Salan á Valitor hækkar umfram eigið fé Arion banka í 51 milljarð – Ætla að borga það út

Arion banki ætlar að greiða hluthöfum sínum út yfir 50 milljarða króna í arðgreiðslur og með endurkaupum á eigin bréfum á næstu árum. Bankinn hagnaðist um 14 milljarða á fyrri hluta árs. Lífeyrissjóðir eru langstærstu eigendur hans.

Arion banki var skráður á markað fyrir rúmum þremur árum. Siðan þá hefur hlutabréfaverð hans hækkað mikið. Frá því í mars í fyrra hefur það hækkað um 220 prósent.
Arion banki var skráður á markað fyrir rúmum þremur árum. Siðan þá hefur hlutabréfaverð hans hækkað mikið. Frá því í mars í fyrra hefur það hækkað um 220 prósent.
Auglýsing

Gengið var frá söl­unni á greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Valitor frá Arion banka til fjar­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Rapyd 1. júlí síð­ast­lið­inn og var kaup­verðið 100 millj­ónir dala, um 12,4 millj­arðar króna. Bók­færður hagn­aður Arion banka vegna söl­unnar er áætl­aður um 3,5 millj­arðar króna. 

Salan á Valitor til Rapyd mun hins vegar líka hafa önnur áhrif á rekstur Arion banka. Hún mun auka umfram eigið fé bank­ans úr 42 millj­örðum króna í 51 millj­arð króna, en Arion banki hefur þá skýru stefnu að greiða út umfram eigið fé sitt til hlut­hafa í formi arð­greiðslna eða með end­ur­kaupum á bréfum þeirra á næstu árum. Á fyrri hluta árs­ins 2021 greiddi bank­inn 2,9 millj­arða króna í arð til þeirra og keypti eigin bréf þeirra til baka fyrir alls 14,9 millj­arða króna. 

Þetta kemur fram í fjár­festa­kynn­ingu vegna hálfs árs upp­gjörs Arion banka sem birt var seint í síð­ustu viku. Þar sagði enn fremur að stjórn bank­ans áskildi sér rétt til að halda auka hlut­hafa­fund síðar á þessu ári til að leggja til frek­ari arð­greiðslur til hlut­hafa í ljósi sterkar eig­in­fjár­stöðu Arion banka. 

Stefna sem legið hefur fyrir lengi

Þegar Arion banki var skráður á markað á fyrri hluta árs­ins 2018 lá fyrir að mark­mið ráð­andi hlut­hafa væri að greiða sér út eins mikið af eigin fé hans og hægt væri, á sem skemmstum tíma. 

Auglýsing
Í fjár­festa­kynn­ingu sem Kvika vann fyrir Kaup­þing, þá stærsta eig­anda Arion banka, í aðdrag­anda skrán­ingar kom fram að svig­rúm væri til að greiða út allt að 80 millj­arða króna, eða þriðj­ung alls eigin fjár Arion banka, á til­tölu­lega skömmum tíma með ýmsum hætt­i. 

Það væri hægt að gera í gegnum breyt­ingu á fjár­mögnun bank­ans, með því að draga úr útlánum hans, með því að minnka kostnað í gegnum upp­sagnir á starfs­fólki, með því að hrinda í gang umfangs­mik­illi end­ur­kaupa­á­ætlun á hluta­bréfum í bank­anum og svo auð­vitað í gegnum arð­greiðsl­ur. 

Þá á átti að selja und­ir­liggj­andi eignir sem væru ekki hluti af kjarna­starf­semi Arion banka.

Tíma­bundið stopp vegna COVID-19

Í byrjun árs 2020 hafði flest í þeirri leik­á­ætlun gengið eft­ir. Eigið fé Arion banka hafði lækkað úr 225,7 millj­örðum króna í 190 millj­arða króna frá lokum árs 2017 og fram til loka árs 2019, eða um tæpa 36 millj­arða króna. 

Til við­bótar töldu grein­ing­ar­að­ilar að bank­inn geti búið þannig um hnút­anna að það myndi losna um tugi millj­arða króna til útgreiðslu þegar árið 2020 er á enda, aðal­lega með því að minnka útlán sín. 

Til stóð að minnka þau um 20 pró­sent á síð­asta ári. Í afkomu­spá sem Hag­fræði­deild Lands­bank­ans vann um upp­gjör Arion banka í aðdrag­anda birt­ingu árs­reikn­ings hans fyrir árið 2019 var því spáð að arð­greiðslur bank­ans gætu orðið 50 millj­arðar króna á tólf mán­uð­um. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn kom í veg fyrir að þau áform gengu eftir sam­kvæmt þeirri tíma­línu sem lagt var upp með. Sam­hliða því að Seðla­banki Íslands réðst í að veita bönk­unum miklar til­slak­anir til að þeir gætu aðstoðað í bar­átt­unni við efna­hagslægð­ina sagði Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri, að það væri algjör­lega ótækt af Arion banka að íhuga arð­greiðslur eða end­ur­kaup á bréfum við ríkj­andi aðstæð­ur.

Um 14 millj­arða hagn­aður á hálfu ári

Þessi staða hefur nú breyst ansi hratt og Arion banki fékk fyrr á þessu ári heim­ild Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands til að ráð­ast í þau end­ur­kaup á hluta­bréfum sem bank­inn stefndi á að fram­kvæma á árinu 2021. Auk þess taldi bank­inn í vor að arð­greiðslu­mark­mið hans séu í takti við það sem heim­ilt er að ger­a. 

Arion banki fór enda ansi vel í gegnum síð­asta ár. Hagn­aður bank­ans nam 12,5 millj­örðum króna og hann náði því mark­miði sínu á síð­asta árs­fjórð­ungi að vera með arð­semi á eigin fé sitt yfir tíu pró­sent­um, en hún var alls 11,8 pró­sent á síð­ustu þremur mán­uðum síð­asta árs.

Gang­ur­inn hefur verið enn betri það sem af er þessu ári. Sam­tals hagn­að­ist Arion banki um 13,9 millj­arða króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2021. Arð­semi eigin fjár á öðrum árs­fjórð­ungi var 16,3 pró­sent. Heildar eigið fé bank­ans var 194 millj­arðar króna í lok júní og eigið féð án áhrifa af söl­unni á Valitor, sem enn þarf að fá sam­þykki við­eig­andi eft­ir­lits­að­ila, 42 millj­arðar króna. Gangi salan eftir mun umfram­eigið féð hækka í 51 millj­arð króna.

Eig­end­urnir sem fá mest

Tölu­verð breyt­ing hefur orðið á hlut­hafa­hóp Arion banka á síð­­­ustu miss­er­um. Frá því í lok sept­­­em­ber í fyrra hafa tveir stærstu eig­endur bank­ans á und­an­­­förnum árum selt sam­tals stóran hlut í hon­um. Um er að ræða vog­un­­­ar­­­sjóð­ina Taconic Capi­tal Advis­ors og Sculptor Capi­tal Mana­gement. Á örfáum vikum fór eign­ar­hlutur Taconic í Arion banka úr 23,22  pró­sentum í ekk­ert. Sculptor seldi sömu­leiðis allan 6,12 pró­sent hlut sinn snemma á þessu ári.

Fleiri vog­un­­­ar­­­sjóð­ir, sem komu inn í eig­enda­hóp Arion banka eftir að hafa til­­­heyrt kröf­u­hafa­hópi Kaup­þings, hafa líka verið að selja sig nið­ur. Fjórir slík­ir, meðal ann­ars þeir tveir áður­nefndu, áttu sam­an­lagt 32,57 pró­sent hlut í Arion banka fyrir ári. Nú eru sjóðir Eaton Vance þeir einu sem eru eftir í eig­enda­hópnum með 0,84 pró­sent eign­ar­hlut. 

Inn­­­­­lendir fag­fjár­­­­­festar hafa keypt stærstan hluta þess sem vog­un­­­ar­­­sjóð­irnir hafa selt. Þeir eru að mestu íslenskir líf­eyr­is­­­sjóð­­­ir.

Sam­an­lagður eign­­­ar­hluti þeirra líf­eyr­is­­­sjóða sem birt­­­ast á lista yfir 20 stærstu eig­endur bank­ans var 22,42 pró­­­sent í byrjun síð­­­asta árs. Í lok sept­­­em­ber 2020 hafði hann auk­ist í 29,17 pró­­­sent. Nú stendur hann í 42,56 pró­sent­u­m. 

Þrír stærstu líf­eyr­is­­­sjóðir lands­ins: Gildi, Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­ar­manna og Líf­eyr­is­­­sjóður starfs­­­manna rík­­­is­ins (LSR) hafa bætt mest við sig og eiga nú sam­tals 26,78 pró­sent eign­ar­hlut í bank­an­um.

Fleiri líf­eyr­is­­­sjóð­ir: Stapi, Birta, Frjálsi líf­eyr­is­­­sjóð­­­ur­inn og Lífs­verk hafa allir líka bætt við sig í Arion banka á síð­­­­­ustu mán­uð­u­m. 

Langstærsti einka­fjár­festir­inn í Arion banka í dag er fjár­fest­inga­fé­lagið Stoðir með 4,99 pró­sent eign­ar­hlut.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent