María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi

María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.

Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Auglýsing

María Pétursdóttir skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún er myndlistarmaður, öryrki og aðgerðarsinni sem starfað hefur innan Sósíalistaflokksins síðustu fjögur árin sem formaður Málefnastjórnar. Þá hafði María umsjón með þáttunum Öryrkjaráðinu á Samstöðinni á síðasta ári. Þar að auki starfar María að málefnastarfi hjá Öryrkjabandalagi Íslands en hún er aðalfulltrúi MS félagsins innan ÖBÍ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum en listi flokksins flokksins í kjördæminu er nú tilbúinn.

„Listinn er náttúrlega eins og fólkið í Sósíalistaflokknum, hópur af baráttuglöðu fólki sem vill breyta samfélaginu, gera það betra,“ er haft eftir Maríu í tilkynningunni.

Í öðru sæti listans er Þór Saari hagfræðingur. Þór hefur áður setið á þingi fyrir Borgarahreyfinguna, árin 2009 til 2013. Síðan þá hefur Þór meðal annars starfað fyrir OECD og átt sæti í bankaráði Seðlabanka Íslands.

Auglýsing

Raðað er á lista Sósíalistaflokksins af sérstökum hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.

„Reynslan hefur sýnt að niðurstaða slembivalinna hópa gefur í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör. Þetta sama lag var haft við val flokksins á listum fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 og verður notað við val á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í haust og fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor,“ segir í tilkynningunni.

Svona lítur listi Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi út:

María Pétursdóttir, myndlistakona/öryrki

Þór Saari, hagfræðingur

Agnieszka Sokolowska, bókavörður

Luciano Dutra, þýðandi

Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, tónlistarmaður og kvikmyndagerðarkona

Hörður Svavarsson, leikskólastjóri

Nanna Hlín Halldórsdóttir, nýdoktor

Sæþór Benjamín Randalsson, matráður

Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og stjórnsýslufræðingur

Tómas Ponzi, garðyrkjubóndi

Sara Stef. Hildardóttir, upplýsingafræðingur

Agni Freyr Arnarson Kuzminov, námsmaður

Zuzanna Elvira Korpak, námsmaður

Sigurður H. Einarsson, vélvirki

Silja Rún Högnadóttir, myndlistarnemi

Alexey Matveev, skólaliði

Elísabet Freyja Úlfarsdóttir, námsmaður

Arnlaugur Samúel Arnþórsson, garðyrkjumaður

Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður i heimaþjónustu

Baldvin Björgvinsson, framhaldsskólakennari

Elsa Björk Harðardóttir, grunnskólakennari og öryrki

Jón Hallur Haraldsson, forritari

Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir, leikskólakennari

Gísli Pálsson, mannfræðiprófessor

Erling Smith, tæknifræðingur og öryrki

Sylviane Lecoultre, iðjuþjálfi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent