Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp

Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.

Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Auglýsing

Þolmarkadagur jarðar er í dag en hann segir til um það hvenær mannkynið hefur notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á einu ári. Þetta þýðir að mannkynið þyrfti um 1,7 jörð til þess að standa undir neyslu og notkun á náttúruauðlindum.

Dagurinn færist til um hátt í mánuð á milli ára en í fyrra var jörðin komin að þessum þolmörkum þann 22. ágúst. Ástæðan er sú að dagsetningin í fyrra var mun síðar á árinu en á fyrri árum vegna kórónuveirufaraldurs. Það hefur engu að síður gerst áður að þolmarkadagurinn lendi fyrr á árinu en núna í ár, hann hefur aldrei verið jafn snemma og árið 2018 en þá féll hann á 25. júlí.

Auglýsing

Það eru samtökin Global Footprint Network sem reikna það út á hverju ári hvenær dagurinn rennur upp. Á vef samtakanna segir að mannkynið viðhaldi halla í notkun auðlinda með því að ganga á náttúruauðlindir á borð við skóglendi , beitilönd og fisk auk þess sem neysla mannsins fylgi alls kyns rusl og annar úrgang, þá helst losun koldíoxiðs út í andrúmsloftið.

Þolmarkadagur á hverju ári frá 1970

„Rétt eins og bankayfirlit heldur utan um tekjur og gjöld þá mælir Global Footprint Network þörf mannkyns og framboð vistkerfisins á auðlindum og afnotum. Dagsetning þolmarkadags jarðar er svo byggð á þessum útreikningum,“ segir á heimasíðu Global Footprint Network.

Dagsetning þolmarkadags jarðar hefur færst framar á árið á síðustu áratugum. Mynd: Global Footprint Network

Útreikningur á því hvenær búið er að nýta ársframleiðslu jarðarinnar hefur farið fram á hverju ári síðan árið 2006 en þá bar þolmarkadaginn upp á 18. ágúst. Samtökin hafa farið yfir þau gögn sem til eru fyrir neyslu og endurnýjun auðlinda en gögnin ná aftur til ársins 1961. Samkvæmt útreikningum samtakanna hefur neysla mannkyns verið meiri en geta jarðarinnar til að endurnýja auðlindir sínar allt frá árinu 1970. Þessum þolmörkum var náð þann 30. desember árið 1970 en frá þeim tíma hefur dagurinn nánast stöðugt hliðrast til þannig að hann beri upp fyrr á árinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent