Rafdrifin framtíð virðist nálgast of hratt fyrir Toyota

Japanski bílaframleiðandinn Toyota er sagður reyna að beita áhrifum sínum til þess að tvinnbílar og vetnisbílar verði hluti af orkuskiptastefnu Biden-stjórnarinnar, en ekki bara hreint rafmagn.

Toyota bílasala í USA
Auglýsing

Stærsta bílaframleiðslufyrirtæki í heimi, japanski risinn Toyota, hefur í vikunni verið sagt reyna að hafa áhrif á stefnu bandarískra stjórnvalda varðandi hvata til þess að fá neytendur til að skipta yfir í rafmagnsbíla.

Í umfjöllun New York Times um málið segir að á undanförnum mánuðum hafi fulltrúar Toyota beitt sér gegn því, á bak við tjöldin á fundum í bandaríska þinginu, að stór skref verði tekin í þá átt að reyna að draga bandaríska neytendur í átt að rafmagnsbílum.

Fulltrúi fyrirtækisins er sagður hafa komið því áleiðis við fulltrúa á vegum þingmanna að í bílaflota náinnar framtíðar ættu bæði tvinnbílar og bílar sem ganga fyrir vetni að vera í stærra hlutverki en þeim er ætlað í áætlunum ríkisstjórnar Joe Biden, sem ætlar að verja milljörðum dollara á næstu árum til þess að styðja við orkuskipti í bílaflota Bandaríkjamanna. Framtíðin sem Biden-stjórnin sér fyrir sér er fyrst og fremst rafmögnuð.

Auglýsing

Toyota er ekki bara búið að beita sér gegn eða reyna hægja á umskiptunum yfir í rafmagn í Bandaríkjunum, heldur einnig í ríkjum ESB, Bretlandi, Indlandi og í heimalandinu Japan. Ástæðan er sögð sú að fyrirtækið hefur dregist aftur úr keppinautum sínum hvað rafbíla varðar og setið á hliðarlínunni á meðan að fyrirtæki á borð við Tesla, Volkswagen, Nissan og fleiri hafa tekið forystu.

Toyota veðjaði á það fyrir nokkrum árum að vetnisbílar yrðu til framtíðar aðalmálið í bílaheiminum. Sú tækni er þegar orðin töluvert dýrari en framleiðsla rafhlaðna fyrir ökutæki og óvíða er hægt að fylla á tankinn með vetni.

Þetta hefur hefur sett áætlanir Toyota í uppnám. Bílaframleiðandinn Honda, sem einnig sá fyrir sér vetnisdrifna framtíð, hefur þegar sett áætlanir sínar á hilluna. En Toyota hefur gripið til hagsmunagæslu, sem gagnrýnendur sem New York Times ræðir við segja að gæti orðið umhverfinu skaðleg og hamlað umskiptum yfir í hreinni bílaflota.

Í yfirlýsingu frá Toyota vegna þessa máls sagðist fyrirtækið alls ekki vera á móti rafmagnsbílum. Það væri staðreynd að þeir væru framtíðin. Fyrirtækið telur þó að það sem muni gerast á meðan stökkið verði tekið yfir í 100 prósent rafdrifna framtíð fái of litla athygli í umræðunni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent