnd­ar­innar um það að leyfa Reykja­vík­ur­borg ekki að taka afstöðu til end­an­legrar fram­setn­ingar máls­kostn­að­ar­kröfu Ísorku hafi sam­ræmst reglum stjórn­sýslu­réttar um með­al­hóf.

„Mikið áhorfs­mál“ að um sér­leyf­is­samn­ing hafi verið að ræða

Í dómi hér­aðs­dóm er vafi einnig dreg­inn yfir þá nið­ur­stöðu kæru­nefndar útboðs­mála að samn­ing­ur­inn um hleðslu­stöðv­arnar hefði fallið að skil­grein­ingum laga um opin­ber inn­kaup á sér­leyf­is­samn­ingi. Það er sagt „mikið áhorfs­mál“.

Í öllu falli telur hér­aðs­dómur það orka veru­legs tví­mælis hvaða fjár­hæðir voru lagðar til grund­vallar þeirra álykt­ana sem settar voru fram í nið­ur­stöðu kæru­nefnd­ar­inn­ar.

Útreikn­ing­arnir hjá kæru­nefnd­inni hafi hrein­lega verið rangir, samn­ings­fjár­hæð samn­ings­ins sem boð­inn var út hafi ekki náð lág­mark­s­við­miði, 697,4 millj­ón­um, sem þarf til að samn­ing­ur­inn geti talist útboðs­skyldur á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu.

Máls­með­ferð kæru­nefndar er sögð „veru­legum ann­mörkum háð“ í dómi hér­aðs­dóms og þar segir að fyrir utan aðra galla við máls­með­ferð­ina hafi þær tvær ástæður sem hér voru nefndar til sög­unnar átt að leiða til þess að mál­inu yrði vísað frá.

Að sögn tals­manns Orku nátt­úr­unnar hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort reynt verði að sækja skaða­bætur til hins opin­bera vegna máls­með­ferðar kæru­nefndar útboðs­mála og óvirkj­unar samn­ings­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent