María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi

María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.

Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Auglýsing

María Pét­urs­dóttir skipar fyrsta sæti á lista Sós­í­alista­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hún er mynd­list­ar­mað­ur, öryrki og aðgerð­ar­sinni sem starfað hefur innan Sós­í­alista­flokks­ins síð­ustu fjögur árin sem for­maður Mál­efna­stjórn­ar. Þá hafði María umsjón með þátt­unum Öryrkja­ráð­inu á Sam­stöð­inni á síð­asta ári. Þar að auki starfar María að mál­efna­starfi hjá Öryrkja­banda­lagi Íslands en hún er aðal­full­trúi MS félags­ins innan ÖBÍ. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá flokknum en listi flokks­ins flokks­ins í kjör­dæm­inu er nú til­bú­inn.

„List­inn er nátt­úr­lega eins og fólkið í Sós­í­alista­flokkn­um, hópur af bar­átt­uglöðu fólki sem vill breyta sam­fé­lag­inu, gera það betra,“ er haft eftir Maríu í til­kynn­ing­unni.

Í öðru sæti list­ans er Þór Saari hag­fræð­ing­ur. Þór hefur áður setið á þingi fyrir Borg­ara­hreyf­ing­una, árin 2009 til 2013. Síðan þá hefur Þór meðal ann­ars starfað fyrir OECD og átt sæti í banka­ráði Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Raðað er á lista Sós­í­alista­flokks­ins af sér­stökum hópi flokks­fé­laga sem hefur verið slembival­inn.

„Reynslan hefur sýnt að nið­ur­staða slembival­inna hópa gefur í flestum til­fellum skýr­ari mynd af vilja gras­rótar en kosn­ing eða próf­kjör. Þetta sama lag var haft við val flokks­ins á listum fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 2018 og verður notað við val á lista flokks­ins fyrir þing­kosn­ing­arnar í haust og fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar næsta vor,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Svona lítur listi Sós­í­alista­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi út:

María Pét­urs­dótt­ir, mynd­lista­kona/­ör­yrki

Þór Saari, hag­fræð­ingur

Agnieszka Sokolowska, bóka­vörður

Luci­ano Dutra, þýð­andi

Ester Bíbí Ásgeirs­dótt­ir, tón­list­ar­maður og kvik­mynda­gerð­ar­kona

Hörður Svav­ars­son, leik­skóla­stjóri

Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir, nýdoktor

Sæþór Benja­mín Randals­son, mat­ráður

Ingi­björg Ýr Jóhanns­dótt­ir, rann­sókn­ar­lög­reglu­maður og stjórn­sýslu­fræð­ingur

Tómas Ponzi, garð­yrkju­bóndi

Sara Stef. Hild­ar­dótt­ir, upp­lýs­inga­fræð­ingur

Agni Freyr Arn­ar­son Kuzm­inov, náms­maður

Zuzanna Elvira Korp­ak, náms­maður

Sig­urður H. Ein­ars­son, vél­virki

Silja Rún Högna­dótt­ir, mynd­list­ar­nemi

Alexey Mat­veev, skóla­liði

Elísa­bet Freyja Úlf­ars­dótt­ir, náms­maður

Arn­laugur Sam­úel Arn­þórs­son, garð­yrkju­maður

Kol­brún Valv­es­dótt­ir, starfs­maður i heima­þjón­ustu

Bald­vin Björg­vins­son, fram­halds­skóla­kenn­ari

Elsa Björk Harð­ar­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari og öryrki

Jón Hallur Har­alds­son, for­rit­ari

Bryn­hildur Yrsa Val­kyrja Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­kenn­ari

Gísli Páls­son, mann­fræði­pró­fessor

Erling Smith, tækni­fræð­ingur og öryrki

Syl­vi­ane Lecoul­tre, iðju­þjálfi

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent